Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: Strákar mínir....

í Rómantík fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Það er nú ekkert alltaf sem sambandsslit verða vegna þess að strákurinn gerði eitthvað rangt. Stundum passar fólk bara ekkert saman. maður missir kannski áhugann, finnur að akkurat þessi strákur var ekki sá sem maður var að leita að án þess að hann hafi í raun gert neitt rangt. Jújú stundum á það alveg örugglega við, en oft bara enda sambönd vegna engra sérstakra ástæðna, fólkið bara átti ekki saman. Annar aðilinn er kannki enn ástfangin og bitur út í hinn og skilur ekkert hvað fór...

Re: Victor Már í rólunni

í Börnin okkar fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Hann er algjör snúlli sko. Er hann ekki svona pínulítið líkur mömmu sinni? :)<br><br>Kveðja, GlingGlo

Re: Fæðing

í Börnin okkar fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Iss, hvað á ég að gera? Leggjast í bólið með tærnar upp í loft og láta mér leiðast? Nei takk, það er mikið skemmtilegra á netinu. Annars fórum við nú í ísbíltúr áðan, voða gaman :) Ég gekk 40 vikur og 6 daga með eldri stelpuna, 42 vikur með þessa yngri, svo ég er ekkert að búast við herra pjakkling í dag ;) Þetta gengur bara vel, ég er ekkert að drepast úr óþolinmæði. Bara orðin svolítið fyrirferðamikil ;)<br><br>Kveðja, GlingGlo

Re: Veik !!!

í Börnin okkar fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Gott að það fannst út hvað var að litla krílinu. Vona að henni líður betur núna :) Læknarnir í Dómus Medica hafa alltaf reynst mér vel og mér finnst miklu betra að fara beint til barnalækna með svona lítil kríli. Það eru bara ekkert allir sem hreinlega vita af því að það er Barnalæknavakt þarna.<br><br>Kveðja, GlingGlo

Re: Gifting

í Börnin okkar fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Hann á samkvæmt planinu að mæta á morgun, en ég býst nú ekkert við að hann sé stundvís frekar en systur hans. Reikna með að bíða í allavegana viku í viðbót, ef ekki tvær :)<br><br>Kveðja, GlingGlo

Re: Gifting

í Börnin okkar fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Nei þú varst að KVÆNAST addna. Luv ya :*<br><br>Kveðja, GlingGlo

Re: Elísa Auður, Arna Valdís og Ólöf Svala :)

í Börnin okkar fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Já þær voru alveg rosalega fínar í þessum kjólum og mamman alveg ægilega montin af stelpunum sínum. Þessi stutta fattaði nú ekki alveg hvað var í gangi en fannst greinilega að eitthvað mikið og merkilegt væri um að vera og söng því “hún á afmæli í dag” af mikill innlifun í vígslunni :) Fannst það greinilega tilheyrandi fyrst þetta var einhver merkisdagur :)<br><br>Kveðja, GlingGlo

Re: Gifting

í Börnin okkar fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Já ég var að gifta mig í gær :) Og takk fyrir hamingjuóskirnar þið sem senduð þær. Við ætluðum nú alltaf að gera þetta á hefðbundna mátann í kirkju með öllu húllumhæinu, en svo fannst okkur nú bara skynsamlegt að drífa í þessu fyrst við erum bráðum komin með 3 börn og þar að auki að flytja erlendis (jú til Noregs). Þannig að við létum gefa okkur saman hjá sýslumanni í gær og þetta var bara yndislegur dagur og mjög rómantískur :)<br><br>Kveðja, GlingGlo

Re: Bæjó

í Börnin okkar fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Nei hulda nú geriru mig reiða. Hættu þessu bulli og sjálfsvorkunn og viltu bara gjöra svo vel að halda áfram að skrifa hér og senda inn myndir. Þú veist jafn vel og við að það er engin skylda að eiga börn til að tjá sig hér. Svo skamm bara og ekki voga þér að hætta.

Re: Þarf að meta slysahættu leikfanga?

í Börnin okkar fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Þetta er rosalega sorglegt. Mér datt reyndar í hug að þetta hefði gerst einhvernvegin á þennan hátt, ekki með eðlilegum leik með sippuband. Því miður geta slys alltaf gerst :(<br><br>Kveðja, GlingGlo

Re: Þarf að meta slysahættu leikfanga?

í Börnin okkar fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Mér finnst nú líka spurning hvort það gæti ekki verið að stelpurnar hafi verið í einhverjum kjánalegum leik, t.d. að teyma hvora aðra með sippubandinu um hálsinn, leika hunda eða eitthvað þannig. Það geta held ég mörg leikföng verið hættuleg ef ekki er rétt með þau farið. Það er líka mikilvægt að brýna fyrir krökkum hvað megi alls ekki gera, t.d. að vera að setja band um hálsinn á hvoru öðru o.s.fr. Þetta er alveg afskaplega sorglegt mál :(<br><br>Kveðja, GlingGlo

Re: Veik !!!

í Börnin okkar fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Krakkar krækja sér oft í svona pestar á þessum aldri. Það er í raun mikilvægast að hún drekki nóg, sama hvað það er. Gefðu henni frekar lítið í einu og oft, þá er minni hætta á að hún kasti öllu upp. Frostpinnar, íspinnar, djús, gos, vatn… þetta er allt gott ef það fer ofan í hana. Svo getur verið sniðugt að gefa henni úr eggjabikar eða skemmtilegu glasi, þá finnst þeim oft meira sport að drekka. Ekki hafa áhyggjur þótt hún borði lítið, það kemur bara þegar hún fer að hressast. Haltu áfram...

Re: Öll von úti???

í Rómantík fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Mikið vorkenni ég ykkur sem virkilega hafið þetta attitude.

Re: Er ég óhæf bara vegna þess að ég er 19 og bý heima

í Börnin okkar fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Hmmmm, á ekkert að tala við strákana líka? Bera þeir enga ábyrgð á þessu???

Re: Tölvuleikir Blóraböggul foreldra?

í Börnin okkar fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Mér finnst fáránlegt að skella skuldinni á eingöngu tölvuleiki eða sjónvarpsgláp. Að mínu mati þá er þetta fyrst og fremst uppeldi og svo auðvitað eru til einstaklingar sem eru hreinlega veikir á geði. Svo finnst mér líka mikill munur á því hvort setið sé með barninu þegar það er að horfa á sjónvarp eða leika tölvuleik, og hlutirnir útskýrðir, eða hvort barnið fær bara að horfa á hvað sem er eftirlitslaust. Síðan er líka mjög misjanft hvað börn þola. Mín 7 ára getur alveg horft á spennandi...

Re: Að pissa á sig....

í Börnin okkar fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Alls ekki skamma hana, bara rétt eins og þú hefur gert, og ekki gera of mikið úr þessu heldur. Þetta er mjög trúlega tengt einhverju álagi í hennar lífi. Börn geta upplifað mikið álag vegna einhvers sem okkur finnst vera smámunir. Annars myndi ég láta tékka á blöðrubólgu bara til að vera viss um að það sé ekki það sem veldur þessu. Lítil börn fá ekki endilega þessi týpísku blöðrubólgueinkenni sem eldri börn fá. Annars held ég að það gæti verið ágætt að fara bara reglulega á klósettið með...

Re: MIRANDAS.......ég veit ekkert!!!!!!!!!

í Börnin okkar fyrir 22 árum, 12 mánuðum
Ja, eina Mirandas sem ég veit um er snyrtivörulína sem er seld á heimakynningum. Gæti verið að það sé eitthvað úr þeirri línu sem þú ert að meina? Ég man að Jojoba olían frá þeim var t.d. rosalega góð og notuð á allskonar kvilla, aðallega þá þurrkubletti og aðra húðkvilla. Ég man nú ekki eftir neinu í augnablikinu sem gæti verið gott fyrir eyrnabörn en það er reyndar mjög langt síðan ég verslaði þessar vörur. Fannst þær samt rosa góðar á sínum tíma, en gallinn við heimakynningar er að maður...

Re: Er ég óhæf bara vegna þess að ég er 19 og bý heima

í Börnin okkar fyrir 22 árum, 12 mánuðum
Ég er nú ágætlega sammála þessari skilgreiningu þinni á óhæfri móður. Óhæf móðir að mínu mati er móðir sem vanrækir barn sitt og þarfir þess og/eða beitir það ofbeldi. Hins vegar er ég ekki sammála að fullt af konum sjái engan tilgang í lífinu nema að eignast barn. Og einnig er ég á móti að það að finnast það stærsti tilgangurinn í lífinu að eignast barn sé eitthvað slæmt og sé bara bundið því að manni leiðist eitthvað. Fyrir mér er þetta mjög göfugur tilgangur og langflestum er það mjög...

Re: Áframhald...

í Börnin okkar fyrir 22 árum, 12 mánuðum
Ég er nú alveg gjörsamlega ósammála þessu. Það er sko ekki séns að ég viðurkenni að ég hafi verið barn 24 ára gömul þegar ég átti mitt fyrsta barn þó ég hafi búið hjá mömmu á þeim tímapunkti. Ég á bara góða foreldra sem vildu aðstoða dóttur sína á meðan hún var aðeins að koma undir sig fótunum. Og mamma var sko ekkert sett í það að passa allan liðlangann daginn. Þetta var mitt barn sem ég bar ábyrgð á þó svo að ég byggi inni á foreldrum mínum.

Re: Er ég óhæf bara vegna þess að ég er 19 og bý heima

í Börnin okkar fyrir 22 árum, 12 mánuðum
Þið eruð mörg hver allt of gjörn á að skipta þessu í tvær fylkingar, svart og hvítt, og það er eins og að bara annað megi koma til greina. Þurfið þið endalaust að vera að agnúast út í hina sem velja öðruvísi en þið sjálf? Við erum ekki að rífast um Wham eða Duran Duran (ok ég er oldie :). Málið er að báðar leiðir eru til og önnur er ekki endilega betri en hin og það er algjör óþarfi að vera meðskítkast á þá sem velja öðruvísi. Það eru kostir og gallar við báðar leiðir.

Re: Áframhald...

í Börnin okkar fyrir 22 árum, 12 mánuðum
Afhverju er það svona mikið skilyrði? Hér í denn bjuggu nú margir ættliðir saman og þótti bara gott og eðlilegt. Skil ekki hvernig það ætti að skaða barn að alast upp með bæði mömmu og ömmu á heimilinu. Voðalegt diss er þetta á huldu, hvað vitið þið svona mikið um hversu hæf hún er sem uppalandi eða hundaeigandi? Ég var nú á djamminu hverja einustu helgi áður en ég eignaðist fyrsta barnið mitt, og meira að segja þegar ég var ólétt þá var ég á stanslausum þvælingi þó ég væri að sjálfsögðu...

Re: Ég var að spá

í Börnin okkar fyrir 22 árum, 12 mánuðum
Blessuð vertu ekki að hafa áhyggjur. Það er sko mjög algengt að börn gangi í gegnum svona tímabil. Hann er bara að fatta að hann getur neitað þessu og þar með haft smá stjórn sjálfur. Heilbrigð börn svelta sig ekki í hel, get lofað þér því, svo þú þarft ekki að vera áhyggjufull þó hann sé með svona dynti. Láttu hann bara eiga sig þegar hann lætur svona, hann borðar á endanum, vittu til.

Re: ungar mæður einu sinni enn :) !!!!

í Börnin okkar fyrir 22 árum, 12 mánuðum
Ég er alveg sammála að þetta var ekki viðeigandi og það hefði alveg örugglega fokið í mig líka ef ég hefði verið mamman.

Re: ungar mæður einu sinni enn :) !!!!

í Börnin okkar fyrir 22 árum, 12 mánuðum
Well hulda, með fullri virðingu fyrir þér, þá held ég að þínar aðstæður séu engan vegin sambærilegar við aðstæður þessarar konu. Þú ert ekki búin að reyna árangurslaust í mörg ár að eignast barn. Hvað veit maður hvað maður myndi gera í þessum aðstæðum? Ég efast reyndar stórlega um að ég myndi gera þetta, en samt get ég ekkert verið viss. Ég þekki nokkrar sem eru búnar að reyna í meira en ár að eignast barn og þetta er þeim ofboðslega erfitt. Þetta sest svo rosalega á sálina á fólki og það að...

Re: Áframhald...

í Börnin okkar fyrir 22 árum, 12 mánuðum
Er einhver sem hefur haldið því fram að það sé slæmt?
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok