Ertu nú viss um að það sé alveg pottþétt að foreldrar þessara barna reyki öll? Hefuru aldrei séð lítið, grátgjarnt og pirrað barn sem á foreldra sem reykja ekki? Þetta er nú ekki alveg svona augljós skipting eins og þú vilt meina, en það er samt staðreynd að börn reykingafólks eru í meiri áhættu hvað varðar astma, ofnæmi, öndunarfærasjúkdóma og annað slíkt og einnig fæðast þau oft minni. Það er samt ekki algilt, sum reykingabörn eru ekkert öðruvísi en önnur börn og sum börn sem eiga foreldra...