Prófaðu að taka dagsvefninn af honum, kannski þarf hann ekkert meiri svefn, og eiginlega varla fyrst hann er svona orkumikill. Ef þú ert ekki þegar komin með góða háttatímarútínu á hann skaltu koma ykkur uppi slíkri hið fyrsta. T.d. hátta, bursta tennur, kyssa alla góða nótt, láta mömmu eða pabba lesa eina bók og svo fara að sofa. Það er líka mjög gott að reyna að koma á góðri slökun svona a.m.k. 2 tímum fyrir svefn, þ.e. róa allt niður. Of mikið stuð getur sko alveg valdið því að börnin ná...