Krakkar krækja sér oft í svona pestar á þessum aldri. Það er í raun mikilvægast að hún drekki nóg, sama hvað það er. Gefðu henni frekar lítið í einu og oft, þá er minni hætta á að hún kasti öllu upp. Frostpinnar, íspinnar, djús, gos, vatn… þetta er allt gott ef það fer ofan í hana. Svo getur verið sniðugt að gefa henni úr eggjabikar eða skemmtilegu glasi, þá finnst þeim oft meira sport að drekka. Ekki hafa áhyggjur þótt hún borði lítið, það kemur bara þegar hún fer að hressast. Haltu áfram...