Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: Kynlíf á meðgöngu

í Börnin okkar fyrir 22 árum, 5 mánuðum
Þetta var nú bara ágætis umræðuefni og fínt hjá þér að skrifa um þetta. Og líka bara gott að geta þá leiðrétta villur og alhæfingar. Við föttuðum nú held ég öll þessa pikkvillu með ótímabæra þungun/fæðingu, þetta var bara skemmtilega fyndið ;D

Re: Kynlíf á meðgöngu

í Börnin okkar fyrir 22 árum, 5 mánuðum
Já og svona til að hafa allt á hreinu, þá er allt í lagi að stunda kynlíf hvenær sem er á meðgöngunni, ekkert bara um hana miðja. Það skaðar ekki fóstrið og kemur ekki fæðingu af stað, nema að eitthvað sé að fyrir eins og ég nefndi áðan. Ef meðgangan er eðlileg getur fólk gert dodo hvenær sem því sýnist alla meðgönguna.

Re: Kynlíf á meðgöngu

í Börnin okkar fyrir 22 árum, 5 mánuðum
Ég hef nú reyndar ekki heyrt kenninguna um testósterónið, enda væri það mjög slæmt því að of hátt testósterónmagn hefur þau áhrif á kvenkynsfóstur að það fær karlkynseinkenni. Margar konur eru ekkert voðalega spenntar fyrir kynlífi fyrsta þriðjung meðgöngunnar vegna þreytu og ógleði, en svo um miðbik meðgöngunnar líður þeim oft mjög vel og kynlífsáhuginn eykst. Það er líka voða þægilegt að þurfa ekkert að spá í getnaðarvörnum. Svo undir lok meðgöngunnar þá er maður farinn að verða svolítið...

Re: Ungabarn prumpar!

í Börnin okkar fyrir 22 árum, 5 mánuðum
ROFL, já, það er sko svakalega normal. Ég hef oft furðað mig á því hvað það kemst fyrir ótrúlega mikið magn af lofti í svona litlum búk ;)<br><br>Kveðja, GlingGlo

Re: er aldur afstæður??

í Rómantík fyrir 22 árum, 5 mánuðum
Það er bara svo mikill munur á 14 ára stelpu og 17 ára ungri konu. Þessi 17 ára veit trúlegast mikið frekar hvað hún vill og er öruggari með sig.

Re: er aldur afstæður??

í Rómantík fyrir 22 árum, 5 mánuðum
Mér finnst þetta frekar mikill munur á meðan hún er ekki eldri en þetta. Hún er ekki einu sinni komin úr barnaskóla. Nú veit ég náttúrulega ekkert hvrnig týpa þú ert eða hún, það má vel vera að þetta verði hið fínasta samband, en einnig að allt fari til fjandans þar sem þið hafið ólíkar væntingar og skoðanir á hlutunum. Að mínu mati er ekki hægt að gera sömu væntingar til 15 ára stúlku og til 20 ára stúlku, ekki gleyma því. Hvernig tækju foreldrar hennar þessu?

Re: Börn - götur

í Börnin okkar fyrir 22 árum, 5 mánuðum
Vitið þið, ég hef einu sinni keyrt á barn. Þá var ég 19 ára, tiltölulega nýkomin með bílpróf. Þegar þetta gerðist þá meira að segja hugsaði ég: best að keyra hægt hér, það er svo mikið af börnum hérna, og nokkrum sekúndum seinna kom 4-5 ára drengur hjólandi á fleygiferð beint út á götu og ég lenti á honum. Sem betur fer keyrði ég svo hægt að þegar ég lenti á honum var ég næstum stopp og hann fékk aðeins smá tognun á annan fótinn. En hrikalega leið mér illa yfir þessu. En bæði löggan og...

Re: Barnasaga eða fyrir fullorðna?

í Bækur fyrir 22 árum, 5 mánuðum
Nei hún heitir Moldvarpan sem vildi vita hver skeit á hausinn á henni. Er með bókina fyrir framan mig sko ;)

Re: Börn - götur

í Börnin okkar fyrir 22 árum, 5 mánuðum
Já það er náttúrulega alveg ferlegt finnst mér ef 3-4 ára börn eru að leika sér ein úti á götunni. Yngri skottan mín fær bara að far út með einhverjum sem passar hana, nema hún sé bara hér úti í garði þar sem ég heyri í henni (þar eru líka engir bílar ;) Eins með eldri stelpuna, hún mátti leika sér ein úti í garði (stór garður) þegar hún var á þessum aldri og ég sá hana alltaf vel frá stofuglugganum. Hefði aldrei sent svona lítið barn eitt út á götu, eða nállægt götu.

Re: Á einhver 2 ára barn?

í Börnin okkar fyrir 22 árum, 5 mánuðum
“Rassskelling kemur til álita þegar öll önnu brögð hafa brugðist, en bara þá!” ???? Ég er á þeirri skoðun að rassskelling komi aldrei til álita, það hefur sýnt sig að rassskellingar eru engan vegin góð uppeldisaðferð og ekki vænleg til að fá barnið til að hlýða. En þessi hegðun fylgir akkurat þessum aldri. Þetta er oft kallað “the terrible twos”. Reyndu að halda ró þinni þegar hann tekur svona frekjuköst og ekki æsa þig. Það er mjög gott ráð sem er bent á hér á undan að vera svolítið dipló...

Re: Börn - götur

í Börnin okkar fyrir 22 árum, 5 mánuðum
Það mætti nú líka hvetja ökumenn til að keyra hægar í íbúðarhverfum. Annars má nú einhver millivegur vera. Mín stelpa hefur labbað ein í skólann frá því að hún byrjaði í honum. Ég labbaði með henni fyrstu tvo dagana og eftir það var hún samferða vinkonu sinni eða fór bara ein. Ég treysti henni alveg fullkomlega til að fara yfir þessa einu umferðargötu sem var á leið hennar, ásamt tveimur eða þremur minni götum með mjög lítilli umferð. En hvað ætlist þið til að foreldrar geri? Banni börnum...

Re: Eru Íslenskar mæður verri en aðrar ?

í Börnin okkar fyrir 22 árum, 5 mánuðum
Mikið pirrar það mig alltaf jafn mikið þegar fólk er með svona alhæfingar. “Íslensk börn eru öll illa upp alin og blablabla” Það eru nú bara til fullt af vel upp öldum íslenskum börnum, hin sem eru það ekki eru hins vegar örugglega meira áberandi… og svona er það alltaf. Varðandi kanana já, vissulega eru þeir mjög kurteisir svona almennt, en svo eru þeir sumir hverjir voðalega falskir hvað þetta varðar. Var einhverntíman á spjallrás fyrir mæður, aðallega bandarískar. Þær voru eintóm slepjan...

Re: Skyrgerð part I

í Matargerð fyrir 22 árum, 5 mánuðum
Oh hugi og linkarnir. Hann setur alltaf inn einhver bil sem ekki eiga að vera. Ef þið viljið skoða linkana finnið bara bilin og eyðið þeim.

Re: Trúlofunr hringir?

í Rómantík fyrir 22 árum, 5 mánuðum
Oh, ætlaði að segja að minn er kúptur ÖÐRU megin, ekki báðu megin :Þ<br><br>Kveðja, GlingGlo

Re: Trúlofunr hringir?

í Rómantík fyrir 22 árum, 5 mánuðum
Mér finnst nú alltaf fallegastir þessir klassísku plain gullhringir. Minn er kúptur báðu megin, 4 mm og með einum demanti, svona til að gera hann dömulegri hehehe. Reyndar var ég aldrei með trúlofunarhring, bara giftingarhring ;). En veljið bara þá sem ykkur finnst fallegastir, það er það sem skiptir öllu. Við erum nú ekkert svakalega rík en ákváðum samt að kaupa ekki ódýrustu hringina heldur einhverja sem við vorum viss um að okkur líkaði vel við, því það er nú ætlunin að vera með þetta til...

Re: sofnar ekki á kvöldin

í Börnin okkar fyrir 22 árum, 5 mánuðum
Tek undir með Apache að byrja á að minnka dagsvefninn og ef hún er ekki syfjuð kl. 20 á kvöldin, að bíða aðeins lengur, t.d. kl 21. Það er mjög misjafnt hvað þau þurfa mikinn svefn. Hvernig er hún á morgnana? Syfjuð eða hress? Reyndar er ég á þeirri skoðun að það sé best fyrir börn að hafa svolitla reglu og fara að sofa á svipuðum tíma á hverju kvöldi, ekki leyfa þeim að ráða því alveg sjálf. Ertu með góða rútínu á háttatímanum? Það er oft voða gott að koma sér upp slíku. T.d. hafa rólega...

Re: Barnabætur??

í Börnin okkar fyrir 22 árum, 5 mánuðum
Til hamingju með erfingjann ;) barnabótasystemið virkar þannig að greiðsla bóta miðast alltaf við fjölskyldustöðu samkvæmt þjóðskrá síðasta dag síðasta árs. Þannig að þið fáið engar barnabætur fyrr en á næsta ári. Það er sem sagt í raun borgað ári á eftir á Íslandi. Bæturnar koma sjálfkrafa og eru borgaðar út 4 sinnum á ári, febrúar, maí, ágúst og nóvember. Hluti þeirra er ótekjutengdur og borgað með börnum upp að 7 ára aldri, en annað er tekjutengt og borgað fram að 16 ára aldri. Tekjur og...

Re: Tvær frábærar barnabækur

í Börnin okkar fyrir 22 árum, 5 mánuðum
Hmmm, þetta var nú ekki greinin sem ég sendi á börnin okkar, eitthvað vesen á greinarsendingunum í kvöld. En hér er greinin eins og ég skrifaði hana: Ég var að fá sendingu frá Íslandi, meðal annars bækur og dót handa börnunum. Ein bók leyndist þarna á milli sem mamma sendi nú eiginlega mér, þó svo að þetta sé eiginlega barnabók. Þessi vægast sagt óborganlega bók ber nafnið “Moldvarpan sem vildi vita hver skeit á hausinn á henni”. Sagan er eftir Werner Holzwarth og er myndskreytt af Wolf...

Re: skrúfan kom!!!!!

í Börnin okkar fyrir 22 árum, 5 mánuðum
Hehehe, þau eru algjört æði þessi börn. En myndin verður að fylgja sjúkraskránni sem er gerð um þetta á spítalanum ;)<br><br>Kveðja, GlingGlo

Re: Skyrgerð

í Matargerð fyrir 22 árum, 5 mánuðum
hehehe ok ;)

Re: Skyrgerð

í Matargerð fyrir 22 árum, 5 mánuðum
En þá er nú spurningin… hvað er Buttermilk???

Re: Skyrgerð

í Matargerð fyrir 22 árum, 5 mánuðum
Prófaði jógúrttrikkið og það kemur bara mjög vel út ;). Langar samt að prófa að gera alvöru skyr. Læt ykkur vita ef það tekst hjá mér ;)

Re: Smá Reynslusaga

í Börnin okkar fyrir 22 árum, 6 mánuðum
Það er nú meiri samúðin hjá ykkur. Ef systir PomPom fer eftir nokkur ár að sýna einhverja svona hegðun eftir þessa reynslu eigum við þá bara að buffa hana? Þetta eru BÖRN og börn hafa ekki fullan skilning á afleiðingum gerða sinna. Þessi hegðun hjá drengjunum er ekki eðlileg og eitthvað hlýtur að búa þarna að baki. Væri ekki nær að reyna að hjálpa þeim áður en þeir verða endanlega skemmdir fyrir lífstíð?

Re: Smá Reynslusaga

í Börnin okkar fyrir 22 árum, 6 mánuðum
Já ég er sammála EstherP, hvað kemur það málinu við hvaðan fjölskyldan er? Annars skulum við fara varlega í að tala illa um börn. Þessir drengir eiga greinilega bágt og þurfa frekar aðstoð en dóm. Mér dettur helst í hug að þeir verði sjálfir fyrir kynferðislegu ofbeldi. Hvernig veistu að ekkert var gert sem skipti máli? Helduru að þið hefðuð fengið að vita ef fjölskyldan hefði verið sett undir eftirlit eða einhverjar aðrar aðgerðir gerðar? Hvað hefðir þú viljað að hefði verið gert? En ég...

Re: Rasismi!

í Börnin okkar fyrir 22 árum, 6 mánuðum
Já heimasíðan þín er væntanlega opin almenningi, þá er það opinber vettvangur. Ef þú segir það við fólk á bar þá er það líka opinbert vettvangur þar sem hann er opinn hverjum sem er, að sjálfsögðu ef sá hinn sami hefur aldur til. Eins ef þú segir það úti í búð þar sem ekki er takmarkaður aðgangur þar. Ekki er það á þinni einkalóð. Ef þú segir það við manninn sjálfan þegar þið eruð bara tveir einir, eða í partíi í einkahúsi, eða skrifar þetta í dagbókina þína er það auðvitað ekki opinbert....
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok