Já, mér fannst þeir æða all-rosalega í tæklingarnar oft á tíðum, sérstaklega í fyrri hálfleik, en þarna var líka síðasti sénsinn á bikar að renna úr greipunum á þeim, svo það er engin furða að þeir berjist soldið harkalega. Enginn meiddist alvarlega, svo ég tel enga ástæðu til að kvabba yfir hörkunni, sérstaklega þar sem Arsenal vann bara leikinn samt sem áður og er tvöfaldur meistari í þriðja skiptið. Var annars að horfa á þá vinna Everton 4-3 og lyfta bikarnum. Sæt stund, svo ekki sé meira sagt.