Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

JHG
JHG Notandi frá fornöld Karlmaður
622 stig

Re: Eru vetrardekk nauðsynleg?

í Bílar fyrir 20 árum, 2 mánuðum
Það hefur samt sínt sig í rannsóknum að nagladekk séu best þegar um blautan ís er að ræða. Ef ísinn er þurr (sem hann er sjaldnast hér á klakanum) þá minnir mig að loftbóludekkin hafi haft vinninginn (erlend rannsókn, líklegast hafa harðkornadekk ekki verið með). Það er nú svoleiðis að maður getur ekki alltaf varast hætturnar. Ég vissi ekkert af því að brekkan sem ég húrraði niður væri svona slæm fyrr en það var orðið of seint. Ef ég hefði vitað það þá hefði ég ekki látið mér detta það til...

Re: Eru vetrardekk nauðsynleg?

í Bílar fyrir 20 árum, 2 mánuðum
Hlaut að vera :)

Re: Könnunin

í Bílar fyrir 20 árum, 2 mánuðum
Ég hef alltaf haft einhverjar taugar til Trabantsins, og valdi hann. En hvað nýtt efni varðar þá mættu menn vera duglegri að skrifa vandaðar greinar. Ég viðurkenni það að það á líka við um mig. Það er smá vinna, en það geta þetta allir. Maður verður bara að líta á þetta sem smá ritgerð, og reyna að vanda til verka (óþolandi að fá “greinar” sem eru örfáar línur og greinilega ekkert lagt í þær). JHG

Re: Toyota Land Cruiser

í Jeppar fyrir 20 árum, 2 mánuðum
Ég er á amerískum 8 gata trukk á 38" (Full Size) sem er 2.260 kg. Auðvitað verður hann þyngri fullhlaðinn og fullur af fólki, en hann sjálfur er ekki svo þungur (léttari en margt japanskt).

Re: Eru vetrardekk nauðsynleg?

í Bílar fyrir 20 árum, 2 mánuðum
Hjartanlega sammála! Menn eiga ekki að komast upp með að vera á stórhættulegum bílum í umferðinni (og illa búinn bíll er stórhættulegur við erfiðar aðstæður). Ég bjó lengi í Mosfellsbæ en gatan okkar er mjög erfið. Það fýkur mikið í hana og þar hef ég séð Econoline á 44" sitja fastann, og eitt sinn var gatan lokuð í einhverjar vikur (þangað til að íbúarnir leigðu jarðýtu til að sjá um þetta). Þarna er aldrei saltað en margir vita ekki að þó það sé saltað í Reykjavík þá er ekki saltað í öllum...

Re: Eru vetrardekk nauðsynleg?

í Bílar fyrir 20 árum, 2 mánuðum
Það er aldrei saltað hjá ykkur (sem hefur margar kosti), og því oft hálla fyrir vikið. Ég held að það sé mikilvægara fyrir norðlendinga að vera á góðum vetrardekkjum (og jafnvel nagladekkjum) en okkur höfuðborgarbúa. Sáu ekki flestir upptökuna frá Akureyri þar sem að bílar runnu þvers og kruss niður brekku og hvar á annan án þess að nokkur réði við neitt? Ég hef lent í svona aðstæðum í bænum en það er sjaldgæft. JHG

Re: Eru vetrardekk nauðsynleg?

í Bílar fyrir 20 árum, 2 mánuðum
Sumardekk eru skemmtilegri á sumrin en ef þú ert sáttur þá er þetta í lagi. Bara að passa að keyra þau ekki of lengi, ónýt vetrardekk gera ekki mikið….

Re: Felgur

í Bílar fyrir 20 árum, 2 mánuðum
Ég tók gamlar álfelgur í geng í sumar og póleraði þær. Ég byrjaði á 180 sandpappír (til að ná þeim alveg sléttum), fór síðan í 300, 400, 600 og 1000 vatnspappír. Endaði svo á þartilgerður efni frá Mothers (með púða framaná borvél). Munurinn er svakalegur, en þetta er mikil vinna. JHG

Re: Eru vetrardekk nauðsynleg?

