Þú getur kannski notað þetta Zoom tæki sem hljóðnemaformagnara, stillir þá sennilega á Fender Twin eða Roland Jazz Chorus til að fá “kurteist” grunnsánd, þú drepur á öllum effektum og fínstillir svo EQið á “magnaranum” þangað til þú færð viðunandi söngsánd. Gleymdu gítarpresettum, þú ert að miða á allt annað sánd, byrjaðu á að stilla bassa/miðju/treble á svona 5 af 10 og ef þú ætlar að nota effektana í Zoominu notaðu þá alveg virkilega sparlega því það er ekkert mál að bæta við td reverbi...