Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: Meðgangan

í Börnin okkar fyrir 23 árum, 1 mánuði
Ég er ekki hér til að rífast við þig. Að sjálfsögðu hlýtur það alltaf að bæta almenna líðan ef næringin er í lagi, það segir sig nú sjálft. Líkaminn er flókið fyrirbæri og ég nenni ekki að fara í einhver smáatriði eða útskýra hitt og þetta. Þessi umræða spannst nú upphaflega út frá því að ég (og einhver önnur) bentum á að prótein í þvagi er ekki merki um næringarskort heldur merki um álag á nýrun, og ég fer ekki ofan af því. Það sem oft dugar vel á að draga úr einkennum meðgöngueitrunar eru...

Re: Meðgangan

í Börnin okkar fyrir 23 árum, 1 mánuði
BTW þá er ég ekki að rífa mig um hluti sem ég hef ekki kynnt mér, því ég hef kynnt mér þetta allt saman nokkuð vel skal ég segja þér.

Re: Meðgangan

í Börnin okkar fyrir 23 árum, 1 mánuði
stakka, við vorum aðeins að tala um að eggjahvíta í þvagi er EKKI merki um næringarskort per se, eggjahvíta í þvagi er merki um álag á nýrun. Ég er nú eiginlega 100% viss um þetta þar sem ég er hjúkrunarfræðingur og hef unnið þó nokkurn tíma á nýrnadeild. Lítil næring er ekki ástæðan fyrir eggjahvítu í þvagi. Hitt er svo annað mál að kærasta þín hefur örugglega verið komin með næringarskort og fengið hríðar vegna þess sem ljósmóðirin segir. Það er samt ekki meðgöngueitrun. Meðgöngueitrun er...

Re: Mannanafnanefnd

í Börnin okkar fyrir 23 árum, 1 mánuði
“ÞITT álit og ÞINN smekkur en af hverju á annað fólk að gjalda fyrir það að þú og mannanafnanefnd eruð sammála?” Ömmmmm, sé reyndar ekki hvernig álit EstHerar breyti nokkru þarna um. Er ekki óþarfi að gera hana ábyrga fyrir ákvörðunum mannanafnanefndar? Eða kannski hefur EstHer einhver svaka sambönd í mannanafnanefnd (efni í næsta hneykslismál á Íslandi). Hey EstHer, do tell :)

Re: Mannanafnanefnd

í Börnin okkar fyrir 23 árum, 1 mánuði
Ég verð nú að vera pínu sammála EstHer í þessu máli. Mér finnst alveg í góðu lagi að vernda íslenskar reglur, fallbeyginar og slíkt varðandi nöfnin. Persónulega finnst mér Anna Rósa líka mikið fallegra en Annarósa. Hvernig beygir maður Annarósa? Það yrði samkvæmt öllu að vera svona: Hér er Annarósa Um Annarósu Frá Annarósu Til Annarósu Svo er annað sem mig langar aðeins að benda á. Nafnið Berglind er venjulega beygt svona: Hér er Berglind Um Berglindi Frá Berglindi Til Berglindar Í raun væri...

Re: B-vítamín

í Börnin okkar fyrir 23 árum, 1 mánuði
Folasin er allavegana það sama og fólínsýra sem öllum konum er ráðlagt að taka aukalega á meðgöngu. Ekki hef ég hugmynd um hvernig þessi kúr á að virka við grindargliðnun. B-vítamínin Thiamin (B1), Riboflavin (B2), Niasin (B3), Pantothensýra og Biotin hjálpa til við að losa orkuna úr kolvetnum, fitu og próteinum. Pyridoxin (B6) aðstoðar við myndun rauðra blóðkorna og mótefna. Folasin (eða Fólínsýra) og Kobalamin (B12) eru mikilvæg fyrir frumuskiptingu, en það er aðalástæðan fyrir áherslunni...

Re: B-vítamín

í Börnin okkar fyrir 23 árum, 1 mánuði
Ég held nú að grindarlos og grindargliðnun séu bara tvö heiti á sama hlutnum. Vinkona mín fór á svona B-vítamín kúr sem ljósmóðirin hennar setti upp fyrir hana, einmitt vegna verkja sökum grindargliðnunar. Þetta virkaði allavegana mjög vel á hana. B-vítamín er vatnsleysanlegt vítamín, svo umframmagn skolast bara út með þvagi (svo lengi sem nýrnastarfsemin er alveg í lagi). Allavegana þarf maður að taka ansi stóran skammt á skömmum tíma til að það valdi einhverri eitrun. En allavegana hjá...

