Við verðum saman fjölskyldan, þ.e. ég kallinn og stelpurnar, á aðfangadagskvöld, borðum saman og sjáum svo hvort við náum ekki að opna einhverja pakka áður en ég fer að vinna. Þessi jól þarf ég nefninlega að vinna frá 20 til 23:30, þannig að kallinn og krakkarnir fara til mömmu og pabba í jólakaffi á meðan ég er að vinna, og sækja mig svo aftur þegar ég er búin. Foreldrar hans búa úti á landi. Annars þá höfum við haft þann hátt á að við borðum heima hjá okkur og opnum pakkana þar, og förum...