Svart er alltaf litur ógnar og skelfingar, eða bara hins illa, það vita allir áróðursmeistarar. Ef útmála á óvininn illan á korti, tákna hann með svörtu. Líka ef skelfa á óvininn með táknmyndum og einkennisbúningum, hafa allt svart. Skemmtilegur er sketsinn þar sem einhver fremur tregur SS-maður er að velta þessari mótsögn fyrir sér: “Bíddu, við erum í svartklæddir, með hauskúpumerki, erum VIÐ þá vondu kallarnir?” ;) Þetta litmyndasafn er síðan helvíti flott, og fæst af þessu hefur maður séð áður.