Er ég sá eini sem fannst fyrsta myndin best? Hún var alvöru horror og svakalega spennandi, óhugnanlegt andrúmsloft og bara allur fílingurinn á hreinu. Listilega vel gerð. Númer tvö var líka skemmtileg, en hún var náttúrulega hasarmynd, ekki hryllingsmynd. Ég fíla horrorinn betur. Alien: Resurrection fannst mér líka ansi sniðug - mjög flott útlit og kvikmyndataka, og stílbrögðin almennt. Enda gerð af einhverjum mesta stílista kvikmyndanna í nútímanum, þessum geðveika Frakka, hvað heitir hann...