Þegar ég var 15 ára átti vinur minn Sunn bassamagnara með innbyggðum phaser nema hvað að phaserinn var ekki sjálfvirkur og það þurfti að snúa takkanum á magnaranum til að hann, öh, pheisaði semsagt.. Og þar sem ég var “umboðsmaður” hljómsveitarinnar hans (þeas að ég kunni ekki á neitt hljóðfæri) þá fékk ég að njóta þess vafasama heiðurs að fá að standa einusinni upp á sviði á tónleikum og snúa takkanum, þetta var fyrsta reynsla mín af því að standa upp á sviði með hljómsveit og eftir það var...