Mér finnst flest þessi nöfn bara svöl! :) En í sambandi við skondnar samsetningar á nöfnum, hafiði heyrt söguna (sem ég veit að vísu ekkert hvort er sönn) um konuna á stríðsárunum, sem varð ólétt eftir hermann? Svo þegar sonur hennar fæddist, var hann látinn heita Erlendur Sveinn Hermannsson. :D Stjúpa mín er frá Vestfjörðum, og þar hafa í gegnum tíðina tíðkast ýmis sérkennileg nöfn. T.d. þegar hún var ung, bjó þar einn maður sem hét því furðulega nafni Líkafrón, og allir héldu að það þýddi...