Mér finnst mjög gott að fara á heimasíðuna rotten Tomatoes. Þar er gagnrýni safnað saman um hverja mynd og svo gefin einkunn eftir því. Til dæmis hafa þeir safnað gagnrýni um Tomb Raider. 92 virtir gagnrýnendur (frá öllum helstu blöðum, t.d. Elbert) hafa gagnrýnt myndina og hafa 78 af 92 gefið myndinni slæma dóma. Því fær hún 15% (af 100% mögulegum) í einkunn. Oft er ekki hægt að treysta fáum gagnrýnendum en þetta ætti að taka af allan vafa um hvort mynd sé góð eða ekki.