B20 vélin var m.a. í 144 bílnum, ég held að B21 hafi komið um leið og 244 bíllinn og hafi svo haldið áfram í 240 bílnum. B23 var líka í 240 (oft ef bíllinn var með sjálfskiptingu). Lappinn fékkst allavegana með B20 (þori ekki að segja hvort hann hafi verið með fleiri tegundum). Það má vera að í sumum hafi verið B18 sem er sama blokk. Annars fyrir þá sem ekki vita þá tákna tölurnar stærð vélarinnar: B18-1,8 lítra B19-1,9 lítra (reyndar farin að nálgast 2,0) B20-2,0 lítra B21-2,1 lítra B23-2,3...