Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Greymantle
Greymantle Notandi frá fornöld Karlmaður
148 stig

Re: Hræðilegir verkir

í Heilsa fyrir 18 árum, 2 mánuðum
Leitt að heyra að þetta séu það þrálátir verkir að þeir séu farnir að skerða lífsgæði þín töluvert. Til að byrja með myndi ég fara aftur til læknis. Helst heimilislæknis og fá hann til að fylgjast með þeim úrræðum sem þú ert að beita. Þegar búið er að fá betri greiningu á vandamálinu, hugsanlega frá sérfræðingi, væri örugglega ekki vitlaust að fá uppáskrift í sjúkraþjálfun, til að styrkja vöðvana á svæðinu, gefið að gengið hafi verið úr skugga um að þetta tengdist stoðkerfinu. Verkir geta...

Re: Vöðvabólga?

í Heilsa fyrir 18 árum, 2 mánuðum
Ég myndi fara til læknis, þá geturðu fengið vottorð og tékkað af lyfjaskammtana í leiðinni. Þetta er aftan á öxlinni (djúpt) og leiðir upp í hnakka, right? Ég veðja á bólgu/herping í sjalvöðva, en getur auðvitað líka verið vandamál með hálshrygginn.

Re: Varg Vikernes - morðingi

í Metall fyrir 18 árum, 2 mánuðum
Stafkirkjurnar voru byggðar í byggingarstíl sem átti meira skylt við goðatrú heldur en kristni, og mjög verðmætar ma. af þeim sökum. Þar af leiðandi beinlínis kjánalegt að ráðast á þær.

Re: Vöðvabólga?

í Heilsa fyrir 18 árum, 2 mánuðum
Well, það ætti að duga til að slá á bólgu í öxlinni, er þetta búið að vera lengi?

Re: Vöðvabólga?

í Heilsa fyrir 18 árum, 2 mánuðum
Hvað tókstu mikið íbúfen?

Re: Tilgangur lífsins?

í Heimspeki fyrir 18 árum, 2 mánuðum
Til að lífið hafi tilgang í almennum skilningi, þyrfti einhver að hafa komið því í gang með ákveðin ásetning í huga. Hugtakið sem slíkt hefur ekki tilgang, en einhver gæti semsagt haft tilgang með því, þó svo ég sé ekki á þeirri skoðun. Þunglyndi er ekki heimspekileg skoðun, heldur sjúkdómur, ef að þú ert þunglyndir mæli ég með því að þú leitir til læknis.

Re: lesið þetta og svarið

í Heilsa fyrir 18 árum, 2 mánuðum
testósterón er ekki meginuppistaða stera. Anabólískir sterar eru skyldir testósteróni lífefnafræðilega.

Re: lesið þetta og svarið

í Heilsa fyrir 18 árum, 2 mánuðum
lýsingin á hvernig þetta á að virka er fyndin. Ef þetta hefði marktæk áhrif á hormónaframleiðslu, væri þetta lyf, og þar með ólöglegt. Ef þetta er löglegt er þetta jafnframt gangslaust.

Re: lesið þetta og svarið

í Heilsa fyrir 18 árum, 2 mánuðum
lol.

Re: Gosdrykkja..

í Heilsa fyrir 18 árum, 2 mánuðum
Finnst mér? Hvorutveggja, koffein og sykur eru vægt ávanabindandi efni. Vatn er dæmi um drykk sem er ekki ávanbindandi, þó að vatn (í einhverju formi) sé lífsnauðsynlegt, og við fáum skilaboð frá líkamanum ef við uppfyllum ekki hans kröfur um vatnsneyslu.

Re: Valentínusardagurinn

í Rómantík fyrir 18 árum, 2 mánuðum
Sú menning sem myndast hefur í kringum þennann dag, ff. í bandaríkjunum, er væmin og leiðinleg. No, its gotta be something warm and fuzzy, something like um.. Love Day, but not so lame……. [Trash of the titans]

Re: Lyftingar

í Heilsa fyrir 18 árum, 2 mánuðum
http://www.visindavefur.hi.is/index.asp?url=svar.asp?id=6488

Re: Lyftingar

í Heilsa fyrir 18 árum, 2 mánuðum
'Fæðubótarefni eru mjög mikilvæg fyrir þá sem eru að lyfta til að verða massaðari' Kannski andlega, en varla líffræðilega. t.d. http://www.landlaeknir.is/template1.asp?pageid=213

Re: Veikindi, æfa?

