Ég á orðið töluvert safn af hljóðnemum sem ég hef hirt héðan og þaðan í gegnum tímann sem myndu kannski ekki teljast beinlínis “góðir” en eru alveg vel nothæfir í hitt og þetta, oft fylgdu tildæmis hljóðnemar með stereógræjum eða segulbandstækjum á árum áður, stundum finnur maður svoleiðis í geymslunni hjá foreldrum sínum eða í góða hirðinum. Í mörg ár tók ég upp kassagítara og söng með hljóðnemum sem fylgdu fermingargræjunum mínumm, upptökurnar hljómuðu býsna vel, ég hef líka notað...