Mér finnst Dunlop wahpedalarnir ekki góðir, ég hef átt tvo þannig og mér finnst þeir eru ekki ná nógu langri sveiflu frá lægstu tíðni í hæstu, eru meira eitthvað að moðast um einhversstaðar í miðjunni, reyndar framleiða Dunlop slatta af mismunandi wahpedölum og ég hef bara átt svona standard crybaby, kannski eru einhverjir af hinum skárri. Ég hef líka átt Morley Wah/Volume pedala, hann var einhvernveginn ekki heldur málið, hann hagaði sér ágætlega með sumum gítörum en var afleitur með öðrum....