Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Elvis2
Elvis2 Notandi frá fornöld Karlmaður
700 stig
Gítarar = Gibson Les Paul Standard, Fender Jazzmaster. Aria Einhverfjandinn.

Re: Hljóðdempun

í Hljóðfæri fyrir 15 árum, 3 mánuðum
Ég er einmitt að útbúa lítið stúdíó og ég keypti einhverjar frekar stórar gólfmottur í ikea fyrir ekki svo mikla peninga og svo negldi ég lista á veggina upp við loft og teppin hanga af þeim svona 2 til 3 sentimetra frá vegg, þetta bæði hljóðeinangrar og drepur hljóðendurkast, annað sem ég geri til að minnka hljóðendurkast er að fjarlægja hornin á herberginu með því að láta teppin sem hanga úr loftinu koma í boga fyrir hornin, geri semsagt herbergishornin svolítið hringlaga. Það er oft hægt...

Re: TS : Magnarar

í Hljóðfæri fyrir 15 árum, 3 mánuðum
Ef eitthvað hefur hækkað í verði síðan að kreppan skall á þá er mjög eðlilegt að verðleggja þann hlut í endursölu miðað við hvað hann kostar í dag, annað væri bara rugl og slæmur bisniss, maður selur hlutina á það sem fólk er tilbúið að borga fyrir þá, ef eitthvað selst ekki þá lækkar maður verðið, ég sel án undantekninga hljóðfæri til að fjármagna kaup á öðrum hljóðfærum og segjum að magnari hafi kostað 65 þúsund nýr fyrir kreppu en kosti 100 þúsund núna eins og td tiny terror þá færi ég...

Re: TS : Magnarar

í Hljóðfæri fyrir 15 árum, 3 mánuðum
Ég borgaði 45 þúsund fyrir nýjann Gibson Explorer út úr búð 1992, myndi samt ekki selja svoleiðis á, tjah, 30 þúsund í dag..

Re: Roland HD-1

í Hljóðfæri fyrir 15 árum, 3 mánuðum
Ekki illa meint en ég hef bara einusinni séð svona dót notað á tónleikum og það hljómaði virkilega kjánalega þó að trommuleikarinn hefði verið alveg rosalega fær, þetta er samt auðvitað alveg frábær lausn tii að geta spilað á og tekið upp trommur heima hjá sér án þess að æra nágrannana..

Re: Leiðir til að semja ?

í Hljóðfæri fyrir 15 árum, 3 mánuðum
breyttu stillingunni á gítarnum þínum, það er nóg að lækka tildæmis g strenginn um heiltón eða álíka, þá geturðu ekki lengur notað hljómana og frasana sem þú ert vanur að nota og ert alltíeinu kominn með glænýja pallettu af hljóðum, alltíeinu koma alveg glænýir frasar og hljómagangar. Svo er líka gott að halda framhjá kellingunni sinni með bestu vinkonu hennar og láta hana svo dömpa sér mjög illa, allt tilfinningalegt ójafnvægi virkar mjög vel til lagasmíða.

Re: Mismunandi gítarbox

í Hljóðfæri fyrir 15 árum, 3 mánuðum
Ég er með 2 Marshallbox, annað er 4X12 með celestion greenback hátölurum og hitt er 2X12 með celestion heritage /celestion vintage hátölurum og hljómurinn í upptökum frá þeim er alveg gjörólíkur þó ég noti sama haus eins stilltann við bæði boxin. Best hljómandi hátalararnir eru samt gamlir hátalarar með alnicoseglum tildæmis Jensen eða þessir sem voru í gömlum Vox mögnurum, ég er með Gibson hátalara með alnicosegli í gömlum Gibsonmagnara og það bara hljómar ekkert betur en það helvíti.

Re: Sunburst eða black

í Hljóðfæri fyrir 15 árum, 3 mánuðum
Hvíta knobs og pickguard? Það er bara virkilega ósmekklegt. Bætt við 27. september 2009 - 01:44 Ef þú lætur mála gítarinn þá ertu í rauninni að lækka mögulegt endursöluverð á gítarnum um heilann helling, ég hugsa að fæstir huganotendur myndu tildæmis borga mikið fyrir handmálaðann epiphone, þú ert örugglega að skafa amk 20 til 30 þús af endursöluverðinu.

Re: magnari

í Hljóðfæri fyrir 15 árum, 3 mánuðum
Roland microcube eru frábærir heimamagnarar, ég á svoleiðis og þó ég eigi 3 aðra mun fínni/dýrari/stærri magnara þá nota ég Microcube magnarann svona 90% af tímanum.

Re: Gibson EKKI USA til sölu.

í Hljóðfæri fyrir 15 árum, 3 mánuðum
Þetta drasl á ekkert meira skylt við Gibson gítar þó það standi Gibson á hausnum frekar en að Trabant bifreið sé Mercedes Benz ef einhver límir Benz merki á hann. Gibson framleiða gítara eingöngu í bandaríkjunum, þetta drasl er minna en einskisvirði, þetta er eins og eftirprentun af málverki nema að þessi tiltekna eftirprentun er að þykjast vera frummynd, ég myndi mölva helvítið og brenna svo spýtnabrakið.

Re: VINTAGE ROLAND SPACE ECHO CHORUS REVERB RE-501

í Hljóðfæri fyrir 15 árum, 3 mánuðum
Þrjú orð : Ekki Selja Þetta! Ég á svipaða græju (Maestro Echoplex með innbyggðum 4ra rása mixer) og það er búið að bjóða mér alveg upp í kvartmilljón fyrir það en suma hluti á maður bara ekki að selja. Þó að það standi Roland á þessu þá skaltu ekki setja samasemmerki milli þessarar græju og Roland dótssins sem er verið að selja í dag, svona græja hefur sál og er ekkert svipuð digitaldótssins sem Roland/Boss eru að selja í dag, þetta er alvöru. Ef þú sinnir almennu viðhaldi á svona græju...

Re: Gibson Til Sölu

í Hljóðfæri fyrir 15 árum, 3 mánuðum
Það væri enginn heilvita maður að selja 500 þúsund krónu gítar fyrir 130 þús, þetta er feik og hann veit það.

Re: TS: Boss Mega Distortion og Metalzone

í Hljóðfæri fyrir 15 árum, 3 mánuðum
Ég skal kaupa þennann Metalzone s=8647926

Re: Lampar

í Hljóðfæri fyrir 15 árum, 3 mánuðum
Vinur minn gerir við og smíðar magnara, hann hefur verið með puttana í öllum mögnurunum mínum og mér fannst lógiskt að hann fengi lampana.. En já, ég hefði samt allavega átt að halda í nokkur sett fyrir sjálfann mig.

Re: Lampar

í Hljóðfæri fyrir 15 árum, 3 mánuðum
Ekki slæmt, ég fann einmitt nokkur hundruð svona gaura fyrir ca 2 árum síðan og gaf vini mínum þá.. Það er ekki laust við að ég sjái svolítið eftir því í dag..

Re: Hver er maðurinn / græjan?

í Hljóðfæri fyrir 15 árum, 3 mánuðum
Hey! Ég fékk ekki Michael Jackson æði! Ég blindaði sjálfan mig til að verða alveg eins og átrúnaðargoðið mitt hann Stevie Wonder og svo tók ég feil á klórbrúsa og afrósjampóinu mínu, ég hef verið hvítur og sköllóttur æ síðan!

Re: hvað er það stærsta sem þið hafið stolið úr búð?

í Tilveran fyrir 15 árum, 3 mánuðum
Ég hef líka stolið flutningabíl og valtara en ekki úr búð semsagt.

Re: hvað er það stærsta sem þið hafið stolið úr búð?

í Tilveran fyrir 15 árum, 3 mánuðum
Ég hef aldrei stolið neinu stóru úr búð en ég stal einusinni pálmatré sem var svona 140 cm á hæð af einhverjum bar, ég skjögraði með það alveg draugfullur undir frakkanum mínum fram hjá dyraverðinum..

Re: smá hjálp með lampamagnara

í Hljóðfæri fyrir 15 árum, 3 mánuðum
Það er svo rosalega misjafnt hvað lampar endast, ég var með sömu powerlampana í 130w musicman magnaranum mínum í 10 ár eða þangað til ég seldi magnarann árið 1998 og ég held að sú sem keypti magnarann sé bara búin að skipta um þá einusinni (og hún notar magnarann nokkrum sinnum í viku) musicmaninn var með transistorformagnara þannig að það voru semsagt ekki formagnaralampar í honum. En ef magnarinn hljómar vel þá er alltílagi með lampana, svo einfalt er það.

Re: smá hjálp með lampamagnara

í Hljóðfæri fyrir 15 árum, 3 mánuðum
júbb, undir knobunum framaná magnaranum. Vertu ekkert að kaupa lampa í kvikindið fyrr en þú ert búinn að prófa magnarann almennilega, lampar eru viðbjóðslega dýrir (eins og flest þessa dagana) tékkaðu hvort hann virki ekki með lömpunum sem eru í honum. Bætt við 19. september 2009 - 20:42 Lampar skemmast ekkert þótt þeir séu ekki notaðir í einhvern tíma, ég hef sett lampa úr gamalli talstöð frá seinni heimsstyrjöld í lampamælitæki og það var ekkert að þeim lömpum.

Re: Leita að: Shure míkrafón

í Hljóðfæri fyrir 15 árum, 3 mánuðum
Ég held að sm57 sé eingöngu hugsaður til að taka upp hluti sem eru mjög nálægt honum tildæmis ef maður setur hann upp við magnara eða syngur í hann og þessháttar, þetta er ekki heppilegur mæk til að nota sem overhead mæk, tékkaðu amk á heimasíðu shure áður en þú kaupir hann í þeim tilgangi.

Re: Leita að: Shure míkrafón

í Hljóðfæri fyrir 15 árum, 3 mánuðum
Þú ert þá væntanlega að leita að Shure SM57 fyrir gítarmagnarann en þarft örugglega eitthvað allt annað til að nota sem overhead á trommur.

Re: smá hjálp með lampamagnara

í Hljóðfæri fyrir 15 árum, 3 mánuðum
Þetta er haus er það ekki? Ef svo er þá bara ekki kveikja á honum nema að hann sé tengdur við hátalarabox, annars getur hann skemmst. Að öðru leyti bara nota almenna skynsemi, það væri örugglega alltílagi að þurrka af honum mesta rykið, skrúfa jafnvel af plötuna á bakinu og ryksuga hann að innann, spreyja wd40 í samskeyti undir volume og tónstillum osfrv, það segir sig sjálft að þú hefur magnarann ekki í sambandi þegar svoleiðis er gert.. Lampamagnarar (amk marshall) eru með 2 rofa til að...

Re: Hjálp með pikkuppa

í Hljóðfæri fyrir 15 árum, 3 mánuðum
þessir Gibson pickuppar eru fínir, þeir eru alveg rosalega mikið betri en pickupparnir sem Epiphone setja í flesta gítarana sína. ég held að ég fari rétt með það að Gibson setji þessa sömu pickuppa í Gibson Les Paul Custom gítarana sína.. Ef þeir eru nógu góðir til að þeir noti þá í hálfrarmilljónkrónu flaggskipið sitt þá mega þeir alveg vera nokkuð góðir hefði ég haldið.

Re: með trommusett í blokk!!!

í Hljóðfæri fyrir 15 árum, 3 mánuðum
Ég vil meina að eggjabakkar geri nánast ekkert gagn, þeir draga mögulega eitthvað örlítið úr endurkasti á hljóði inni í herberginu sjálfu en sem hljóðeinangrun.. Neibb. Teppi á veggina gera meira gagn, þú lætur semsagt teppin hanga aðeins frá veggnum, setur lista við loftið og hengir teppin utaná listana þannig að það sé holrúm milli teppis og veggs, það myndast hljóðeinangrun við það, afturámóti ef teppin eru föst á veggnum sjálfum (negld eða límd með teppalími) þá gerir það ekki mikið gagn.

Re: með trommusett í blokk!!!

í Hljóðfæri fyrir 15 árum, 3 mánuðum
Trommusett í blokk? Það gengur bara alls ekki held ég. Ég á mjög erfitt með að ímynda mér að það sé hægt að innrétta geymsluherbergi í stigagangi þannig að það dugi til að hljóðeinangra það mikið til að nágrannarnir kvarti ekki, sérstaklega ef þú ert svo ekki tilbúinn að nota búnað sem dempar hljóðið frá trommusettinu. Ef nágrannarnir leggja inn kæru vegna hávaða frá þér þá held ég að eftir 3 kærur sé hægt að gera trommusettið þitt upptækt, ég veit amk að 3 kærur eru nóg til að láta...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok