Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: Beisli í alla vagna og matarstóla.

í Börnin okkar fyrir 23 árum, 4 mánuðum
Ég hef alltaf haft börnin mín í beisli, bæði í barnavagninum og í matarstólnum. Ég er reyndar hætt með beislið núna á þessa yngri en hún er líka að verða tveggja ára og farin að hafa smá vit á því hvað hún er að gera. Ég skil hana samt aldrei eftir eina í háum matarstól, enda er hún hvort sem er farin að vilja nota venjulegan stól frekar (er svo stór sko). En aldrei hefði mér dottið í hug að hafa þær beislislausar í háum stól eða í barnavagni, og ef ég var með þær í innkaupakerru án beltis...

Re: Tvíburar

í Börnin okkar fyrir 23 árum, 4 mánuðum
Einhvernvegin hef ég enga trú á því að tvíburar almennt lendi eitthvað frekar í talörðugleikum en önnur börn. Ég get einhvernvegin ekki alveg séð að það að vera með tvíbura ætti að verða þess valdandi að það sé minna talað við þá, fólk beinir kannski frekar orðum sínum að báðum í einu, en að það sé eitthvað minna talað finnst mér skrítið. Annars væri gott að fá að heyra frá tvíburaforeldrum hér.<br><br>Kveðja, GlingGlo

Re: Flug og ólétta???

í Börnin okkar fyrir 23 árum, 4 mánuðum
Ok, mig minnir að þetta sé einhvernvegin svona: Í dag eru flugvélar það góðar að í þeim er ekki þessi þrýstingsmunur sem þótti slæmur fyrir óléttu hér áður, þannig að að þessu leyti er alveg óhætt að fljúga. Flugfélögin sjálf setja þó einhverjar reglur um þetta og það er bara misjafnt eftir félögum hvernig þær eru. Hjá sumum þarftu vottorð frá lækni um að allt sé í lagi með meðgönguna þannig að ólíklegt að eitthvað fari að gerast á meðan vélin er í loftinu þar sem skiljanlega er erfitt að...

Re: Polly

í Börnin okkar fyrir 23 árum, 4 mánuðum
Frábær mynd, ferlega flott í jólakort. Hehe já þær eru ansi líkar þér Polly 'skan :)<br><br>Kveðja, GlingGlo

Re: Jólakonfekt fyrir fullorðna :) :)

í Matargerð fyrir 23 árum, 4 mánuðum
Hvar fær maður konfektmót?

Re: Pilluáminning -SMS skilaboð

í Heilsa fyrir 23 árum, 4 mánuðum
Naaaa það er ekki alveg rétt, reynslan af hormónastautnum er bara mjög góð hingað til, aukaverkanir svipaðar og af pillunni, bara minni, vörnin 100% (pillan er t.d. 99%) og kostnaðurinn af honum er bara svipaður og af pilluskammti í sama tíma. Það eru í raun fáir gallar. En málið er að stauturinn er langtímavörn, virkar í 3 ár. Að sjálfsögðu er hægt að fjarlægja hann áður, en þá ertu að borga svolítið dýra getnaðarvörn. Þannig að ef þú ert t.d. að hugsa um getnaðarvarnir í 1-2 ár þá er...

Re: Barn kisur = hræðilegt?

í Kettir fyrir 23 árum, 4 mánuðum
Ég held að þetta sé alls ekki eins mikið mál og margir vilja meina. Toxoplasma getur jú borist með kattaskít, en ef þú ert búin að umgangast kettina þína lengi ertu líklega fyrir löngu smituð (þ.e. ef þeir hafa verið með þetta, sem er ekkert víst) og komin með ónæmi fyrir þessu og það ætti því ekki að hafa áhrif á barnið. Samt borgar sig að vera ekkert að vesenast í kattasandinum á meðan þú ert ófrísk. Eins með þetta að borða ekki illa steikt kjöt eða óþvegið grænmeti. Með blinda barnið sem...

Re: Helv&%$$% hundar !!!

í Hundar fyrir 23 árum, 4 mánuðum
Ég er alveg 100% sammála Zaluki. Þessar reglur eru að sjálfsögðu settar til að tryggja öryggi okkar. Ég persónulega vildi ekki taka sénsinn á að heyra síðar í fréttunum að barn væri illa bitið í andliti eftir sam hundinn og beit mitt barn. Smá skeina segiru, halló!!! Hundurinn reif úlpu barnsins og beit það samt til blóðs. Það er ábyrgð að eiga hunda og ef hundar eru ekki aldir þannig upp að þeir séu hæfir til að vera innan um anað fólk þá eiga þeir ekki að vera þar. Ég met börnin mín ofar...

Re: Helv&%$$% hundar !!!

í Hundar fyrir 23 árum, 4 mánuðum
Ég myndi hiklaust kæra. Þeir hefðu getað bitið í andlit eða aðra staði sem hefðu getað skaðað þig og dætur þínar mikið. Hundar eiga að sjálfsögðu að vera á ábyrgð eigenda sinna og eins og einhver benti á þá finnst mér alveg jafn trúlegt að þeir geti gert þetta aftur undir svipuðum kringumstæðum fyrst þeir gera þetta núna. OK ég skil að þú viljir ekki hafa á samviskunni að hundur var aflífaðu, en viltu frekar hafa á samviskunni að þeir stórslasi eitthvað barn???

Re: Svart og hvítt verður grátt!

í Rómantík fyrir 23 árum, 4 mánuðum
Voðalega finnst mér þú gera mikið mál úr tiltölulega einföldum hlut. Er ekki bara málið að prófa og sjá hvernig þið aðlagist? Ef þið ekki einu sinni gefið þessu séns þá eigið þið alveg örugglega eftir að sjá eftir því alla ævi og hugsa oft um það hvort þetta hefði nú kannski gengið. Sambönd og ást er alltaf smá áhætta, það er ekkert garanterað og þú græðir ekki neitt nema með því að prófa, annars ertu búinn að tapa áður en þú byrjaðir. Vertu ekki svona mikið chicken, gefðu þessu séns, þá...

Re: Veljið kvikmyndir við hæfi

í Börnin okkar fyrir 23 árum, 4 mánuðum
Well mín kæra, dóttir mín er 6 ára, að verða sjö og ég veit að hún myndi elska svona mynd, hún er bara sú týpa. Fór t.d. á Jurassic Park og fannst hún FRÁBÆR. Henni finnst líka miklu meira sport að fara í bíó en að sjá eitthvað á vídéo. Þið vitið alveg að þetta er tfvennt ólíkt, sérstaklega þegar maður er krakki. En hún kann ekki að lesa nógu vel enn til að geta lesið textann, er rétt farin að stauta sig áfram, og ef mér dettur í hug að fara með hana á þessa mynd þá bara geri ég það og ég...

Re: Veljið kvikmyndir við hæfi

í Börnin okkar fyrir 23 árum, 4 mánuðum
Ég held að maður verði bara að meta sjálfur hvað barnið manns þolir. Eldri mín var nú ekki gömul þegar ég fór fyrst með hana í bíó og henni fannst allt æði, á meðan frænka hennar var stjörf af hræðslu. Mér finnst nú allt í lagi að fá að útskyra fyrir börnum á barnasýningu, myndi ekki angra mig nokkurn skapaðan hlut. Mörg börn hafa faman af þessu og finnst þetta spennandi og mér finnst frekar óréttlátt að ætlast til að börn fái ekkert að fara á erlendar myndir fyrr en þau geti lesið textann...

Re: mæja býfluga hætt að stinga!!!!

í Börnin okkar fyrir 23 árum, 4 mánuðum
Hehe, það er greinilegt að þú átt ekki börn, Mín skotta er tæplega tveggja ára og hún gjörsamlega ELSKAR Stubbana. Þetta er nefninlega svo akkurat passlegt barnaefni fyrir þennan yngsta aldurshóp. Þú getur ekki miðað hlutina út frá hvað þér finnst núna eða hvað þér fannst þegar þú varst 5-10 ára. Ég stórlega efast um að þú munir eftir hvað þú hafðir gaman af þegar þú varst 1-3 ára. Stubbarnir eru akkurat með þessar endurtekningar (aftur, aftur), einföldu orð og setningar sem svona lítil börn...

Re: könnunin

í Börnin okkar fyrir 23 árum, 5 mánuðum
Nei ég er nú sammála að orðalagið er frekar fáránlegt. En þetta á samt alveg við hér á börnin okkar, börn byrja nú yfirleitt snemma að fitla við kynfæri sín og það er bara eðlilegt. Ég tók það sem svo að það væri verið að kanna hvenær fólki finnist eðlilegt og/eða viðurkennt að krakkarnir byrji að fitla við kynfæri sín.<br><br>Kveðja, GlingGlo

Re: Frábær strákur!

í Börnin okkar fyrir 23 árum, 5 mánuðum
ROFL, það sem þessum álfum dettur í hug.<br><br>Kveðja, GlingGlo

Re: bílstólar og bleiur

í Börnin okkar fyrir 23 árum, 5 mánuðum
Ef stóllinn er of þröngur þá þarftu nýjan og stærri. Í sambandi við bleyjurnar þá er tæplega tveggja ára frekar ungt til að hætta með bleyju, en fer samt voða mikið eftir stelpunni þinni. Er hún eitthvað farin að sýna þess merki að vilja nota kopp og kunna það? Það er misjafnt hvort foreldrar taki bleyjuna allt í einu eða gera það rólegar, þú verður bara að finna út hvað hentar ykkur best. Ég skrifaði einmitt grein um það að hætta á bleyju, getur kíkt á hana hér:...

Re: Er okkur alveg sama hvað aðrir gera? Já

í Börnin okkar fyrir 23 árum, 5 mánuðum
Að sjálfsögðu er ég með beltin spennt. Og í sambandi við að stara inn um glugga þá er enginn að tala um það að við eigum að vera með röntgenaugu og vera með nefið ofn í hvers manns koppi. Sumt er bara mjög augljóst og ekki hægt að komast hjá að taka eftir og þá finnst mér helber heimska og kæruleysi að gera ekkert í málunum. Við erum ekki að tala um að við séum ekki að treysta meirihluta fólks til að ala upp börnin sín, heldur að við eigum ekki að láta afskiptalaus þau fáu dæmi þar sem fólk...

Re: Réttur okkar allra.

í Börnin okkar fyrir 23 árum, 5 mánuðum
Háleitar hugsjónir en ekki alltaf hægt að framfylgja þeim því miður. En mig minnir að þjóðir sem tilheyra sameinuðu þjónunum taki mið af þessu varðandi t.d. barnalög þótt lögin séu ekki alls staðar eins.

Re: annað barn

í Börnin okkar fyrir 23 árum, 5 mánuðum
Prófaðu að sleppa því að ræað þetta í svolítinn tíma. Kannski er hann bara orðinn þrjóskur líka ;) En það er sko ekkert víst að hann verði á sömu skoðun eftir 2-3 ár, þá kannski dauðlangar hann í barn. Plús það að þú ert nú ekkert á síðasta snúning með þetta.

Re: Kara Mist

í Börnin okkar fyrir 23 árum, 5 mánuðum
Ojá, þekki sko þetta með báðar mínar, húfa og stígvél = útiföt.<br><br>Kveðja, GlingGlo

Re: Tilfinningarbylgjurnar

í Börnin okkar fyrir 23 árum, 5 mánuðum
Tíhí, eins og spakur maður mælti: ef þú ert pirraður á barninu þínu horfðu þá á það þegar það sefur, það er nefninlega ekki hægt að vera argur út í sofandi barn :) Laaaaangbesta aðferðin til að hætta að pirrast á börnunum sínum.

Re: Blíðfinnur í Borgarleikhúsinu

í Börnin okkar fyrir 23 árum, 5 mánuðum
Ég hef farið með mína eldri á Galdrakarlinn í Oz og Pétur Pan og svo bauð amma hennar henni á Blíðfinn. Ég skemmti mér sko ekkert síður en hún á þessum tveimur fyrrnefndu leikritum, Galdrakarlinn í Oz stóð þó upp úr, æðislegt leikrit :) Hún var bara rétt um 3ja ára þegar við fórum á það og fannst það æði. Hún lék líka “Dóróteygju” í marga mánuði á eftir. Það var svona ekta ævintæýri með nornum og öllu. Rosa spennandi. Pétur Pan var líka mjög skemmtilegur, þá var hún ca 4 ára og svo núna á...

Re: Tilfinningarbylgjurnar

í Börnin okkar fyrir 23 árum, 5 mánuðum
Hehe, hvaða mamma kannast ekki við þetta. Elskan mín góða, ég geri þetta stundum enn í dag og stelpurnar mínar eru að verða 2ja og 7 ára.

Re: Furðuleg heimsókn til hjúkkunnar.

í Börnin okkar fyrir 23 árum, 5 mánuðum
Ömm var einhver að tala um að fólk sem léti börnin sofa inni væri heilaþvegið? Rannsóknir hafa einfaldlega sýnt að það er hvorki verra né betra fyrir börn að sofa úti. Foreldrar verða bara að taka ákvörðun um það sjálft hvort þeir vilja að börnin sofi inni eða úti. Sum börn sofa einfaldlega betur úti, önnur ekki.

Re: Er okkur alveg sama hvað aðrir gera?

í Börnin okkar fyrir 23 árum, 5 mánuðum
Jamm creepz, ég efast ekkert um að barnaverndarnefd fái fullt af ábendingum sem eru alveg út í hött, en eins og danna sagði þá kemur það líka bara í ljós þegar málin eru skoðuð hjá þeim að það er allt í lagi.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok