Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Elvis2
Elvis2 Notandi frá fornöld Karlmaður
700 stig
Gítarar = Gibson Les Paul Standard, Fender Jazzmaster. Aria Einhverfjandinn.

Re: Einhver sem veit mikið um bassa (:

í Hljóðfæri fyrir 15 árum, 3 mánuðum
Ef þú ert að selja bassa þá hef ég allavega haft það svona sem viðmið að selja notuð hljóðfæri á ca 2/3 af því sem þau kosta ný ef þau eru í góðu ásigkomulagi.

Re: veit einhver...

í Hljóðfæri fyrir 15 árum, 3 mánuðum
Ef þú ert að fara út í slædgítarpakkann þá mæli ég með að þú prófir að setja flatwound strengi í rafmagnsgítar, þeir eru slípaðir miður þannig að vöfðu strengirnir eru alveg sléttir, mér finnst svoleiðis strengir koma helvíti skemmtilega út í slæd.

Re: Megadeth - Head Chrusher

í Metall fyrir 15 árum, 3 mánuðum
Dave Mustaine var töluvert minna óþolandi sem söngvari í þessu lagi en í flestu sem ég hef heyrt hann syngja fram að þessu. Ég hefði reyndar persónulega fílað það betur ef gaurinn hefði lamið píuna í vídeóinu í stöppu en kannski er það bara ég..

Re: ÓE: M-Audio FastTrack Ultra 8R

í Hljóðfæri fyrir 15 árum, 3 mánuðum
Jamm, ég keypti þetta líka af því að það var ódýrt og reyndar líka vegna þess að ég tók feil á þessu og öðru svipuðu svona drasli sem ég hafði verið að lesa fína hluti um (novation nio)

Re: Dimebag Dean Razorback

í Hljóðfæri fyrir 15 árum, 3 mánuðum
Biturleiki? Mér finnst þetta bara asnalegt, það er allt og sumt.

Re: ÓE: M-Audio FastTrack Ultra 8R

í Hljóðfæri fyrir 15 árum, 3 mánuðum
Ég var alveg steinhissa á veseninu sem fylgdi þessu því ég hafði aldrei lent í sambærilegu rugli áður, var búinn að vera að nota Ozone hljómborð sem audio interface (er það ekki frá m-audio líka?) og það hafði aldrei verið neitt merkjanlegt latency tengt því, svo installaði ég dræverana með fast track dæminu og allt fór í fokk og lagaðist ekkert við að ég sótti nýja asiodrivera og þessháttar á heimasíðu m-audio, ég er helst á því að það sé einhverskonar árekstur í gangi milli driverana og...

Re: Randall stæða til sölu

í Hljóðfæri fyrir 15 árum, 3 mánuðum
Ég myndi prófa að splitta þessu upp og selja boxið stakt, ég efast um að það sé mikill áhugi á þessum transistorhaus. En já, kannski að slaka aðeins á með þessar auglýsingar, það eru klárlega allir notendur á þessu áhugamáli búnir að taka eftir þessu.

Re: Dimebag Dean Razorback

í Hljóðfæri fyrir 15 árum, 3 mánuðum
Þessir gítarar líta út eins og fylgihlutir á Bratz dúkkur, Dimebag Darrell var eitthvað með puttana í þessum viðbjóði og þó hann hafi verið alveg tussugóður gítarleikari þá var hann því miður sem gítarútlitshönnuður alveg gjörsamlega smekklaus hasshaus.

Re: Dimebag Dean Razorback

í Hljóðfæri fyrir 15 árum, 3 mánuðum
Það eina sem vantar á þessa Dean gítara til að fullkomna ljótleikann er innbyggt ljósashow, djöfull eru þetta fáránleg hljóðfæri!

Re: pop filter

í Hljóðvinnsla fyrir 15 árum, 3 mánuðum
Helst notaðar sokkabuxur af mömmu sinni ef maður vill ná verulega úrkynjaðri vókaltöku, að vera í kúrekastígvélum með háum hælum hjálpar líka til.

Re: Tengja saman magnara - aðstoð

í Hljóðfæri fyrir 15 árum, 3 mánuðum
þú notar bara einhvern effektapedala sem er með 1 inn og 2 út og svo snúrur frá útgöngunum á pedalanum í sitthvorn magnarann, málið leyst. (þarft ekkert að kveikja á effektnum semsagt, notar hann bara sem millistykki.)

Re: ÓE: M-Audio FastTrack Ultra 8R

í Hljóðfæri fyrir 15 árum, 3 mánuðum
Ég keypti m-audio fast track græju (ekki þessa sem þú ert að tala um samt) þegar tónastöðin og hljóðfærahúsið sameinuðust, ég gat ekki fengið þetta drasl til að virka nema með alveg andstyggilega miklu latencyi þeas að það liðu svona 2 sekúndur frá því að maður spilaði eitthvað þangað til talvan tók við því, ég sótti nýja asio drivera og hvaðeina á heimasíðu m-audio en það lagaðist ekki rassgat svo ég endaði á að gefa vini mínum þetta. Ég hef aldrei lent í sambærilegu veseni með nein önnur...

Re: hvað er safnið mikils virði

í Hljóðfæri fyrir 15 árum, 3 mánuðum
Ég myndi skjóta á svona 2 milljónir.

Re: kaninn

í Músík almennt fyrir 15 árum, 3 mánuðum
Prumpublautt proggrokk frá bretlandi.. Muse semsagt? Það er alveg satans vond hljómsveit.

Re: Fender Twin Reverb

í Hljóðfæri fyrir 15 árum, 3 mánuðum
Ég myndi bara leyfa magnaranum að halda þessu útliti, hann er skemmtilega trashy svona. Já og með lampana, það eru held ég frekar fancý lampar í þessum gaur þannig að best væri að halda í þá af þeim sem eru ennþá nothæfir frekar en að skipta um allt settið, ég myndi amk reyna að finna einhvern sem á lampamælitæki til að tékka á ástandinu á þeim áður en ég splæsti í nýja lampa.

Re: Til sölu Mesa Boogie Stiletto Trident - STAGE II 190.000 kr!!!!!

í Hljóðfæri fyrir 15 árum, 3 mánuðum
150 vatta lampamagnarahaus? Er fólk í alvöru að nota svona öflugt stöff í dag og hvar þá?

Re: Viltu hljóma eins og Sigur Rós?

í Hljóðfæri fyrir 15 árum, 3 mánuðum
Ég tel mig vera mjög open minded þegar kemur að tónlist en mér finnst bara Sigur Rós vera alveg hundleiðinleg hljómsveit, ég er búinn að heyra alveg nóg með þeim til að vera viss í minni sök um það hvað mér finnst um þetta band, ég veit það ekki, kannski hefði ég þolinmæði til að hlusta á þetta ef ég væri hasshaus en ég er það ekki semsagt.

Re: Viltu hljóma eins og Sigur Rós?

í Hljóðfæri fyrir 15 árum, 3 mánuðum
Jamm, þetta er nákvæmlega afsökunin sem tveir söngvarar sem gátu ekki samið texta notuðu í prufu hjá hljómsveit sem ég var í, og stuttu seinna bættu þeir við “Hvað? Hefurðu ekki hlustað á Sigur Rós?” Ég virði skoðanir annara en áskil mér réttinn til að vera gjörsamlega ósammála þeim.

Re: Viðgerð á hljóðfæri

í Hljóðfæri fyrir 15 árum, 3 mánuðum
Ókei, ef þú vilt borga aukalega fyrir það þá er það svosem í lagi, en viðgerðarmenn reikna sér mjög hátt tímakaup..

Re: Viðgerð á hljóðfæri

í Hljóðfæri fyrir 15 árum, 3 mánuðum
skipta um strengi? einn algjörlega ósjálfbjarga sko.. :D

Re: Gretsch G5700

í Hljóðfæri fyrir 15 árum, 3 mánuðum
svona gítar stillir maður í opinn E hljóm, leggur hann svo á borð og spilar slide á hann með stórum járnhlunk. http://www.youtube.com/watch?v=g0_hnGLR-jY

Re: ÓE ibanez Artcore

í Hljóðfæri fyrir 15 árum, 3 mánuðum
Ég myndi telja alveg hverfandi litlar líkur á því að seljandinn sé tilbúinn að taka Epiphone Les Paul upp í Ibanezinn en kannski geturðu dílað eitthvað við þá í Rín um að þeir taki gítarinn þinn í umboðssölu og haldi Ibaneznum þangað til þinn selst, ég hef stundum gert svipaða díla í hljóðfæraverslunum þegar mig hefur langað í eitthvað en ekki átt fyrir því þá stundina..

Re: Viltu hljóma eins og Sigur Rós?

í Hljóðfæri fyrir 15 árum, 3 mánuðum
Sigur Rós opnuðu dyrnar fyrir það að það væri í lagi fyrir íslensk bönd að syngja eitthvað bull hljómandi eins og vælandi aumingjar, það er ekki fyrr en fyrst núna mörgum árum seinna að við erum byrjuð að ná okkur eftir þessa tónlistarlegu niðurlægingu.

Re: Magnaraskiptispæling...

í Hljóðfæri fyrir 15 árum, 3 mánuðum
kauptu marshallinn sem er verið að auglýsa hérna neðar á síðunni, 100w 2X12 tsl combo á 85 þúsund, þeir kosta 230 nýjir.. Bætt við 10. september 2009 - 21:52 Ef ég ætti ekki 4 gítarmagnara og þaraf eina Marshall lampastæðu þá myndi ég kaupa þennann JCM2000 tsl magnara, ég keypti 2x12 marshallbox af manninum sem er að selja hann og það sá alls ekki á því, það var eins og nýtt og hann hafði keypt það á sama tíma og magnarann, þessa tsl magnara er hægt að láta ganga bæði á 100 vöttum og eins á...

Re: Gítarháls

í Hljóðfæri fyrir 15 árum, 3 mánuðum
Í útlöndum fyrir viðbjóðslega mikla peninga, þú gætir etv fundið einhvern sem á svoleiðis hérlendis og fengið að prófa hann til að átta þig á hvort svoleiðis henti þér..
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok