Ég tala ekki fyrir Jonk, en ég veit hvers vegna ég tel t2 koma fremur illa út í samanburði við Matrix. Matrix hafði ýmislegt nýtt fram að færa, t2 ekki. Matrix var flott, t2 lítið meira en sæmilega flott. Matrix var skemmtileg, t2 frekar boring. Matrix bauð upp á skemmtilegar persónur og vel skrifuð samtöl, t2 bauð upp á vælandi unglingskrakka og Arnald Svakanagla the “learning to care and have emotions” robot. Matrix var í senn athyglisverð, umhugsunarverð og skemmtileg (þótt vissulega hafi...