Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Elvis2
Elvis2 Notandi frá fornöld Karlmaður
700 stig
Gítarar = Gibson Les Paul Standard, Fender Jazzmaster. Aria Einhverfjandinn.

Re: hvað þarf ég í heimastúdíó?

í Hljóðvinnsla fyrir 13 árum, 7 mánuðum
Ég nota Ableton Live hugbúnaðinn nánast eingöngu í hljóðvinnslu / upptökum og bæti við nokkrum vst effektum og synthum eftir því sem þarf, stór hluti af því sem ég tek upp eru gítarar, hljómborð og söngur og ableton live er alveg ótrúlega þægilegur hugbúnaður til að vinna tónlist í því það er auðvelt og fljótlegt að lúppa og editera það sem maður er að taka upp. Algeng mistök hjá fólki er að kaupa rándýr hljóðkort með mörgum inngöngum því oftast er fólk ekki að taka upp nema eina, stundum...

Re: P-90 spurningar..

í Hljóðfæri fyrir 13 árum, 7 mánuðum
Ég var með GFS Mean90 P90 pickupp í Gibson Flying V sem ég átti og sá hljómaði býsna vel, hann var líka í hefðbundinni humbucker stærð. Ég er viss um að Seymour Duncan framleiði P90 í humbucker stærð og af fenginni reynslu minni af SD pickuppum þá myndi ég fá mér eitthvað frá þeim, svo er auðvitað til fullt af töluvert dýrara stöffi en SD er örugglega gott stöff.

Re: TS: Gítar, Magnari, Bassi, Monitorar o.fl.

í Hljóðfæri fyrir 13 árum, 7 mánuðum
Það er ekki laust við það að ég ásælist þennann SG, ef það er eitthvað stöff sem þig vantar og ég á sem þú gætir hugsað þér að taka upp í þennann gítar þá bara láttu mig vita, ég á tildæmis Sennheiser MD441-U hljóðnema sem er alveg frábær en ég nota alveg glæpsamlega lítið.

Re: [TS] Midi Stratocaster

í Hljóðfæri fyrir 13 árum, 7 mánuðum
Bara fyrir forvitnissakir.. Er hægt að tengja svona gítar beint við hvaða midisynth sem er eða þarf að nota roland gítarsyntha sem millistykki?

Re: Hvíta Perlan leitar

í Hljóðfæri fyrir 13 árum, 7 mánuðum
Hvíta Perlan? Hljómar eins og nafn á einhverjum sækó trúarsöfnuði..

Re: Ítölsk gleðivél til sölu!

í Hljóðfæri fyrir 13 árum, 7 mánuðum
Nákvæmlega! Manni finnst maður alls ekki verða skítugur að innann við að hlusta á þetta, ónei.

Re: Ítölsk gleðivél til sölu!

í Hljóðfæri fyrir 13 árum, 7 mánuðum
Það getur reyndar vel verið að þetta sé amerískt orgel, mér hefur bara alltaf fundist þessi græja hljóma eins og hún sé með ítalskann hreim.

Re: Hvaða hljóðfæri er fyrir mig?

í Hljóðfæri fyrir 13 árum, 8 mánuðum
Ég hef átt tenorsaxofón og það eru hljóðfæri sem eru gríðarlega óheppileg til heimanotkunar nema þú búir í einbýlishúsi, ef þú býrð í fjölbýlishúsi þá skaltu bara alveg gleyma saxofóninum í bili, það er enginn volumetakki á saxofón og það er eiginlega alls ekki hægt að spila lágt á þá, ég prófaði að fylla minn af handklæðum og drasli en það breytti andskotann engu. Ef þú ert með ódýrustu útgáfuna af Squier gítar þá er allt eins líklegt að hann sé algjörlega í rugli með strengina hálfann...

Re: TS: Danelectro 59 dano

í Hljóðfæri fyrir 13 árum, 8 mánuðum
Hann er etv alveg í það dýrasta hjá þér en ef ég ætti peningana til í augnablikinu þá myndi ég samt stökkva á þennan gítar. Ég var með svona gítar í 2 daga fyrir rúmlega ári síðan og þrátt fyrir að þeir séu settir saman úr samskonar efni og ódýrustu eldhúsinnréttingar eru búnar til úr þá hljóma þessir gaurar alveg frábærlega, ég notaði hann í nokkrar upptökur og hann valtaði yfir tíu sinnum dýrari hljóðfæri.

Re: Hvaða hljóðfæri er fyrir mig?

í Hljóðfæri fyrir 13 árum, 8 mánuðum
Ég mæli með sekkjapípum, þú þarft ekki að vera góður á þær til að komast í hljómsveit því samkeppnin er engin, ef það er auglýst eftir sekkjapípuleikara í hljómsveit geturðu verið hérumbil viss um að þú verðir sá eini sem sækir um plássið. En svona grínlaust, fáðu þér bara það hljóðfæri sem þú sérð sjálfan þig fyrir þér spila á, ef þú hefur ekki ímyndunaraflið til að finna hljóðfæri sjálfur þá ættirðu etv að snúa þér að einhverju öðru eins og td bókhaldi.

Re: Acoustic Myths Exposed

í Hljóðvinnsla fyrir 13 árum, 8 mánuðum
ég hlýt að vera kynvillingur því ég var ekki að meika að hlusta á röflið í þessari kellingu þó hún hótaði að fara úr fötunum.

Re: NGD

í Hljóðfæri fyrir 13 árum, 8 mánuðum
Ókei.. Mér minnir endilega að þú hafir átt svona græju fyrir nokkrum árum og hefðir alls ekki verið að fíla hann..

Re: Electro Harmonix Reverb

í Hljóðfæri fyrir 13 árum, 8 mánuðum
Ég er ekki að reyna að selja þér pedala, ég ætlaði bara að benda á að þessir Holy Grail gaurar eru í allir í grunninn sami pedalinn nema með mismiklu aukadrasli, upprunalegi stóri hlunkurinn er sá einfaldasti af þeim og svo kom plúsútgáfan sem var með þremur fleiri reverbum og möguleikanum að blanda hversu hátt hlutfall af reverbi væri í hljóðinu sem færi út úr pedalanum, gamli hlunkurinn bauð bara upp á fast hlutfall af reverbi en svo var hægt að velja hversu mikið reverbið væri. Sjálfur...

Re: Electro Harmonix Reverb

í Hljóðfæri fyrir 13 árum, 8 mánuðum
Ég átti Holy Grail Plus og það var alveg fínn pedali, ég notaði reyndar bara spring reverb dæmið í honum því mér fannst hin reverbin bara vera hönnuð fyrir eitthvað kurteist djassfusionógeð.

Re: Mig langaði að deila þessu með ykkur.

í Hljóðfæri fyrir 13 árum, 8 mánuðum
Ókei.. Ég var alveg viss um að hann væri breti, hann hljómar einhvernveginn alveg eins og breti.

Re: Vangaveltur um lampa

í Hljóðfæri fyrir 13 árum, 8 mánuðum
Er þá verið að tala um að eurotubes selji alvöru JJ lampa meðan einhver annar gæti hugsanlega verið að selja JJ eftirlíkingar frá Kína eða þessháttar? Ég stórefast um að Miðbæjarradíó sé að selja eitthvað kínarusl, það er líklegra að þú fengir eftirlíkingar frá einhverri random netverslun, sérstaklega ef hún væri að auglýsa þá á einhverju gjafverði.. Ég er með Sovtek El84M (eða EL34M, ég man aldrei hvort þeir eru) í Gibsonmagnaranum mínum sem voru keyptir í Miðbæjarradíó og þeir eru frábærir...

Re: Mig langaði að deila þessu með ykkur.

í Hljóðfæri fyrir 13 árum, 8 mánuðum
Moby átti alveg sínar tíu mínútur í kringum 2000 þegar Play platan kom út og lögin sem hann syngur ekki heldur notar sömpl af gömlum blúsplötum eru svolítið sjarmerandi, hinsvegar finnst mér þau lög sem hann syngur algjörlega hryllileg, hann er svona Barði Bang Gang breta.

Re: Mig langaði að deila þessu með ykkur.

í Hljóðfæri fyrir 13 árum, 8 mánuðum
Ég er að henda saman myndböndum við þrjú eldri lög með Funk Harmony Park sem eru svolítið í þessum anda en ögn “kurteisari” og eitt af þeim hljómar alveg eins og eitthvað outtake af Play plötunni með Moby sem er frekar sérkennilegt því enginn í bandinu fílaði Moby..

Re: Mig langaði að deila þessu með ykkur.

í Hljóðfæri fyrir 13 árum, 8 mánuðum
Takk!

Re: Mig langaði að deila þessu með ykkur.

í Hljóðfæri fyrir 13 árum, 8 mánuðum
Það er eitthvað af lögum með okkur inni á youtube en það er eiginlega alltsaman “danstónlist”, þetta er það næsta sem við komumst því að búa til rokk. Við erum að vinna að stórri plötu núna og mér sýnist hún ætla að verða mun fjölbreyttari og í sumum tilfellum harðari heldur en danstónlistin sem við höfum verið að fást við undanfarin ár, við erum núna bara tveir í Funk Harmony Park og ég á alltaf í svolitlu basli með að fá félaga minn til að samþykkja rokkgítara..

Re: Hvernig kemur maður í veg fyrir truflanir frá GSM símum

í Hljóðvinnsla fyrir 13 árum, 8 mánuðum
Gerðu það sem ég geri, slökktu á símanum.

Re: Óska eftir fulltone Deja Vibe

í Hljóðfæri fyrir 13 árum, 8 mánuðum
Langar þig í hann? Gerðu mér þá tilboð sem ég get ekki hafnað. Það var einn hérna að bjóða mér 25 fyrir hann en mér fannst það ekki einusinni svaravert tilboð.

Re: P-rails í DOT

í Hljóðfæri fyrir 13 árum, 8 mánuðum
Eru p rails ekki með svolítið miklu outputti? Ég hugsa að þú sért að kalla yfir þig allskonar feedbackvesen með því að nota heita pickuppa í svona gítar en ég gæti alveg haft rangt fyrir mér, það leiðréttir mig þá bara einhver.

Re: Ranarokk

í Hljóðfæri fyrir 13 árum, 8 mánuðum
Ranarokk? Er þetta nafn komið af frasanum “Að fá sér í ranann” samanber að moka einhverju hvítu upp í nefið á sér? Ef svo er þá vantar alveg tilfinnanlega hljómsveitina Mínus í prógrammið hjá ykkur þar sem þeir eru sennilega ókrýndir ranakóngar Íslands.

Re: Óska eftir fulltone Deja Vibe

í Hljóðfæri fyrir 13 árum, 8 mánuðum
Ég á Deja Vibe2 sem ég hef svosem engann sérstakann áhuga á að selja en myndi etv láta ef mér væri boðið alveg glás af peningum fyrir hann, þessi græja tekur 220 volt inn á sig þannig að það er ekkert straumbreytakjaftæði og svo er hann með hraðastillinn í formi wahpedala. Hann lítur svona út. http://bigcitymusic.com/images/1000372_l.jpg
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok