Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: nöfn systra eða bræðra í stíl

í Börnin okkar fyrir 23 árum, 4 mánuðum
Mér finnst nú bara hallærislegt að vera að gefa börnum nöfn sem passa saman til að það líti vel út á einhverju skilti. Mér finnst einmitt að börn eigi að fá nöfn sem þau njóti sjálf og séu ekki endurgerð eða viðhengi við einhver önnur nöfn. T.d. er nú mælt með að gefa tvíburum ólík nöfn til að ýta undir sjálfstæði hvors persónuleika fyrir sig.<br><br>Kveðja, GlingGlo

Re: missa mjólkina

í Börnin okkar fyrir 23 árum, 4 mánuðum
Þetta er tekið af netdoktor.is: Hvað geturðu gert til að auka mjólkurmyndunina? Ef mjólkurmyndun hefur minnkað eða barnið er að taka vaxtarsprett getur þú þurft að auka mjólkurmyndun þína. Besta ráðið er að leggja barnið oftar við brjóstið. Lofaðu barninu að drekka eins oft og lengi og því lystir. Það getur verið góð hugmynd að skipta um brjóst á 10 mínútna fresti til að örva barnið. Ef barnið er syfjað þarf að vekja það og halda því við efnið. Gefðu barninu bæði brjóstin í hvert skipti svo...

Re: missa mjólkina

í Börnin okkar fyrir 23 árum, 4 mánuðum
Því oftar sem þú setur hann á brjóst, því meira örvast mjólkurframleiðslan. Vonandi þarftu bara að vera þolinmóð í nokkra daga og þá er framleiðslan komin í samt lag aftur. Vertu bara dugleg að drekka og ekki gefa honum þurrmjólk nema þér finnist hann virkilega þurfa þess, því ef hann fær pela í staðin fyrir brjóstið þá auðvitað nýtist sú gjöf ekki til að örva mjólkurframleiðsluna. En þetta er bara eitthvað sem þú verður að meta sjálf, hefuru orku og þolinmæði í að vinna mjólkina upp aftur?...

Re: Nýbyrjaður að læra að lesa

í Börnin okkar fyrir 23 árum, 4 mánuðum
ROFL, æ þau eru yndisleg :)<br><br>Kveðja, GlingGlo

Re: er hægt að treysta eftir framhjáhald?

í Rómantík fyrir 23 árum, 4 mánuðum
Ég held að þetta fari rosalega eftir aðstæðum hverju sinni. Það er ekkert voðalega auðvelt að stökkva til og hætta með manneskju sem er kannski búin að vera félagi þinn í 15 ár, á börn með þér og þið eruð búin að byggja ykkur heimili og framtíð saman. Þetta er kannski manneskja sem þú ert búinn að elska í öll þessi ár og þá spurning um að vega og meta hvort er betra, að tapa henni og öllu ykkar lífi saman, eða að búa með henni áfram og fyrirgefa og vinna í því að bæta sambandið. Satt að...

Re: Strákurinn hennar GlinGló

í Börnin okkar fyrir 23 árum, 4 mánuðum
LOL veistu, það fannst mér líka hahaha :)<br><br>Kveðja, GlingGlo

Re: Strákurinn hennar GlinGló

í Börnin okkar fyrir 23 árum, 4 mánuðum
Oh takk, mér finnst þetta frábært :)<br><br>Kveðja, GlingGlo

Re: Kúlubúinn

í Börnin okkar fyrir 23 árum, 4 mánuðum
Hehe, ég veit að þetta er ekki 100% örugg, en þetta var samt eitthvað svo greinilegt. Bæði sást þetta ekki bara í eitt skipti heldur a.m.k. 3 og frá aðeins mismunandi sjónarhornum og í eitt skiptið sást greinilega pungur líka. Svo ég er nokkuð örugg með að þetta sé strákur, allavegana svona 98% viss :)

Re: í jarðarför

í Börnin okkar fyrir 23 árum, 4 mánuðum
Börn hugsa líka ekki um dauðann alveg eins og við fullorðna fólkið. Þessi frænka þín er svona rétt að komast á þann aldur að hún fer að skilja að dauðinn er eitthvað endanlegt sem við öll eigum eftir að lenda í. Sorgin birtist líka oft á annan hátt hjá þeim en fullorðnum. Æ grey stelpan, þetta er nú meira óréttlætið að vera að eyða öllum ömmunum og öfunum :(. Örugglega svolítið erfitt að vera svona lítil og (lang) ömmurnar og afarnir akkurat á þeim aldri að þau eru að falla frá.

Re: Bræður: Finnst ykkur þetta ekkert óþægilegt?

í Rómantík fyrir 23 árum, 4 mánuðum
Nei nú er ég ekki sammála, mér finnst mjög gaman að fara út að djamma með mínum vinkonum án elskunnar minnar einstaka sinnum og honum finnst alveg örugglega fínt að fara án mín stundum. Samt finnst mér líka rosalega gaman að djamma með honum, hann er svo helv… skemmtilegur djammari :)

Re: jólin eru feik!!

í Hátíðir fyrir 23 árum, 4 mánuðum
Sammála, það er nú svolítið skrítið að halda því fram að maður sé í rosa jólaskapi og njóti þess í botn að skrifa hlýlegar athugasemdir til náungans og á sömu stundu vera með níð og skítkast hér. Annars er ég ekki sammála greinarhöfundi, jú það er alveg margt til í sumu, t.d. að sumir séu að gera allt of mikið stress úr þessu og finnst að þeir verði að eyða svona og svona miklu í jólagjafir, en ég tek eiginlega heilshugar undir með EstHerP, jólin eru bara það sem ÞÚ gerir þau að. Mér finnst...

Re: blobb

í Rómantík fyrir 23 árum, 4 mánuðum
Nei gæsa og steggjapartý sem slík eru ekki íslenskur siður, en það hafa myndast svona ákveðnar hefðir í sambandi við íslensku gæsa/steggjapartýin sem því miður hafa gengið svolítið mikið út á að gera lítið úr gæsinni/steggnum og láta þau gera sig að algjörum fíflum. Sem betur fer er það að breytast aðeins. Þessi niðurlæging er held ég ekki svona sterk hefð í Bandaríkjunum.

Re: Bræður: Finnst ykkur þetta ekkert óþægilegt?

í Rómantík fyrir 23 árum, 4 mánuðum
Ég held reyndar að þetta sé mjög svipað farið með stelpur, þ.e. það eru margar sem eru kannski ekkert of hrifnar af því að hann fari út að djamma með vinum sínum. Reyndar er þetta held ég rosalega misjafnt eftir einstaklingum. Ég persónulega hef aldrei skilið þetta að vera fúll/fúl ef kærastan/kærastinn fer eitthvað með sínum vinum. Mér finnst reyndar sjálfsagt mál að bera það undir makann hvort hún/hann sé sátt(ur) við að maður skreppi út með sínum vinum, enda myndi minn maður aldrei verða...

Re: könnunin - barnastærð

í Börnin okkar fyrir 23 árum, 4 mánuðum
Já reyndar, en það kemur líka ekki fram hve stópr hluti þessara “litlu” barna voru fyrirburar.<br><br>Kveðja, GlingGlo

Re: Gabríel Máni

í Börnin okkar fyrir 23 árum, 4 mánuðum
LOL já var það ekki. Það er merkilegt hvað þessi börn eru alltaf lík feðrum sínum (ehemm) :)<br><br>Kveðja, GlingGlo

Re: mjólkuróþol eða ofnæmi?

í Börnin okkar fyrir 23 árum, 4 mánuðum
Það er ekki nýmjólkurduft í Gerber ungbarnagrautunum, þú getur blandað þá með t.d. soyjamjólk og bragðbætt með smá ávatamauki.

Re: mjólkuróþol eða ofnæmi?

í Börnin okkar fyrir 23 árum, 4 mánuðum
Ég mæli nú ekki með að vera að sulla með eitthvað kakóbland fyrir svona ungt barn, sérstaklega ef hann er eitthvað ofnæmisgjarn. Best er bara að bíða og sjá hvort hann venjist ekki bragðinu, börn eru svo vanaföst að þeim finnst allt nýtt bragð yfirleitt hálfvont fyrst. Svo er heldur ekkert sniðugt að vera að koma honum upp á eitthvað nammibragð, gæti komið þér í koll seinna. Lnagflesar þurrmjólkurtegundir eru unnar úr kúamjólk, en það eru til sérstakar blöndur fyrir viðkvæm börn og börn með...

