Já ég held að það hafi verið vanhugsað hjá þér að setja þetta hingað, ég er klár á því að blackmetalgaurarnir hérna séu að hringja í Satan núna til að reyna að tryggja það að þú verðir ekki í helvíti þegar þeir koma þangað.
Já örugglega þegar ég er búinn að skoða þetta stöff, ég á allteins von á því að ég muni aðstoða eigandann við að koma einhverju af þessu dóti í verð og hvert fer ég þá? Hingað auðvitað.
Núna er tíminn til að leita uppi notað/gamalt dót hérlendis og kaupa það fyrir klink, það vantar alla peninga og margir eru tilbúnir að selja dót á ansi sanngjörnu verði, ég var einmitt af finna fulla geymslu af 30 ára gömlum hljóðfærum… ;)
Þeir gætu nú örugglega pantað einn svona fyrir þig í Tónastöðinni sem myndi þá koma með næstu sendingu sem þeir tækju inn frá EHX en dollarinn er bara svo skelfilega hátt verðlagður þessa stundina að ég myndi ekki panta neitt akkúrat núna ef ég væri þú.
ég held að Jim Dunlop hafi verið að kaupa Way Huge línuna og að þeir verði þá væntanlega fáanlegir á ögn raunhæfara verði en þeir eru að fara á núna. Electric Mistress er Electro Harmonix pedali, tónastöðin flytur EHX pedalana inn en ég man ekki eftir að hafa séð þennann tiltekna pedala hjá þeim.
Ég kíkti á fuzz heimildarmyndina, vinur minn á nákvæmlega eins gítar og John Spencer er með þarna, spurning hvort ég reyni að kaupa hann af honum.. Já og til lukku með Voxinn, ég er viss um að hann muni henta þér betur heldur en Minutemaninn minn.
Mig minnir endilega að þetta sé einhver Gibsoneftirlíking sem Jónsi notar og að auki veit ekki hversu merkilegt það er að saga gítar með fiðluboga gegnum delay.. Hann á samt frekar heima á þessum lista heldur en litla kryppildið úr Green Day.
Vinur minn á svona Boss PS2 pitch shifter, i minningunni voru einu praktísku notin sem við fundum fyrir hann það að tengja hann við útvarpstæki og hlusta á fréttirnar pitchaðar upp um áttund.
Já þetta var 200w lampi frá 1972 minnir mig, ég seldi hann á 90 þúsund sem mér sýnist eftirá að hafi verið asnalega sanngjarnt verð. Ég dett stundum niður á svona gullmola.
Dollarinn er auðvitað orðinn alveg assgoti dýr en ég skil ekki afhverju þú ert tilbúinn að setja svona mikla peninga í Framus haus, ég hef bara aldrei heyrt neitt um þessa hausa og það er hægt að fá fína hausa fyrir töluvert minna en þetta. Framus gerðu glás af gítörum á sjötta ártatugnum sem eru þekktir fyrir að líta sérkennilega út og hafa fengist fyrir klink í útlöndum en ég man aldrei eftir að hafa heyrt neitt um Framus magnara, þeir hljóta að vera tiltölulega nýbyrjaðir að framleiða þá...
Bara frekar plain útlits þannig séð, mér finnst hann samt líta betur út heldur en Ibanez gítararnir sem eru eins og Fenderar í laginu og með Floyd Rose draslinu.
Vinur minn átti pínulítinn lampamagnara í kassa úr plexigleri, ég hugsa að Marshallmagnarahaus úr plexigleri væri amk 50 kíló á þyngd, sennilega meira.
Spurning um að auglýsa á elliheimilum.. :p Jamm, við gömlu kallarnir eigum stundum svona græjur, ég seldi einmitt einn 200W Hiwatt haus fyrir svona ári síðan.
Ég veit ekki hvenær þeir fá þessar nýju Marshall Haze 15w lampastæður til landssins eða hvað þær muni kosta en ég myndi tékka á Rín, þetta eru frekar girnilegir magnarar. http://www.marshallamps.com/product_range.asp?productRangeId=28
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..