Elskan mín, eitt það besta sem ég geri er að leggjast í heitt bað og slaka á :) Ég hefði ekki gert þetta á fyrstu mánuðum meðgöngunnar, en núna er þetta eitt það besta sem ég geri þegar ég er þreytt og lúin eftir daginn. Og ég nú yfirleitt ekki lengur en 20 mín :) Eins og ég segi, allt er best í hófi.
Ja, á vissum aldri og ef maður er ekki í sambandi (oftast) er kannski ekkert voða jákvætt að verða óléttur. En þegar maður er kominn í samband og/eða tilbúinn að taka þá ábyrgð á sig að sinna litlu barni þá er þetta það besta og yndislegasta sem getur komið fyrir. Svo held ég að margir sem verða óléttir/barna einhverja án þess að það sé planað sjá þetta sem algjört disaster fyrst, en svo eftir smá tíma þegar maður er búinn að jafna sig þá er þetta bara yndislegt og tilhlökkunarefni. Börn eru...
Ef maður fær hita á meðgöngu, sérstaklega ef hann er að fara um og yfir 39 stig, þá er betra að taka verkjalyf (væg) til að lækka hitann, því verkjalyfin gera engan skaða þegar þau eru tekin eintaka sinnum, á meðan hitinn getur skaðað fóstrið.
Innilega til hamingju með þetta :) Það sem þú getur gert á meðgöngunni er að taka fjölvítamín sem inniheldur 400 míkrógrömm af fólínsýru, en það er skammturinn af fólínsýru sem er ráðlagt að ófrískar konur taki. Fólínsýra er nauðsynleg fyrir frumuskiptinguna og inntaka hennar minnkar líkur á að barnið fái galla eins og klofinn hrygg t.d. Nú svo er bara að reyna að borða hollan mat, drekka vel af vatni og minna af sætindum. Hlustaðu á líkama þinn, hreyfðu þig í hófi en ekki ofgera þér og...
Alveg sammála GiRND, ég vil helst útskýra á staðnum og vil ekki sussa um svona hluti. Ég er þeirrar skoðunar að það sé betra að vera bara hreinskilinn þó að manneskjan við hliðina á manni heyri. Ég held að fólki geti sárnað bara meira ef maður er að sussa og skammast sín ef börn spyrja og mín reynsla er að fólk tekur sjaldnast illa upp þó maður útskýri hluti fyrir framan það. Börn sætta sig líka oftast við einfaldar útskýringar. Skiljanlega hefur maður ekki alltaf skýringar á reiðum höndum,...
Ég hefði eflaust svarað því einhvernvegin á þann hátt að lífið er allt sem við gerum, allt sem við segjum og allt sem við finnum, og að þess vegna sé svo mikilvægt að vera góður og gera sitt líf og annarra gott.<br><br>Kveðja, GlingGlo
Ja eins og einhver sagði, þetta er svipað og að skylda fólk til að kaupa morgunblaðið af því að það langar til að lesa. Fólk er skyldað til að kaupa áskrift af rúv ef það langar til að horfa á sjónvarp.
Svo ég víki nú aftur að upphaflegu umræðunni þá er svona upplýsingabæklingur eða fræðsla örugglega ansi erfið í smíðum ef passa á að særa ekki viðkomandi. Einhver hluti þessa fólks myndi örugglega taka það illa upp og túlka sem svo að það sé verið að ásaka þau um að vera slæmir foreldrar. Ég er ekki að segja að það ætti að sleppa svona fræðslu, mér fyndist hún einmitt af hinu góða, en að mínu mati þyrfti mjög gott og diplómatískt fólk í að semja svona fræðslubæklinga eða sjá um fræðslu um svona efni.
merkilegt hvað þeir geta leyft sér að hundsa þessar skoðanir fólks, því þetta hefur svo margoft komi upp og ekkert virðist breytast. Tímarnir hafa bara breyst og ríkissjónvarpið (n.b. RÍKISsjónvarpið) situr enn á rassinum og neitar að vera með í því. það bara HLÝTUR að koma að því að þetta breytist, hvenær sem það nú verður. Hvað ætli fólk þurfi að gera til þess? Þetta minnir bara á litla einræðisstjórn sem þarf ekkert að taka tillit til skoðana undirsáta sinna.
Hey, víst heiti ég GlingGlo. GlingGlo PéturPansdóttir meira að segja. :) Ok gælunöfnum þá. Kannski maður kíki á Alþingi við tækifæri. Kveðja, GlingGlo PéturPansdótti
Jamm ég held mig mest á þessu áhugamáli, enda er það svona eiginlega mitt sérstaka áhugamál hér á huga. En ég hef reyndar tekið þátt í umræðum við þig og aðra annars staðar líka. Þá hef ég það allavegana á hreinu að þó að þú merkir flest innlegg þín með nafni einhvers, þá eru ekki endilega þær skoðanir þínar sem þar birtast beint til þess einstaklings sérstaklega. Stundum er ekki auðvelt að skynja raddblæ (ef svo má að orði komast) í gegnum netið.
Þú hefur það þá allavegana hér frá mér að mér finnst þú oft persónugera þín innlegg, sem allavegana mér finnst frekar óþægilegt stundum. Ég get að sjálfsgöðu ekki fullyrt hvað öllum öðrum finnst og biðst afsökunar á því, en ég veit þó um nokkra sem eru á sama máli og ég. Þú útskýrðir þitt mál fyrir mér, ég geri slíkt hið sama fyrir þér og útskýri hvers vegna ég fékk þá tilfinningu að þú værir að beina þessum athugasemdum til mín sérstaklega.
Eigum við ekki bara láta gmariu svara sjálfri ef hún telur þess þörf. Annars móðgaðist ég ekki neitt, víldi bara fá þetta á hreint. gmaria hefur þessa tendensa að persónugera öll innlegg sín sem mörgum finnst hreinlega óþægilegt. Annars skal ég með ánægju fara að æfa box ef þú býðst til að vera púðinn.
Kæra gmaria, þar sem svar þitt var stílað sérstaklega á mitt nafn hlýtur það samkvæmt eðlilegum rökum að vera ætlað mér frekar en öðrum og þ.a.l. innihald þess að höfða til mín sérstaklega. Er óraunhæft að álykta sem svo?
Og ertu með þessu svari að meina að mér finnist óþægilegt að horfast í augu við uppeldisaðferðir annarra þjóða af því að ég voga mér að halda því fram að útlendingar megi ekki berja börnin sín hér á Íslandi? Ég er bara ekki alveg að fatta pointið með þessu svari þínu.
Jamm ég tók því líka þannig fyrst. Svo voru svo margir farnir að taka undir að ég var ekki viss hvort ég ætti að gera eitthvað í þessu eða ekki. Well læt það þá bara eiga sig ;)<br><br>Kveðja, GlingGlo
Var það ekki pointið með þessari grein þinni, að vekja athygli á því sem betur mætti fara? Að sjálfsöðgu þyrfti að upplýsa innflytjendur miklu miklu meira en nú er gert, bæði um skyldur þeirra og réttindi.
Það er samt alveg á hreinu að það er bannað með lögum að beita börn ofbeldi og þó að við getum vel lagt okkur fram við að skilja og virða menningu erlendra íbúa hér þá er það skýrt brot á lögum að berja börn. Það á ekki að vera neitt vafaatriði eða flokkast undir mismunandi menningu sem okkur ber að taka tillit til. Þannig að þenna hluta uppeldis hlýtur þetta fólk að verða að leggja af með búsetu sinni hér ef það ætlar ekki að gerast brotlegt að lögum.
En akroklem, ertu þá ekki að refsa barninu enn meira með því að svipta það vinum sínum? Ekki nóg með að það sé lamið ef það gerir eitthvað af sér heldur fá vinirnir ekki að leika við það af því að það er lamið. Æ þetta er flókið mál. Ég skil þig alveg, en samt. Jú það má kannski leysa það þannig að hitt banrið fengi að koma í heimsókn til ykkar. Persónulega veit ég ekki hvað ég myndi gera því ég myndi sko alls ekki vilja að börnin mín yrðu vitni að svona ofbeldi. Ætli maður myndi ekki baa...
Ég sé nú ekki alveg tilganginn með kork fyrir einhleypa. Hvað ætlið þið að setja undir hann??? Tilheyra ekki sykursætar fyrirsagnir rómantík? Er það ekki þetta áhugmál? Allavegana er ég ekki alveg að fatta tilgangin með korki fyrir einhleypa, vinsamlegast útskýrið betur hvað þið viljið að falli undir hann.<br><br>Kveðja, GlingGlo
Vá hvað hann er orðinn stór. Algjör rúsína. Ég man þegar þú varst hér að pirrast á því að vera að bíða eftir að hann fæddist híhíhí. Rosalega líður tíminn hratt.<br><br>Kveðja, GlingGlo
Í sumum fylkjum er nú bannað að gefa brjóst á almannafæri, það þykir særa blygðunarkennd fólks. Það þarf nú ameríkana til að sjá eitthvað perralegt við það að gefa barni brjóst.
Sinadráttur stafar oft af óreglu á saltbúskap líkamans, aðallega natríum, kalíum og kalsíum. Það er því mjög gott að drekka t.d. buljong eða kjötseyði (inniheldur mikið af söltum), borða banana (innihalda mikið af kalíum) og kalkríka fæðu s.s. osta og mjólk. Það er hægt að kaupa sérstakt drykkjarbuljong sem er þá bara í duftformi og leyst upp í heitu vatni. Þetta gæti hjálpað. Við gefum mjög oft buljong á deildinni þar sem ég vinn ef fólk er með svona þekkta sögu um að fá sinadrætti og það...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..