Re: Hvar verði þið um jólin?

í Rómantík fyrir 23 árum, 4 mánuðum
Við verðum saman fjölskyldan, þ.e. ég kallinn og stelpurnar, á aðfangadagskvöld, borðum saman og sjáum svo hvort við náum ekki að opna einhverja pakka áður en ég fer að vinna. Þessi jól þarf ég nefninlega að vinna frá 20 til 23:30, þannig að kallinn og krakkarnir fara til mömmu og pabba í jólakaffi á meðan ég er að vinna, og sækja mig svo aftur þegar ég er búin. Foreldrar hans búa úti á landi. Annars þá höfum við haft þann hátt á að við borðum heima hjá okkur og opnum pakkana þar, og förum...

Re: mismunandi jólasiðir

í Börnin okkar fyrir 23 árum, 4 mánuðum
Já elskan mín ég skil þig alveg :) Mér þætti nú ferlega skrítið að hafa ekki stelpurnar mínar hjá mér á jólunum.

Re: mismunandi jólasiðir

í Börnin okkar fyrir 23 árum, 4 mánuðum
Einmitt, en verður þetta ekki bara hluti af jólehefðunum þegar fram líða stundir? Þ.e. að jólin skiptist á milli mömmu og pabba?

Re: mismunandi jólasiðir

í Börnin okkar fyrir 23 árum, 4 mánuðum
Við erum enn að pússla saman siðum hjá okkur. Á mínu heimli voru ekki neinir svona sérstakir siðir. Tréð var yrfileitt skreytt á aðfangadagsmorgun og það var misjafnt hvað var í jólamatinn, en það tengdist líka búsetu þar sem við bjúggum í 7 ár erlendis. Núna er mamma alltaf með kalkún á jólunum en við hérna skötuhjúin höfum haldið okkur við hamborgarhrygginn. Erum að reyna að koma okkur upp möndlugjafarhefð, gleymdum því síðast LOL, en kannski munum við betur eftir því núna þegar stelpurnar...

Re: Að eignast systkini

í Börnin okkar fyrir 23 árum, 4 mánuðum
Langaði svona að bæta við að þessi ofurábyrgðartilfinning Elísu gerði það að verkum að hún er ákveðin í því núna að eignast EKKI börn sjálf því það er svo erfitt að passa þau :/ Held að hún hafi tekið allt, allt of mikla ábyrgð á sig á sínum tíma og það tók dágóðan tíma áður en hún fór að slaka á í sambandi við systur sína. Þetta var ekkert sem við vorum að pressa upp á hana, langt frá því. Hún er bara svona karakter en því miður var þetta líklega meira en hún höndlaði. Ég vona samt að hún...

Re: Litlar kellingar

í Börnin okkar fyrir 23 árum, 4 mánuðum
LOL en fyndið, já þetta eru upprennandi húsmæður hehehe :)<br><br>Kveðja, GlingGlo

Re: Að eignast systkini

í Börnin okkar fyrir 23 árum, 4 mánuðum
Ég sagði Elísu mjög snemma að hún ætti von á systkini. Þá var hún ca 4 1/2 árs og ætli ég hafi ekki verið komin svona um 9-10 vikur á leið. Hún varð alveg ofboðslega ánægð og þetta var leyndarmálið okkar og hún lofaði að segja engum og hún stóð alveg 100% við það, sagði ekki nokkrum einasta manni. Hún fékk að taka þátt í öllum undirbúningi og hlakkaði rosalega til að verða stóra systir, en var samt alveg merkilega þolinmóð að bíða þennan langa tíma. Þegar barnið fæddist þá ætlaði hún nú bara...

Re: blobb

í Rómantík fyrir 23 árum, 4 mánuðum
Er þetta ekki akkurat þessi íslenska hefð :Þ :)
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok