Mikið væri ég til að sjá þessa mynd. Ég elska danskar myndir (kannski af því ég bjó í Danmörku um tíma). Festen er ein allra besta mynd sem ég hef séð. Matador þættirnir voru líka algjör snilld. Líklega finnst mörgum þeir vera gamaldags og asnalegir en ég segi að þessir þættir eru líklega bestu sjónvarpsþættir sem gerðir hafa verið. Hef aldrei séð jafn góðan leik hjá svo stórum leikarahóp. Þættirnar sýna líka ótrúlega vel hvernig lífið var í Danmörku á 3, 4 og 5 áratugnum.