Myndir þú sjálf vilja flytja á viku fresti? Ég stórefast um að þetta sé góður kostur fyrir nein börn… þó svo þau kannski þoli það. Þú talar um að foreldrarnir eigi barnið alveg jafnt, hljómar eins og þú sért að tala um hlut. Barn er ekki einhver hlutur sem foreldrarnir eiga og geta bara skipt á milli 50/50 ef þeim finnst það henta sér. Auðvitað er erfitt fyrir pabbann, eða þá mömmuna, að missa barnið frá sér. En þetta snýst ekki um hvað er best og sanngjarnast fyrir foreldrana, heldur um...