í Heilsa fyrir 18 árum, 2 mánuðum
streptókokkar eru bakteríur ;l

Re: Veikindi, æfa?

í Heilsa fyrir 18 árum, 2 mánuðum
uh, hvíla. Þú æfir ekki fyrr en veikindin eru alveg farin og sýklalyfjaskammturinn búinn.

Re: Gosdrykkja..

í Heilsa fyrir 18 árum, 2 mánuðum
Myndi ekki hafa of miklar áhyggjur af heilsuáhrifunum, en þú getur skipt yfir í grænt te fyrir koffeinið.

Re: Persónuárásir og meinyrði.

í Spunaspil fyrir 18 árum, 2 mánuðum
Hvað er að vera Soprano troll? Ég náði þessu aldrei almennilega.

Re: Gosdrykkja..

í Heilsa fyrir 18 árum, 2 mánuðum
Hvernig gos?.. i.e. er það fíkn í sykur eða koffein sem er að baga þig? Hvorutveggja er hægt að komast hjá bæði með því að hætta alveg, og með krókaleiðum, eins og sykurlausu gosi, sódavatni og tei.

Re: Hjálp.

í Heilsa fyrir 18 árum, 2 mánuðum
Jú, borða hollt og hreyfa sig. Ef þú getur cuttað á sykur þá hjálpar það mikið líka. Hreyfingarprógramið þitt hljómar annars allsvakalegt, ertu búinn að vera að þessu lengi?

Re: Neysti

í Heilsa fyrir 18 árum, 2 mánuðum
Bláir neistar geta komið af stöðurafmagni (teppum á gólfinu, plastí brettinu), það getur verið mjög óþægilegt án þess að vera hættulegt- há spenna, lágur straumur (eins og þú sennilega veist). Hinsvegar er skrýtið að það skuli hafa slokknað á hlaupabrettinu - fór rafmagnið af því? Fór öryggið? Spurðistu fyrir um þetta á staðnum?

Re: Krampi í kálfa

í Heilsa fyrir 18 árum, 2 mánuðum
Búinn að vera æfa mikið undanfarið? Svitna mikið? Borða lítið sem ekkert salt?

Re: banner

í Heilsa fyrir 18 árum, 2 mánuðum
Box (og sixpacks) hafa lítið að gera með heilsu, nema þá meiðsli og áverkar tengdir boxi auðvitað, þannig að ég styð breytingar í átt að einhverju heilsusamlegra.

Re: Persónuárásir og meinyrði.

í Spunaspil fyrir 18 árum, 2 mánuðum
Ágætt, þá erum við á sama máli.

Re: Meiðsli sem tengjast Boxi

í Heilsa fyrir 18 árum, 2 mánuðum
Sjúkraþjálfarar eru mjög vel menntaðir á þessu sviði þannig að hann hefur þetta allt á hreinu, og þar að auki er skoðun líka nauðsynleg við allar svona greiningar :D Hinsvegar hlítur þetta að vera ný notkun á whiplash, því eftir því sem ég best veit á það orð fyrst og fremst við um meiðsli og tognanir í hnakka, t.d. eftir umferðaróhöpp. Takk fyrir að miðla niðurstöðunni og ég vona að þetta lagist sem fyrst!

Re: Persónuárásir og meinyrði.

í Spunaspil fyrir 18 árum, 2 mánuðum
Nei, sumum fannst þó eins og spaugið þeirra væri túlkað á full alvarlegan hátt, rétt eins og spaugið hans Crestfallens um dverginn hans sem var grillaður á mínímótinu. Engin ástæða til að stoppa af svoleiðis skoðanaskipti og gera samskiptin steríl. Hafa bara common sense að leiðarljósi og sýna kurteisi en jafnframt taka samskiptum á Huga ekki of alvarlega, þetta er seminafnlaus spjallþráður eftir alltsaman, ekki Morgunblaðið.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok