Mér fannst hún ömurleg, sú versta af þeim öllum. Ég fór með því hugarfari að þetta væri heilalaus afþreying en það breytti engu. Í fyrsta lagi er engin spenna byggð upp, það er bara strax farið út í fáránlegan hasar og því varð ég aldrei spenntur. Mér fannst allir leikararnir standa sig illa og djöfull er ég orðinn þreyttur á þessum krökkum sem geta allt. Gef henni 3/10