Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

JHG
JHG Notandi frá fornöld Karlmaður
622 stig

Re: Lækkaður hámarkshraði!!!

í Bílar fyrir 22 árum, 9 mánuðum
Undanþágan miðar (ef ég man rétt) við 2,55 metra (eins breytt og strætó). Venjuleg akrein er þá allavegana breiðari en það. Jeppinn minn er óvenju breiður eða um 2,30. Breyttur Hilux er örugglega töluvert mjórri. Ef ökumaður jeppa kann að keyra þá á þetta að sleppa. Á mínum trukk er merki á húddinu sem gerir mjög einfallt að staðsetja hann á veginum. Ég keyri því yfirleitt alveg við hvítu línuna (fjær miðju). Það er svo allt annað mál að vegir á Íslandi eru of mjóir, við borgum það mikla...

Re: Lækkaður hámarkshraði!!!

í Bílar fyrir 22 árum, 9 mánuðum
Mér finnst þau rök að það eigi að lækka hámarkshraða á breyttum jeppum til þess að það sé auðveldara að komast fram úr þeim ekki sérstaklega sterk. Ef jeppinn er á lögbundnum hámarkshraða, og hann er sami fyrir hann og aðra bíla, þá eru minni líkur á að þú þurfir að fara framúr. Ef þú villt samt fara fram úr þá ert þú hvort sem er kominn á ólöglegan hraða og þá breytir ekki miklu hvort jeppinn er á 80 eða 90. Ef sérreglur gilda um jeppa þá er augljóst að framúrakstur eykst og/eða raðir...

Re: Lækkaður hámarkshraði!!!

í Bílar fyrir 22 árum, 9 mánuðum
Eins og einhver benti á þá mun lækkaður umferðarhraði á ákveðnum tegundum bifreiða hægja á öllum öðrum. Það þekkja það allir sem keyra um landið að það þarf ekki nema einn eða tvo til að valda því að langar raðir myndast. Ef við tækjum þá dæmi af hóp jeppa (þetta eru jú hjarðdýr ;) sem þyrftu að vera á 80 km hraða og færu að lögum. Svo koma aðrir sem vilja fara hraðar að þeim, en þar sem að það eru nokkrir bílar í röð þá leggja þeir ekki í það (margir með framúraksturfóbíu). Á endanum er...

Re: Nó !! 44

í Jeppar fyrir 22 árum, 9 mánuðum
Flestir sem áttu súkkur sneru sér að öðrum bílum. Ég fékk mér Blazer K5, en mér hefði aldrei dottið það í hug ef ég hefði ekki kynnst sportinu á Súkkunni. Þegar ég fór svo á Blazerinn þá fékk ég víðáttubrjálæði því plássmunurinn er gríðarlegur :) Bróðir minn átti stutta Súkku en ég átti langa, mér fannst ekki mikill munur á drifgetu en það var allt annað líf að ferðast í þeim langa. Að endingu er hér mynd af “stuttri” súkku ;) http://www.kvartmila.is/spjall/showthread.php?s=&threadid=1214...

Re: Rx-7

í Bílar fyrir 22 árum, 9 mánuðum
Ok, ég las kannski of mikið út úr: “..byggðum á RX-7 eða í kringum þennan mótor” :) JHG

Re: Rx-7

í Bílar fyrir 22 árum, 9 mánuðum
Hraðamet með orginall boddíi á 3 rd gen firebird (nema það sé nýfallið), mig minnir að það sé um 310 mílur (er ekki með blaðið hjá mér svo ég get ekki gefið nákvæma tölu) og það náðist í eyðimörkinni við Bonneyville fyrir allnokkrum árum síðan. Bíllinn var með sbc (355 að mig minnir) með tvinn turbó, ~2.20 hlutföll o.þ.h. JHG P.s. það er fyrirtæki í USA sem setur V8 í miötur ef þú hefur áhuga ;)

Re: Of mörg aðalljós?

í Bílar fyrir 22 árum, 9 mánuðum
Með sömu rökum gæti ég kveikt á kösturunum á jeppanum, ég efast um að þú vildir mæta mér með þá á ;) JHG

Re: Rx-7

í Bílar fyrir 22 árum, 9 mánuðum
Eftir að ég hafði verið að hreykja mér af því við frænda minn að ég hafði tekið svona bíl í spyrnu þá varaði hann mig við að það væri einn á götunni með V8. Seinna frétti ég að einhver skellti 302 Ford ofaní hann. Ég veit ekki hvort sá bíll lifir enn. Annars hef ég yfirleitt heyrt vel talað um þessa bíla, menn segja reyndar að þeir eyði miklu (en hverjum er ekki sama um það :) og áreiðanleikinn þótti ekki sérstaklega góður (skv. upplýsingum frá USA) en þessir bíla hljóta að liggja vel og...

Re: bíddu x2

í Jeppar fyrir 22 árum, 9 mánuðum
Frekar þá blöðrujeppar en blöðrujepplingar, þeir eru með millikassa. JHG

Re: Eiga allir rétt á að fá bílpróf?

í Bílar fyrir 22 árum, 9 mánuðum
Ég þekki unga konu sem er ekki há í loftinu en hún keyrði um á Chevrolet Caprice Classic ~89 model (gamla boddýið, þ.e. bíllin, ekki hún ;). Hún keyrði þennan bíl lystilega vel, hún gat lagt honum í hvaða stæði sem var án nokkura vandkvæða :) Margur er knár þótt hann sé smár :) JHG

Re: Eiga allir rétt á að fá bílpróf?

í Bílar fyrir 22 árum, 9 mánuðum
Verður ekki bara ökukennarinn að sitja undir henni ;), Án gríns, þá tel ég ólíklegt (án þess að hafa kynnt mér það) að hún fái styrk eins og um fatlaðann einstakling væri að ræða. Ef ég er að fara með rangt mál þá veit ég að ég get treyst því að ég verð leiðréttur ;). En í hennar tilfelli þá þarf hún örugglega hækkun á sætið (eða góðann púða) og handstýringu á pedalana. Kannski duga þessir þykkbotna skór sem stelpurnar hafa verið svo mikið í :). JHG

Re: bíddu x2

í Jeppar fyrir 22 árum, 9 mánuðum
Hefurðu nokkuð að gera við stærri dekk? Stutt Súkka á 36 tommum ætti að komast allt og svo aðeins meira :)

Re: Of mörg aðalljós?

í Bílar fyrir 22 árum, 9 mánuðum
það má vera en fæstir hugsa út í það, þeir kveikja bara :(

Re: Of mörg aðalljós?

í Bílar fyrir 22 árum, 9 mánuðum
Mér finnst það nú ekki þægilegt horfa framan á bíl sem er með þokuljósin kveikt. Var eitt sinn staddur á ljósum og Alfa var á stopp á móti mér, mér fannst að geislinn ætlaði inn í gegnum augun og út hinummegin (þrátt fyrir að ég væri ekki að horfa á Ölfuna). Það er kannski ekki algillt en stillingin á sumum þessara þokuljósa er þannig aðhún blindar. JHG

Re: bíddu x2

í Jeppar fyrir 22 árum, 9 mánuðum
Ég var með B20B (þ.e. eftir að ég stútaði B20A vélinni), hún var hærri þjöppu en A vélin og eitthvað heitari ás. Svo setti ég eletroniska kveikju og aðeins heitar ás (úr B20E). Þetta dúndurvirkaði eftir að ég henti tveggja blöndunga systeminu og setti einn blöndung af B21 :) JHG

Re: bíddu x2

í Jeppar fyrir 22 árum, 9 mánuðum
Þú ert þá í góðum málum :) Hvað ertu með ofan í húddinu? JHG

Re: bíddu x2

í Jeppar fyrir 22 árum, 9 mánuðum
humm!!! Okei, skv. strangri skilgreiningu er jeppi aðeins Jeep, Blazerinn minn er Full size trukkur og Súkkan er að ég held compact size trukkur. Súkka er allavegana tæki sem gerir manni auðvelt að fljóta á snjó (einnig tæki sem passar ekki í nein för). Einnig býður hún upp á þann möguleika að ef maður kemst ekki yfir Krossá þá siglir maður bara til eyja :D JHG

Re: mismunandi bílar og mismunandi fólk...

í Bílar fyrir 22 árum, 9 mánuðum
jamm, rífast er kannski ekki heppilegt orð.

Re: Röfl!!!

í Bílar fyrir 22 árum, 9 mánuðum
Ég reyndi að flauta á Audíinn þegar þetta gerðist en það gerðist ekkert (ég er einn af þessum sem nota bara flautuna þegar bíllinn fer í skoðun). Ég þarf greinilega að athuga það fyrir næstu skoðun :( Ökumaður Audisins gerði mistök, sem við getum öll gert, svo það kom ekki til greina að vera með móral út í hana. Ég þoli ekki þá sem keyra þétt upp að stuðara manns, þá stíg ég vanalega létt á bremsuna til að fá bremsuljós. Við það negla þeir yfirleitt niður :D JHG

Re: mismunandi bílar og mismunandi fólk...

í Bílar fyrir 22 árum, 9 mánuðum
Allir bílarnir á götunni eiga að vera vinir :) JHG P.s. annars getur nú verið gaman að rífast svolítið ;)

Re: Sigurinn á fjallinu, auðvitað á Suzuki Fox !!

í Jeppar fyrir 22 árum, 9 mánuðum
Til lukku :) Ég átti langa Súkku í den og þetta eru frábærir jeppar. JHG

Re: Innflutningur

í Bílar fyrir 22 árum, 9 mánuðum
Ég veit ekki hvort það hafi breyst en þegar pabbi tók Bensann sinn frá Þýskalandi þá gerði hann einmitt það sem Svessi er að stinga upp á. Hann borgaði ef ég man rétt 17.000 fyrir flutninginn og tollar og gjöld voru reiknuð af þeirri upphæð. Félagi minn gerði þetta sama með sendibíl fyrir ca 3 árum og það gekk upp. Það sem hann þurfti að gera var að fá sundurgreindann kostnað frá Smyril, og þar stóð þessi upphæð í flutning. JHG

Re: Stórir fólksbílar.

í Bílar fyrir 22 árum, 9 mánuðum
Eins og þú veist sem Mosfellingur þá eru fleiri en eitt einbýlishúsahverfi í Mosó ;) Það fýkur af Helgafellstúnunum inn í þessa götu, þar sem ég dró jeppana upp, og myndast strókur á milli kletts og húss. Það komust engir fólksbílar inn í götuna eftir ca. 10 það kvöld sem ég var að vísa til. Á sama stað var svo ófært fyrir nokkrum árum að eini bíllinn sem komst í gegn var snjóbíll sem frændi minn átti. Trailerinn sem þú stingur upp á er ekki löglegur á götum bæjarins ef hann er ekki með...

Re: Stórir fólksbílar.

í Bílar fyrir 22 árum, 9 mánuðum
Það er mikil ábyrgð sem fylgir því að keyra bíl og jeppamenn þurfa að vera sérstaklega meðvitaðir um sína ábyrgð. Sumir jeppamenn eru frekir í umferðinni en það á við um fleiri ökumenn. Við verðum kannski frekar vör við það af því að bíllinn er stór. En miðað við mína reynslu af umferð í bænum, bæði einka og atvinnuakstur, þá eru það helst ungir ökumenn á litlum bílum sem ættu að taka sig á í akstrinum. Ég hef heyrt fullyrðingar hér á spjallinu um að þeir séu að spyrna upp í og yfir 140 km...

Re: Könnunin

í Jeppar fyrir 22 árum, 9 mánuðum
Jamm, en hún sýnir kannski hvað það er erfitt að gera könnun sem allir skilja eins. Þegar ég hugsa um Bronco þá hugsa ég um gamla Broncoinn, ekki Fullsize né Bronco II. Þegar ég hugsa um Blazer þá er það K5 en ekki litli bíllinn. Ef ég ber saman Bronco vs. Blazer miðað við mínar forsendur þá er ég að bera saman svolítið ólíka bíla, Blazer K5 er Fullsize en Bronco er eitthvað minni og léttari. Ef ég ber hinsvegar saman Fullsize bílana þá eru það mjög svipaðir bílar. Þá er þetta bara orðin...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok