Dætur mínar voru rúmlega 1.árs þegar þær fóru að sofa alla nóttina, það kostaði að vísu hellings vesin að fá það í lag því þær áttu það til að vekja hvor aðra upp á næturnar. Það endaði með því að ég setti þær í sitthvort herbergið og lét þær bara væla, hljóma eins og svakalega vond mamma en það var það eina sem dugði til og það tók ekki nema 3-4 nætur, enda vantaði þeim ekkert svo sem nema bara athygli, en bræður þínir eru trúlega of gamlir fyrir svoleiðis ráð. Mín skoðun, nei þetta er ekki...