Þetta er flókið mál og ekki hægt að segja að einhver ein þjóð hafi staðið fyrir þessu. Bretar voru áhrifamiklir á þessu svæði og hugmyndin um ríki gyðinga á þessum stað var veitt brautargengi af breskum ráðherra, Balfour að nafni (sem reyndar lofaði einnig Aröbum sameinuðu ríki, en það er annað mál). Eftir mikil átök og gríðarlega mikil hryðjuverk, þar sem gyðingar stóðu mun betur, enda vel styrktir af vestrænum vopnum og fé, þá var orðið ljóst að gyðingar voru komnir til að vera í...