Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: Er eitthvað að því að hugsa um barneign...

í Börnin okkar fyrir 23 árum
það er nú samt þannig að öll slysabörn eru ekki vegna kæruleysis. Það er ekki til nein 100% örugg getnaðarvörn nema að stunda skírlífi hreinlega. Vissulega er oft um að ræða einhverskonar kæruleysi, en ekki alltaf. Lykkjan getur færst úr stað, penicillin minnkar vörn pillunnar (eitthvað sem fáir vita), smokkurinn getur runnið af o.s.fr. o.s.fr. Og ég held að “skrítið” sé ekki rétta orðið yfir fósturlát. Sorglegt, hræðilegt, áfall eru yfirleitt orð sem eiga betur við. Já og langflest...

Re: Er eitthvað að því að hugsa um barneign...

í Börnin okkar fyrir 23 árum
Ertu þá að meina að vinafólki þínu finnist þú of gömul til að fara að eignast börn? Eða að þeim finnist þú það gömul að þú ættir að fara að drífa í þessu? 28 er nú bara fínn aldur held ég, það er nú bara misjafnt hvenær fólk er tilbúið. Það er ekkert óeðlilegt við að vera smeykur ef maður hefur einu sinni lent í svona lífreynslu. Hins vegar er ekki neitt sem bendir til að þetta komi fyrir þig aftur. Það eru ótrúlega margar konur sem missa fóstur einu sinni á lífsleiðinni og örugglega miklu...

Re: Beðið með barneignir

í Börnin okkar fyrir 23 árum
Eflaust er þetta alveg til, en maður verður samt að passa sig með svona viðkvæm mál að koma því ekki frá sér eins og þetta sé einhver alhæfing. Reyndar skrifaði ég einmitt grein um stjúpfjölskyldur hér fyrir neðan og veit vel að það eru ýmis vandamál sem fylgja þeim.

Re: Beðið með barneignir

í Börnin okkar fyrir 23 árum
Sko, ég var í erfiðu námi með tvö börn og svo hef ég líka verið á vinnumarkaðnum, og satt að segja hafði ég oft meiri tíma fyrir börnin á meðan ég var í náminu. Þetta gekk allavegana vel upp hjá mér. En auðvitað hentar ekki það sama öllum

Re: Beðið með barneignir

í Börnin okkar fyrir 23 árum
Ég held reyndar að USA eigi metið í svona teenage pregnancies, allavegana af þessum vestrænu löndum, og þar er þetta mikið vandamál. Farðu nú samt varlega í að flokka stjúpfjölskyldur sem kynferðislegt vandamál, held að þar sértu nú aðeins að mála skrattann á vegginn.

Re: Beðið með barneignir

í Börnin okkar fyrir 23 árum
Áhugaverð grein og ég verð að hrósa þér fyrir að geta sett þetta upp án skítkasts og dómhörku sem því miður vill oft fylgja svona viðkvæmum málefnum. Ég held reyndar að það sé bara ofboðslega misjafnt hvað hentar hverjum og einum. Sumt fólk eignast börn ungt og gengur prýðisvel, annað kýs að bíða. Sumir hefðu viljað bíða, en ég held að enginn sjái eftir að hafa eignast börn þegar þau á annað borð eru komin. Það er líka bara mjög gott mál að velta þessum hlutum fyrir sér og spá aðeins í...

Re: Læknadóp og brauð.

í Stjórnmál fyrir 23 árum
Ja, ég ætla reyndar ekki að setja of mikið út á hann fyrir það. Það fyrsta sem manni dettur í hug er reyndar penicillin ofnæmi, þó mér hefði nú fundist hann hefði átt a.m.k. að kíkja á þetta. En allavegana þá myndi ég taka þetta fram ef þú þarft einhverntíman aftur á sýklalyfjum að halda, þ.e. að þú hafir fengið útbrot eftir Kåvepenin. Það er óþarfi að vera að taka einhverja áhættu því það er hægt að gefa önnur sýklalyf sem virka jafn vel.

Re: Of mörg lyf = heilbrigðisvandamál !

í Stjórnmál fyrir 23 árum
Það var nú mikil umfjöllun um ofnotkun sýklalyfja fyrir nokkrum árum og ég held og mér finnst að læknastéttin hafi tekið sig verulega á í þeim efnum. Við skulum vona að það sama verði upp á tengingnum núna í kjölfar þessarar umræðu um ávanabindandi lyf s.s. morfínlyf og að betra eftirlit komist á.

