Ég hélt einusinni að eyrun mín væru steikt út af of miklum hávaða, ég var í frekar háværri hljómsveit og vann í prentsmiðju með tilheyrandi hávaða og ég var að verða brjálaður, þegar ég kom heim til mín í algjöra þögn þá fannst mér ég alltaf heyra einhver hljóð, eins og drynjandi orgel einhversstaðar langt, langt í burtu. Þetta ástand var búið að vara í örugglega 2 mánuði og ég var orðinn skíthræddur, hafði heyrt horrorsögur frá fólki sem ég þekki sem er með rokkskemmdir og heyrir alltaf...