Það er hægt að fá echoplex af ebay fyrir nokkurhundruð dollara, ég hef einusinni séð græju eins og mína fara á 700 dollara þar en mín útgáfa er reyndar alveg verulega sjaldgæf, ég vil ekki gefa upp hvað ég borgaði fyrir echoplexið en það er búið að bjóða mér 250 þúsund í það og ég sagði nei, ekki vegna þess að græjan væri endilega þess virði peningalega séð heldur bara vegna þess að mig langar alls ekki til að selja það, ég stórefast um að ég geti fundið nokkuð sem hljómar betur en þetta tæki.