Re: Læknadóp og brauð.

í Stjórnmál fyrir 23 árum
Alveg sammála þessu. Svo er spurning hvernig hægt er að tryggja að ef sjúklingur leitar nýs læknis að sá hafi allan aðgang að fyrri upplýsingum um viðkomandi, t.d. lyfjanotkun, ávísaða lyfseðla o.s.fr.

Re: Stjúpfjölskyldur

í Börnin okkar fyrir 23 árum
Akkurat gmaria. Maður heldur stundum að maður sé einn í heiminum að kljást við eitthvað svona og finnst maður hálf misheppnaður að geta ekki látið allt ganga snuðrulaust fyrir sig. Svo kemst maður að því að það eru nú fleiri sem eru í sama pakkanum. Ég held að það sé líka nauðsynlegt að fólk geri sér grein fyrir að það er ekkert auðvelt að bræða saman stjúpfjölskyldu og átti sig á að þetta er hreinlega mjög krefjandi og krefst samvinnu, þolinmæði og tíma, ásamt auðvitað ást og umhyggju :)

Re: Læknadóp og brauð.

í Stjórnmál fyrir 23 árum
Phenergan já, það munar ekki um það. Einu skiptin sem ég hef fengið Phenergan er þegar ég var með brjálaðar hrtíðir og fékk þá Petidin og Phenergan til að aðeins minnka verkina og geta slakað aðeins á. Jájá, flensa og streptókokkar, ég á ekki orð. Skil svo sem þetta með bólgueyðandi, væntanlega með það í huga að aðeins minnka bólguna í hálsinum á þér, en ég hugsa nú að venjulegt parkódín hefði dugað þér vel. En fékkstu ekki sýklalyf?

Re: vondur pabbi.

í Börnin okkar fyrir 23 árum
En barnið á kannski skilið að fá að sjá pabbann. Það er nú aðalmálið sko. Þó svo að pabbinn sé enginn súperpabbi þá eru nú börn þannig að þau eru mjög foreldraholl og það myndi örugglega særa strákinn meira ef hann fengi aldrei að hitta pabba sinn.

Re: Smallville

í Sjónvarpsefni fyrir 23 árum
Reyndar eru til nokkrar útgáfur af þessu. Í gömlu Súpermannblöðunum eru foreldrar Clarks t.d. stundum ungir og stundum gamlir. Ég man eftir að hafa lesið teiknimyndasögu um Baby Superman og hann var þá í búning sem mamma hans saumaði. Reyndar í fyrstu Supermannsögunum þá gat Supermann ekki flogið heldur bara stokkið mjög hátt (yfir hús og svona). Oh ég var sko Súpermann fan þegar ég var krakki, bróðir minn átti tonn af þessum blöðum :)

Re: Smallville

í Sjónvarpsefni fyrir 23 árum
Tek undir þetta með Maxine. Þetta er sagan um æsku Supermanns. En mig minnir nú reyndar að búningurinn hafi komið til áður en Supermann fluttist til Metropolis og að mamma hans hafi saumað hann úr einhverjum efnum sem Supermann var vafinn inn í þegar hann kom til jarðarinnar. Efnið sem búningurinn er úr er nefninlega líka svona súperefni :) Það kemur í ljós hvernig þetta verður í þáttunum. Lex Luthor og Clark Kent voru æskuvinir þar til ákveðinn atburður kom upp á milli þeirra.

Re: Fyrstu sporin

í Börnin okkar fyrir 23 árum
Það kemur bara líka, engar áhyggjur. Hún er ekkert á eftir með þetta. Sum börn fara ekkert að ganga neitt með fyrr en ca ársgömul. Stelpan þín er alveg innan eðlilegra marka með þetta. Nú, ef þú hefur einhverjar áhyggjur skaltu bara hringja í hjúkrunarfræðinginn í ungbarnaeftirlitinu og spyrja hana út í þetta.<br><br>Kveðja, GlingGlo

Re: Fyrstu sporin

í Börnin okkar fyrir 23 árum
Vertu nú ekkert að hafa áhyggjur af þessu. Það er svo misjafnt hvenær börn fara að standa og þó hún standi á hælunum en ekki tánum þá efast ég um að það skipti nokkru. Þetta kemur bara með tímanum. Það er alveg eðlilegt að börn taki ekki fyrstu skrefin fyrr en allt að 13-15 mánaða og sum jafnvel aðeins seinna.<br><br>Kveðja, GlingGlo

Re: Mannanafnanefnd

í Börnin okkar fyrir 23 árum
Ég held reyndar að Sturla sé kk orð þó svo að það endi á a :)

Re: ein orkulaus

í Börnin okkar fyrir 23 árum
Hvað ertu komin langt á leið? Það er mjög algengt að konur séu mjög þreyttar í byrjun meðgöngu og ekki gleyma að þetta eru líka skilaboð frá líkamanum um að taka því rólega. Það er svo mikið að gerast á þessum tíma, blóðið er að aukast, fylgjan að stækka, hjartað að þjálfast (þarf að dæla meiru) o.s.fr. Um miðja meðgönguna eru konur oft fullar af orku (ekki allar samt:) og svo fara þær að þreytast aftur á seinni hlutanum þegar þær eru orðnar fyrirferðarmiklar og stirðar :) Hvíldu þig bara...

Re: morgunógleði eður ei...

í Börnin okkar fyrir 23 árum
Það er mjög misjafnt hvort og hversu mikla ógleði konur fá. Ég er ein af þeim sem er með svona 24 tíma ógleði í 4-5 mánuði, æli kannski ekki oft en samt af og til. Reyndar svolítið misjafnt á hverri meðgöngu. Sumar finna aldrei fyrir neinu á meðan aðrar æla lungu og lifur og þurfa jafnvel að leggjast inn með vökva í æð. Flestar konur held ég samt að finni fyrir einhverri smá ógleði á fyrstu 12-14 vikunum.<br><br>Kveðja, GlingGlo

Re: vondur pabbi.

í Börnin okkar fyrir 23 árum
Tek alveg heils hugar undir þetta með zjazja. Þetta myndi bara skapa gífurlega togstreitu með barninu, það á ekki að setja svona mikla ábyrgð á lítil börn. Hann myndi bara lenda í rosalegri krísu yfir þvi hvað hann ætti að segja svo hann særði hvorki mömmu né pabba.

Re: Sætar systur

í Börnin okkar fyrir 23 árum
Þetta er ferlega sæt mynd af þessum stelpuskottum öllum :) Og já stelpurnar þínar eru sko rosaflottar.<br><br>Kveðja, GlingGlo

Re: Morgunógleði

í Börnin okkar fyrir 23 árum
Humm… Nokkur ráð: Borða oft en lítið í einu. Passa sig að vera aldrei svöng og aldrei södd og þannig reyna að halda sem mestum stöðugleika á blóðsykringum. Forðast þungan, fitumikinn og sterkan mat. Fá sér tekex eða eitthvað annað þurrt kex þegar óleðin fer að gera vart við sig (sumum finnst líka þurrt rice crispies, cheerios eða kornflex virka vel). Sumum finnst gott að narta í gulrætur, epli o.s.fr. Oft er þetta einstaklingsbundið og misjafnt hvað hentar hverri konu best. Borða eitthvað...

Re: Börnin verða svona til....

í Börnin okkar fyrir 23 árum
LOL, æ þau eru svo frábær. Ein lítil sem ég veit um var skíthrædd við vinkonu mömmu sinnar eftir að hún komast að því að sú væri með barn í maganum. Þær skildu nú ekki alveg af hverju, þar til sú stutta hallaði sér hetjulega, þrátt fyrir hræðsluna, að þessari óléttu og hvíslaði skelfingu lostin: Ætlaru nokkuð að éta mig líka????<br><br>Kveðja, GlingGlo

Re:

í Rómantík fyrir 23 árum
Segðu henni þetta bara þegar þér finnst vera rétta mómentið. Ekki vera að rembast við að búa til eitthvað móment. Ef hún er virkilega hrifin af þér verður hún hæstánægð að heyra þetta.

Re: Myndir

í Börnin okkar fyrir 23 árum
Það hlýtur þá að vera eitthvað að hjá þér sem veldur því að þær sendast ekki því ég hef ekki fengið neinar myndir sendar frá þér. Ertu viss um að þær séu ekki of stórar í mb, þó að pixelstærðin passi? <br><br>Kveðja, GlingGlo
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok