Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: Memory of My Baby Boy, Michael Anthony

í Börnin okkar fyrir 23 árum, 1 mánuði
Ég verð nú bara aðeins að taka undir með Roland. Maður hlýtur að mega hafa skoðanir þótt þær séu ekki endilega bara að þetta sé æðislegt. Ég er verð að viðurkenna að svona sögur fara svolítið í taugarnar á mér og minna mig einmitt á keðjubréf. En fólk má auðvitað finnast það sem það vill og það má vel vera að móðir þessa drengs (ef þetta er sönn saga) fái útrás fyrir sorg sína á þennan hátt. Mér er samt meinilla við að fá svona sögur sendar í pósti, mér líður bara illa.

Re: Hvurslags skoðunnarkönnun er þetta

í Börnin okkar fyrir 23 árum, 1 mánuði
Jamm, er alveg sammála reyndar. Hvað flokkast sem alvarlegt?<br><br>Kveðja, GlingGlo

Re: pottastelpa

í Börnin okkar fyrir 23 árum, 1 mánuði
Mér finnst þessi mynd einmitt alveg æðisleg, hún er ekkert smá happí þarna :)<br><br>Kveðja, GlingGlo

Re: Myndin.......

í Börnin okkar fyrir 23 árum, 1 mánuði
Ef myndin er of stór þá kemur hún ekkert fram hjá mér og ég get því ekki látið vita að hún hafi ekki komið, ég sé hana einfaldlega ekki. Ég hef reynt að hafa þá reglu að leyfa nýrri mynd að njóta sín á aðalsíðunni í einn dag áður en ég set inn aðra. Stundum koma inn margar myndir í einu og þá samþykki ég þær eina í einu. Stundum er einhver mynd búin að vera lengi uppi áður en einhver sendir inn nýja og þá samþykki ég þessa nýju um leið og ég sé hana. Ef sama manneskjan sendir inn fleiri en...

Re: oj oj oj

í Börnin okkar fyrir 23 árum, 2 mánuðum
Gelding leysir engan vanda því karlmenn geta alveg haldið áfram að misnota lítil börn þótt þeir séu geldir. Annars þá hefur Steingræimur Njálsson fengið svo kolranga meðferð í dómskrefinu. Maðurinn er náttúrulega bara sjúkur og ætti að vera meðhöndlaður sem slíkur. Það dugar ekkert að henda svona fólki í fangelsi í nokkra mánuði í einu, það breytir ekkert hegðan þeirra. Auðvitað hefði hann bara átt að fá vistum og meðferð á stað fyrir geðsjúka glæpamenn, það hefði örugglega bjargað...

Re: Fóstureyðing?

í Börnin okkar fyrir 23 árum, 2 mánuðum
Kæra aza, ég held að þú hafir algjörlega svarað upphaflegum vangaveltum þínum sjálf með þessari síðustu athugasemd þinni. Nei þú ert ekki skrítin. Ég varð sjálf ólétt fyrir algjöra slysni af fyrsta barninu mínu, ætlaði sko ekkert að vera að eiga barn á þessum tímapunkti. Var ekki einu sinni í sambandi með barnsföðurnum. Þegar ég fékk niðurstöðuna um að ég væri ólétt gekk ég um gólf bölvandi og ragnandi og hugsaði um fóstureyðingu, en alltaf á milli stoppaði ég, tók utan um magann á mér og...

Re: Fóstureyðing?

í Börnin okkar fyrir 23 árum, 2 mánuðum
Fóstureyðing er ekki hlutur sem nein kona ætti að ganga í gegnum nema hún sé 100% sátt við þá ákvörðun. Ef þú efast á einn eða annan hátt þá er þessi lausn ekki sú rétta fyrir þig. Ákvörðunin á líka að vera algjörlega frá þér komin og því sem ÞÚ vilt, ekki hvað aðrir í kringum þig vilja, og ekki vegna áhyggna af öðrum. Varðandi það hvort þú og kærastinn hættið saman þá er það hvort sem er alltaf áhætta í lífinu. Sum pör hætta saman þó að þau eigi engin, eitt, tvö eða tíu börn og hvort sem...

Re: Konudags sölumennska.

í Rómantík fyrir 23 árum, 2 mánuðum
Ég er nú alveg sammála þér með að það er búið að gera þennan dag 8sem og bóndadaginn) að rosa sölumennsku. Munurinn á valentínusardeginum og þessum íslensku dögum finnst mér samt vera sá að konudagur og bóndadagur eru gamlir dagar sem haf lengi verið hér við lýði, á meðan valentínusardagurinn er innfluttur og einhvernvegin bara í þeim tilgangi að auka á sölumennskuna. Annars yrði ég líka hæstánægð með tásunudd, fá að sofa út og sleppa við að elda ;) (ég á sko líka kall á huga híhí )

Re: Pabbar eru æði

í Börnin okkar fyrir 23 árum, 2 mánuðum
Pabbi minn var sko æði, og er það enn. Hann lék við okkur í hamagangsleikjum, fór með okkur í spurningakeppni, sagði okkur tröllasögur og ævintýri á kvöldin, kenndi okkur hvað blómin hétu, sagði okkur frá merkilegum stöðum þegar við vorum í bíltúr, spilaði fyrir okkur á harmonikku og píanó, lyfði okkur að horfa á kábojamyndir á laugardagskvöldum… og skammaði okkur þegar við vorum óþekk ;)

Re: Öðruvísi matarlanganir/venjur á meðgöngu

í Börnin okkar fyrir 23 árum, 2 mánuðum
Mmmm, nú langar mig í kornflex.

Re: Ógleði á meðgöngu-engiferrót?

í Börnin okkar fyrir 23 árum, 2 mánuðum
Þetta er nú það sem ég fann á börn.is “Fersk engifer hefur róandi áhrif á þá sem eru bílveikir og hefur einnig virkað á þungaðar konur. Hægt er að rífa það niður í salatið eða kjötréttinn.” “Eftirfarandi kryddjurtir, sem geta komið af stað fósturláti og er því best að sleppa alveg á meðgöngu: Basil, kúmen fræ, sellerý fræ, engifer, fersk piparrót, savory, marjoram, múskat, rósmarý, saffron, steinselja, estragon og timian. Þessar jurtir þarf að forðast fyrstu þrjá mánuðina þegar mesta hættan...

Re: Ógleði á meðgöngu-engiferrót?

í Börnin okkar fyrir 23 árum, 2 mánuðum
Fann þetta á netdoktor.is: Það náttúruefni sem best dregur úr ógleði er engifer, en mikið af honum getur valdið fósturskaða á fyrstu þremur mánuðunum svo það skal farið varlega í að nota hann. Dauft te úr ferskum engifer einu sinni til tvisvar á dag er þó talið í lagi. <br><br>Kveðja, GlingGlo

Re: Hvað er að gerast í hausnum á henni ?

í Rómantík fyrir 23 árum, 2 mánuðum
Ég er nú svolítið sammála divaa, ef þú ætlar í samband þá máttu ekki fara í það með svaka tortryggni í pakkanum. Það er annaðhvort að láta bara vaða og taka þvi sem kemur, eða sleppa því (og sjá kannski alltaf eftir því). Mér heyrist á lýsingunum þínum að þessi stelpa sé nú virkilega hrifin af þér. Og það er svo mikið rétt að maður getur verið kolruglaður þegar maður hættir í sambandi. Ég hef sjálf verið í svona sporum, var að dandalast með strák, var svo hrifin af öðrum. var orðin alveg...

Re: passa huðina!

í Börnin okkar fyrir 23 árum, 2 mánuðum
Ég hef einmitt aldrei verið hrifin af Johnsons vörunum, kaupi þær bara aldrei. Ég notaði mjög sjaldan sjampó á börnin mín þegar þau voru lítil og það sem ég nota er sápa sem heitir InfaCare og er mjög mild. Bara smá dropi settur í hárið dugar fínt.

Re: Hvað er að gerast í hausnum á henni ?

í Rómantík fyrir 23 árum, 2 mánuðum
Láttu bara vaða. Þú ert búinn að sýna henni að hún kemst ekki upp með hvað sem er og það virðist hafa fengið hana til að átta sig á að hún getur ekki reiknað með því að þú bíðir endalaust eftir henni. Mér finnst kortið sýna mjög mikið. Hún býðst til að fara ef það er það sem þú vilt, en sýnist samt greinilega að það er ekki það sem hún vill. Láttu bara vaða, það er hvort sem er aldrei neitt garanterað í þessum málum. Það er eiginlega verra ef þú gerir ekkert og veltir svo fyrir þér það sem...

Re: Brúnkukrem

í Heilsa fyrir 23 árum, 2 mánuðum
Ja nú veit ég ekki með öll brúnkukrem, en allavegana notaði ég lengi eitt sem er frá Miranda´s (minnir mig að merkið hafi heitið, bara selt í heimakynningum) og það var rosa gott. Sú sem var að selja sagði að virkunin byggðist á að í kreminu væru sykrur sem dökknuðu þegar þær komust í snertingu við súrefni (líklega svipað og þegar epli sem hefur verið skorið í sundur dökknar í sárinu eftir að hafa verið í snertingu við súrefni í smá tíma). Það er allavegana ekkert spúkí við það...

Re: Duglega stelpan mín!

í Börnin okkar fyrir 23 árum, 2 mánuðum
Það er einmitt rætt um þetta í þessari bók sem ég benti á og t.d. farið í það hvernig á síðan að draga smátt og smátt úr umbundarkerfinu þegar búið er að festa ákveðna hegðun í sessi hjá barninu. Oftast eru þessi umbunarkerfi notuð þegar þarf að vinna með eitthvað ákveðið hjá barninu. Að sjálfsögðu er þetta ekki eina aðferðin sem hægt er að nota, bara ein af þeim.

Re: Duglega stelpan mín!

í Börnin okkar fyrir 23 árum, 2 mánuðum
Veistu, ég mæli bara með því að þú verðir þér úti um þessa bók, hún er algjör snilld. Hún er gefin út af Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands. Það eru nefninlega svo rosa margir góðir punktar og ýtarlega sagt frá aðgferðunum í henni.

Re: Duglega stelpan mín!

í Börnin okkar fyrir 23 árum, 2 mánuðum
Heh, ég er sjálf meyja og vantar gjörsamlega tuskugenið :) En þessi bók er alveg snilld, rosa margt sniðugt í henni. T.d. þessi svokölluðu “time out” eða einvera, eins og krilli bendir á. Svo er öllu lýst svo vel hvernig á að standa að þessu svo það sé rétt.

Re: Vil álit annarra!!

í Rómantík fyrir 23 árum, 2 mánuðum
Ja, mér væri allavegana ekki sama, það er alveg á hreinu. Ef vinkonan er almennilega vinkona og veit hvaða tilfinningar maður ber til stráksins þá lætur hún hann vera. Það er allavegana mín skoðun. Ef hún aftur á móti hefur ekki hugmynd um að maður er enn hrifin og heldur að maður sé löngu komin yfir gæjann þá finnst mér maður ekki hafa rétt á því að vera fúll. Annars held ég að góðar vinkonur ættu alltaf að geta rætt svona hluti og komist að sameiginlegri niðurstöðu sem báðar geta verið...

Re: Af hverju Valentínusardagur ?

í Rómantík fyrir 23 árum, 2 mánuðum
Ég verð nú að vera sammála kallinum sko, finnst þesi dagur ekkert annað en bandarísk sölumennska. Við höfum bóndadag og konudag og mér finnst það bara alveg nóg. Þetta er einhvernvegin bara enn einn dagurinn sem notaður er til að fá fólk til að kaupa gjafir og blóm svo verslunarliðið græði meira. Sé bara óksöp fátt rómantískt við þetta hér á landi.

Re: Duglega stelpan mín!

í Börnin okkar fyrir 23 árum, 2 mánuðum
Ég komst yfir frábæra bók sem heitir SOS! Hjálp fyrir foreldra, eftir uppeldisfrðinginn Lynn Clark og ég ætla að pikka hérna inn smá úr þessari bók: “Efnisleg umbun (lítið leikfang) og fríðindi (að fara í sund) hvetja börn til að bæta hegðun sína. Gerðu barni þínu kleift að safna merkjum, punktum eða stjörnum sem það getur keypt sér einhverja umbun fyrir. Þegar barnið hefur safnað ákveðnum fjölda punkta eða merkja getur það skipt á þeim og þeirri umbun sem það óskar sér. Það hvetur jafnt...

Re: hvað finnst ykkur???

í Rómantík fyrir 23 árum, 2 mánuðum
Hlauptu í burtu strax. Alkóhólisti sem er búinn að dömpa þér 4 sinnum???? Nei nei nei, engin framtíð í því.<br><br>Kveðja, GlingGlo

Re: Að bjóða góða nótt

í Börnin okkar fyrir 23 árum, 2 mánuðum
Hér er alltaf kysst og knúsað alla góða nótt. Sú stutta fer svo bara að sofa sjálf. Yfirleitt bið ég bænirnar með þeirri eldri, ætli ég geri það ekki líka með þeirri yngri þegar hún fer að hafa vit á því sjálf. Ég er ekki trúuð sjálf, en ég hef alveg kynnt Guð og bænir fyrir eldri stelpunni og þar sem hún vill biðja bænirnar þá finnst mér sjálfsagt að gera það með henni. Það er líka svona einhver öryggistilfinning við það að biðja Guð að passa sig þegar maður er lítill.<br><br>Kveðja, GlingGlo

Re: Má maður ekki monta sig smá?? :)

í Börnin okkar fyrir 23 árum, 2 mánuðum
Já hún er sko dugleg, sérstaklega þar sem hún er að læra tvö tungumál. Eruð þið þá ekki ansi dulega að tala við hana og lesa fyrir hana? Svona voru báðar stelpurnar mínar, rosalega fljótar til tals og ofboðslega hrifnar af bókum ;) Ég held líka að það sé rosalega gott að lesa fyrir börn strax frá mjög unga aldri, það flýtir fyrir málþroska og eykur orðaforða, plús hvað það er skemmtilegt. Svo skiptir líka máli hvernig maður talar við börnin. Ef maður notar meme og mumu þá læra þau það. Ég...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok