Shure SM57 þykir vera málið á gítarmagnara og snerla, þú færð notaðann svoleiðis fyrir svona 15.000 kall giska ég á, kannski minna. Shure SM57 er það sem heitir dýnamískur hljóðnemi en fyrir söngupptökur mæli ég frekar með að notaður sé condenser, það eru þessir gaurar sem eru gjarnan en þó ekki alltaf í laginu eins og rafmagnsrakvélar. MXL og Behringer framleiða ódýra condensera, ég hef átt og notað Behringer B2 Pro og hann var alltílagi söngmæk og ég hef heyrt ágætlega látið að MXL mækunum...