Gamla góða kvæðið um jólasveinana segir þetta allt. Jólasveinarnir Segja vil ég sögu af sveinunum þeim, sem brugðu sér hér forðum á bæina heim. Grýla var þeirra móðir og gaf þeim tröllamjólk, en pabbinn Leppalúði, - það var leiðindafólk. Þeir voru þrettán þessir heiðursmenn, aem ekki vildu ónáða allir í senn. Lævísir á svipinn þeir leyndust hér og þar, til óknyttanna vísir, ef enginn nærri var. Þeir uppi á fjöllum sáust, - eins og margur veit, - í langri halarófu á leið niður í sveit. þeir...