Jamm, menn vilja sjá Armageddon á shit-listanum. Ég er ósammála. Jú, hún var einhver heimskasta mynd sem gerð hefur verið, og Liv Tyler - Ben Affleck rómansinn var algjört Barbí-Ken dæmi, en myndin var aldrei að reyna að vera neitt. Hún var bara stúpid della. Myndirnar sem fara virkilega í taugarnar á mér, eru þær sem gefa sig út fyrir að vera eitthvað merkilegt, en eru það ekki. Armageddon er ekki mynd sem fer í taugarnar á mér, ég lít á hana sem grínmynd.