í Bílar fyrir 20 árum, 2 mánuðum
Það fer eftir ýmsu. Ef þú átt heima á höfuðborgarsvæðinu þá ættir þú að komast vel af á ónegldum vetrardekkjum. Sumir vilja harðkornadekk eða loftbóludekk, og tegundir geta líka verið mismunandi. Menn verða bara að greina sinn akstur og velja eftir því. JHG

Re: Eru vetrardekk nauðsynleg?

í Bílar fyrir 20 árum, 2 mánuðum
Var ekki ódýrara að kaupa ónegld vetrardekk?

Re: Eru vetrardekk nauðsynleg?

í Bílar fyrir 20 árum, 2 mánuðum
Það er alveg rétt. Sjálfur er ég fljótur á vetrardekkin, það er of mikið í húfi til að taka sénsinn. Margir átta sig ekki á að það að vera á sumardekkjum að vetri til getur valdið því að réttarstaða þeirra ef til slyss kemur verður miklu verri. Ökumaður ber ábyrgð á því að ökutækið sé útbúið miðað við aðstæður. Bæði gæti menn tapað “rétti” við árekstur og jafnvel skapað sér bótaábyrgð (að maður tali ekki um hvað þetta getur þýtt ef mannslát hlýst af). Einn fyrrverandi nágranni minn var á...

Re: Eru vetrardekk nauðsynleg?

í Bílar fyrir 20 árum, 2 mánuðum
Heilsársdekk virka oft ágætlega við aðstæður eins og eru yfirleitt á höfuðborgarsvæðinu. Þau jafnast hinsvegar engan vegin á við góð vetrardekk þegar aðstæður eru slæmar. Þau eru samt margfallt betri kostur en sumardekk að vetri til. JHG

Re: Eru vetrardekk nauðsynleg?

í Bílar fyrir 20 árum, 2 mánuðum
Þú ættir að kaupa þér kattarsand til að hafa til taks (tegund sem myndar köggul þegar hann kemst í tæri við vatn). Það virkar vel að henda þessu undir dekkin þegar maður er fastur í hálku (hjálpar manni af stað og það er oft það sem þarf). JHG

Re: Ég sakna þess að vera á jeppa :(

í Jeppar fyrir 20 árum, 2 mánuðum
Þú verður að halda uppi merkinu þangað til að trukkurinn kemur á götuna. Kv. JHG

Re: Eru vetrardekk nauðsynleg?

í Bílar fyrir 20 árum, 2 mánuðum
Þú ættir að prófa að setja sandpoka í skottið. Þegar ég var leigubílstjóri (á skólaárunum) þá komst maður allt á afturhjóladrifnum dísel Bens með tvo sandpoka afturí. Ég er m.a. með Transam (að sjálfsögðu afturhjóladrifinn) en hann er glettilega duglegur. Það sem bjargar honum er driflæsing. JHG

Re: Eru vetrardekk nauðsynleg?

í Bílar fyrir 20 árum, 2 mánuðum
Það voru nokkrir leigubílstjórar sem prófuðu þetta. Allir sem ég þekki fóru aftur á venjuleg vetrardekk, og sumir á nelgd. Það hefur líka sínt sig að mismunandi tegundir virka mismunandi vel eftir aðstæðum. En en og aftur, nagladekk eru aðeins eitt form af vetrardekkjum og eru tæpast nauðsynleg á höfuðborgarsvæðinu. JHG

Re: Eru vetrardekk nauðsynleg?

í Bílar fyrir 20 árum, 2 mánuðum
Enda fjallar greinin um vetrardekk en ekki nagladekk.

Re: Toyota Land Cruiser

í Jeppar fyrir 20 árum, 2 mánuðum
80 Cruserinn þarf alveg eins 44“ og þeir amerísku. En hvað aflið varðar þá er það ekki bara ”aðeins meiri kraftur“. Munurinn er yfirleitt meira en það. Ég hef átt gamlan amerískann jeppa í mörg ár (hann er árgerð 1981). Bilanir hafa verið frekar sjaldgæfar. Ég lenti í því smurstöð gleymdi að setja olíu á hásingu eftir skipti (tryggingatjón) og síðasta haust fór sjálfskipting (sem er kannski ekki skrítið í svona gömlum bíl). Ég skipti um framlegur einhverntíma á síðustu öld (en hef keyrt...

Re: Eru vetrardekk nauðsynleg?

í Bílar fyrir 20 árum, 2 mánuðum
Humm, ég lenti í aðstæðum í fyrra sem ekkert nema nagladekk hefðu getað hjálpað eitthvað. Ég var á stórum jeppa á góðum ónelgdum dekkjum (Dick Cepec) en lenti í brekku sem var glæra alla leið (blautur ís en við þær aðstæður hafa naglarnir forskot á allt annað) og byrjaði að renna úr nánast kyrrstöðu. Ég var heppinn, ruddi bara niður einu grindverki og endaði á tré (hefði getað farið miklu verr). En það er mikið til í því að nagladekk séu nær óþörf í höfuðborginni. Þegar út fyrir hana er...

Re: Eru vetrardekk nauðsynleg?

í Bílar fyrir 20 árum, 2 mánuðum
Það þarf ekki að setja samansemmerki á milli vetrardekkja og nagladekkja. Nú geta menn valið harðkorna eða loftbóludekk að ógleymdum naglalausum vetrardekkjum. JHG

Re: Toyota Land Cruiser

í Jeppar fyrir 20 árum, 2 mánuðum
Það er greinilegt að þú ert frelsaður eins og fleiri ;) JHG

Re: Stjórnendur

í Bílar fyrir 20 árum, 2 mánuðum
Ég hef ekki heyrt um þetta vandamál, og get ekki sannreynt það þar sem að ég hef verið duglegur að eyða úr skilaboðaskjóðunni. Það kæmi mér samt ekki á óvart að linkar á svör úr gamla kerfinu séu ekki réttir (hef rekið mig svipað áður). Ég held að það sé ekki forgangsatriði hjá eigendum huga að laga gömul mál heldur einbeiti þeir sér að því að halda þessu nýja við. Ég hef grun um að viðkomandi hafi ekki svarað þér, því ég fæ alltaf (að ég held) skilaboð ef einhver hefur svarað mér. JHG

Re: Bílablað Morgunblaðsins

í Bílar fyrir 20 árum, 2 mánuðum
Það er algengt að bílablaðamenn viti ekkert hvað þeir eru að tala um. Þegar Daimler Chrysler og Mercedes Bens sameinuðust þá sagði annaðhvort DV eða Morgunblaðið að þar yrði til stærsti bílaframleiðandi í heimi. Það var langt frá því, því GM var áfram langstærstur og DC líklegast í fjórða sæti (veit ekki hvernig röðin er núna). Það er ótrúlega oft sem maður rekst á svona villur, og að þeir segji eitthvað án þess að vita nokkuð um það sem þeir eru að tala (ég skrifaði meira að segja grein hér...

Re: Álfelgur

í Bílar fyrir 20 árum, 2 mánuðum
Ég keypti það í Bílanaust. Það á víst að gera eitthvað þó það sé ekki pólerað en ég notaði það í síðustu umferð eftir póleringu (og þá með klút framaná borvél, en gætir prófað að handvinna það). JHG

Re: Álfelgur

í Bílar fyrir 20 árum, 2 mánuðum
Það er spurning hvað mikla vinnu þú villt leggja í. Ég póleraði álfelgur í sumar og árangurinn var ótrúlegur. Gamlar “dull” felgur urðu glansandi sem króm. En þetta er mikil vinna. Ef þú villt ekki leggja í þá vinnu þá er bara að þrífa vel og nota sérstakt felgubón frá m.a. Mothers.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok