Jú kjöt er mjög ríkt af járni, það er svo til ekkert af járni í mjólk (sama á við um móðurmjólk). Reyndar járn í grænu grænmeti, og barnagrautar eru yfirleitt járnbættir, en mannfólk nýtir betur járn úr dýraríkinu. Svo að því leyti er kjöt æskilegt :) Sérstaklega eftir 6 mánaða aldurinn því þá fara járnbirgðir barnanna (sem þau fæðast með) að minnka. Samt er alveg hægt að fá nóg járn úr grænu grænmeti og grautum ef maður passar það bara vel. <br><br>Kveðja, GlingGlo