Bróðir minn var einmitt að benda mér á þetta Ubuntu stýrikerfi, ég ætla að skoða það. Ég vil bara sem minnst þurfa að fokka í tölvunum mínum sjálfur, það er líklegra en ekki að ef ég eigi eitthvað við þær þá fari allt í helmingi meiri klessu en það er nú þegar í, ég man þegar að vinur minn fór í fýlu út í Bill Gates einu sinni sem oftar að hann ákvað að installa Linux stýrikerfi á tölvuna sína og keyra það samhliða Windows, það endaði í tómum harmi, ég vil ekki láta eitthvað slíkt koma fyrir hjá mér.