Re: Meðgangan

í Börnin okkar fyrir 23 árum, 1 mánuði
Tíhí, snjór og klaki já. Ég hef heyrt þetta frá fleiri ófrískum konum. Til hamingju með óléttuna annars ;) Nei þetta er mitt þriðja barn, ég á fyrir tvær stelpur og nú er von á strák, allavegna segir sónarinn það. Ég reikna aftur á móti ekki með að eiga fyrr en í kringum 20 maí, svo kannski hitti ég þig á fæðingardeildinni hahaha. Ég gekk fram yfir með báðar stelpurnar, 6 daga með þessa eldri og 14 með þá yngri, svo ég býst við að ég fari eitthvað fram yfir líka núna. Og já, meðganga og að...

Re: Meðgangan

í Börnin okkar fyrir 23 árum, 1 mánuði
Hey IceCat, hvenær áttu að eiga? Ég er nefninlega komin 7 mánuði líka, reyndar rúma 7, og er sett 11 maí ;)

Re: Mannanafnanefnd

í Börnin okkar fyrir 23 árum, 1 mánuði
Nei, það er alveg rétt, það er ekkert skrítið að fólk rugli þessu saman. Þess vegna er ég alltaf að rembast við að leiðrétta þetta. Ég fékk þetta í arf frá föður mínum, að reyna að halda við réttri merkingu íslenskra orða, beygja þau rétt og allt svona :) Get verið óþolandi tuðari við aðra sko hehehe.

Re: Mannanafnanefnd

í Börnin okkar fyrir 23 árum, 1 mánuði
Eitt sem pirrar mig alltaf, ég er svo mikill tuðari sko, maður SKÍRIR ekki börnin sín einhverjum nöfnum. Maður NEFNIR börnin sín, eða gefur þeim nafn. SKÍRN er allt annað dæmi. Skírnin er kristileg athöfn þar sem börn/fólk er skírt til kristinnar trúar, hreinsað af erfðasyndinni s.k., en orðið skíra merkir einmitt að hreinsa. Að vera skír er að vera hreinn/bjartur. Þegar presturinn segir: “Ég skíri þig Kristján blablabla…” þá er hann að tala við barnið, rétt eins og maður segir: “Ég ætla að...

Re: Meðgangan

í Börnin okkar fyrir 23 árum, 1 mánuði
Afskaplega finnst mér skrítið að læknar hafi talið ófríska konu vera með bulimiu, sumum konum verður nú bara hreinlega svona óglatt, því er nú ver og miður. En ég man ekki til að prótein (eggjahvíta) í þvagi sé tákn um næringarskort, aftur á móti er það klárlega tákn um álag á nýrun og getur bent til meðgöngueitrunar. Reyndar hef ég sjaldan heyrt sögur af því að konur þurfi að berjast fyrir því að vera lagðar inn vegna svona ástands, ég held að sem betur fer sé mæðraeftirlitið oftast mjög...

Re: Að flytja ketti með sér út.

í Kettir fyrir 23 árum, 1 mánuði
Ég hringdi í dýralækni og mér var sagt að fyrir ketti væri nóg að þeir væru ormahreinsaðir og með heilbrigðisvottorð. Það er ekki nauðsyn að þeir séu bólusettir, en það er auðvitað æskilegast. Samkvæmt síðunni sem lhg benti mér á þurfa þeir einnig að vera eyrnamerktir (frábær síða lhg, takk kærlega fyrir hana). Við myndum fara með flugvél og þá er hægt að senda köttinn þannig að hann væri í farangursrýminu (eða eitthvað þannig) og þá kostar það ca 500 kr á hvert kíló plús eflaust einhverja...

Re: Mannanafnanefnd

í Börnin okkar fyrir 23 árum, 1 mánuði
En Blær er kk orð, það finnst mér alveg réttlæta að því sé hafnað. Reyndar skil ég ekki afhverju Apríl er ekki leyft, það er alveg eins íslenskt.

Re: Að flytja ketti með sér út.

í Kettir fyrir 23 árum, 1 mánuði
Ástarþakkir fyrir upplýsingarnar, ég held að kisa litla komi bara með okkur út. Nú veit ég um eina stelpu sem verður himinlifandi :)

Re: sjúkdómahrædd!

í Heilsa fyrir 23 árum, 1 mánuði
Þú ættir líka bara að geta pantað tíma hjá kvensjúkdómalækni og látið hann skoða brjóstin og þreifa hvort eitthvað finnst. Annars þá get ég sagt þér að brjóstakrabbamein hefur mjög sjaldan í för með sér verki eða eymsli. <br><br>Kveðja, GlingGlo

Re: Emotional Drama!

í Rómantík fyrir 23 árum, 1 mánuði
BIÐJA HANN AFSÖKUNAR Á FOKKING HVERJU????? Ekki láta vaða yfir þig, þú áttir alveg rétt á að verða fúl. Það er enginn að segja að þú þurfir að vera fúl að eilífu, en þú þarft sko EKKERT að biðja hann afsökunar.

Re: Emotional Drama!

í Rómantík fyrir 23 árum, 1 mánuði
Ekkert vera að hafa móral, hann má alveg skammast sín smá fyrir að draga þig svona á asnaeyrunum. Ég reyndar hugsa að hann hafi nú ekki ætlað sér að særa þig, bara ákveðið eitthvað í hálfgerðu hasti, þ.e. hann hefur haldið að hann vildi samband, og komist svo að því að hann var ekki reddí í þetta. Það er eitthvað sem flestir ganga í gegnum einhverntíman, halda að þeir viti hvað þeir vilja en svo þegar á reynir var það ekki rétta ákvörðunin. En mér finnst hann alveg mega sitja og skammast sín...

Re: Að leita sér hjálpar...

í Heilsa fyrir 23 árum, 1 mánuði
martini, ég mæli með að þú reynir samt að safna kjarki og drífa þig til læknis, heimilislæknis eða geðlæknis. Þú getur alltaf hringt á geðdeild lanspítalans og fengið upplýsingar þar og örugglega pantað tíma. Svona fælni eins og þú lýsir er nefninlega yfirleitt þannig að hún gerir ekkert annað en að versna ef þú gerir ekkert í þessu og á endanum verður þú bara alein/n inni í herbergi og þorir ekki út. Besta ráðið við þessu er í raun að bara “face the fear”, þ.e. fara í þessar aðstæður sem...

Re: Er þetta Ísland í dag ?

í Deiglan fyrir 23 árum, 1 mánuði
Reyndar einn stór galli… ef hún á enga ættingja á lífi og fáa sem hún getur leitað til eftir aðstoð og stuðningi, hver á þá að vera ábyrgðarmaður á námsláninu hennar? Það er líka vesenið með kerfið á Íslandi, það þarf alltaf að redda einhverjum ábyrgðarmanni.

Re: Er þetta Ísland í dag ?

í Deiglan fyrir 23 árum, 1 mánuði
Því miður er það bara svo oft að fólk veit ekki hvaða rétt það hefur og ekki einu sinni að það hafi neinn rétt. Kannski veit Sigga ekki að hún geti fegnið styrki eða námslán, kannski veit hún ekkert hvert á að leita. Svo þegar fólk er orðið svona fast í einhverjum vítahring þá er rosalega erfitt að trúa að maður geti breytt einhverju, þetta fer hreinlega yfir í hálfgert þunglyndi og maður bara skrimtir áfram í sömu sporum og þorir ekki að breyta neinu af ótta við að lenda í verri málum. Það...

Re: Ólétt :o)

í Börnin okkar fyrir 23 árum, 1 mánuði
Þakka hrósið. Ég er samt ekki alvitur og mér getur samt auðvitað skeikað eins og öllum, eigum við ekki að segja svona 90% :) híhí, eða þannig. Ég fæ alveg eins góð ráð og hugmyndir frá ykkur eins og öfugt.

Re: Nauðsyn þess að virkja umburðarlyndi hjá börnum

í Börnin okkar fyrir 23 árum, 1 mánuði
Nákvæmlega, enda getur maður oft séð sjálfan sig í hegðun og talsmáta barna sinna.

Re: Ólétt :o)

í Börnin okkar fyrir 23 árum, 1 mánuði
Ég er alveg sammála þér icecat. Ég held ekki að hálft rauðvínsglas eða lítill bjór einstaka sinnum skaði. Það er kannski svipað og að drekka tvær malt. Ég held einmitt að þetta sé frekar hræðsluáróður akkurat af því að sumar vilja alltaf fara út í öfgana. Drekka sig kannski fullar á þeim forsendum að læknirinn hafi sagt að það væri svo slakandi, og gleyma að það átti við um EINN lítinn bjór en ekki eina litla bjórKIPPU. Hef svo sem lítið út á þennan hræðlsuáróður að segja þar sem ég hef...

Re: Ólétt :o)

í Börnin okkar fyrir 23 árum, 1 mánuði
Ef maður ætti að faa eftir öllu sem gæti mögulega verið skaðlegt eða gera allt sem gæti verið hollt og gott þá held ég að maður yrði bara geðveikur á að vera óléttur. Maður verður líka að nota smá kommon sens. Hver og ein verður bara að ákveða fyrir sig hvað hún gerir og hvernig hún metur áhættuna. Ég held að það sé samt svona alveg viðurkennt af öllum hér að ófrískar konur drekka sig ekki fullar og bryðja ekki lyf eins og þeim sýnist.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok