Við eigum að vera glaðir að fá að styðja ríkissjóð með okkar framlögum. Þeir peningar fara ekki til spillis, eru t.d. notaðir í jarðgöng einhverstaðar sem fáir búa, greiða mörgum Landssímaforstjórum laun og ýmis önnur þjóðþrifamál. Án gríns, þá þarf ríkið tekjur til að standa undir útgjöldum. Við heimtum vegi, mislæg gatnamót, jarðgöng, ferjur, heilsugæslu, menntun, löggæslu o.þ.h. og þetta kostar helling af peningum (það er ekkert ókeypis). Hver þarf að borga? Auðvitað við. Vörugjöld hafa...