Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: superman returns

í Kvikmyndir fyrir 18 árum, 5 mánuðum
Hvernig ætlaði Lex eiginlega að byggja á þessu kríli, það voru ekki nægir flatir fletir til þess að geta það Einmitt, svo var þetta endalaust ljótt landsvæði sem fáir myndu vilja búa á. Það heimskulegasta var að hann ætlaði að drepa milljarð manns og svo hélt hann að fólk myndi borga honum peninga til að búa þarna. Lex færi beint í lífstíðarfangelsi og eyjan væri yfirtekin af einhvernum hernum. Reyndar Lex til hagsbóta segist hann hafa háþróaða framandi tækni, milljónum árum framar öllu sem...

Re: superman returns

í Kvikmyndir fyrir 18 árum, 6 mánuðum
SR er fín, samt vonbrigði, alltof þung og tekur sig alltof alvarlega, þessi mynd er ámóta dimm og hæg og Batman begins. Ég hef ekkert á móti myndum sem einblína á samtöl eða persónurnar en þetta er Superman, við fáum að sjá hann í action hvað? tvisvar sinnum í 2 og hálfsklukkutíma mynd? Svo væri fínt að fá eitthvern andstæðing sem gæti barist við Superman, ég þekki ekki teiknimyndablöðin en hann hlýtur að eiga verðuga andstæðinga. Lex er ágætur en þessi Lex er gamaldags “looney tune”...

Re: Nammifíkn..!

í Heilsa fyrir 18 árum, 6 mánuðum
“Best að reyna hemja sig alla vikuna en svo einn dag t.d. laugardag er bara gott að fá sér nammi til að gefa meltingunni smá ”sjokk“ og koma henni í gang aftur og þá brennuru meira yfir vikuna.” Það er sniðugt, ég er með nammidag á laugardögum en af einhverjum fáránlegum ástæðum langar mig aldrei í nammi á laugardögum…..:(

Re: Hverjir eru sammála mér?

í Kvikmyndir fyrir 18 árum, 6 mánuðum
Hún er ágæt…. fullt af glötuðum hlutum í henni samt fannst mé

Re: Handlóð

í Heilsa fyrir 18 árum, 6 mánuðum
Þyngja, þyngja, þyngja. Þú styrkist ekkert á þessu, ekki lengur allaveganna ef þú ert byrjaður að geta 50 sinnum. Ágætis regla finnst mér að þyngja þegar þú getur gert 15 sinnum með góðu formi, ss mjög erfitt en ræður við það. Bara ekki vera of æstur í að þyngja, ég er alltaf að sjá 15-16 ára gutta með 20cm framhandleggi vera rembast með 15-20kg handlóð, lyfta kannski 6 sinnum með þvílíkum rykkjum í staðin fyrir að taka helmingi minna, helmingi oftar og lyfta rétt. Það er nefnilega mjög...

Re: Gjörsamlega Búinn Að Fá Nóg Af Vinnuskóla Reykjavíkur!

í Tilveran fyrir 18 árum, 6 mánuðum
Aaaahhh vinnuskólin, góðir tímar, maður var hangandi með vinum og bekkjafélögum sínum allan daginn á launum, lélegum reyndar en maður áorkaði álíka miklu á 8 tímum og röskur samviskusamur vinnumaður myndi haska af á 2 - 3 tímum. Verst að maður kunni ekki að meta það þá, maður var ofdekraður aumingi, með töffarastæla og kjaft. Bíddu bara eftir nokkur ár muntu hugsa um hve auðvellt þetta var allt saman.

Re: Venom í Spider-Man 3

í Kvikmyndir fyrir 18 árum, 7 mánuðum
Verður Venom ekki CGI fyrirbæri?

Re: Ofurmennið snýr aftur - Sýnishorn í fullri lengd

í Kvikmyndir fyrir 18 árum, 8 mánuðum
Sem eldgamall Superman fan þá er ég búinn að bíða eftir þessum blessaða trailer með mikilli eftirvæntingu síðustu mánuðina. Ég er bara alls ekki sáttur, hann byrjar mjög vel með Lex í fortressinu og kílómetra löngu stökki frá ungum Clark en restin er ekkert æðisleg. Búningurinn er alls ekki töff, það er svosem gefið, hann hefur aldrei verið töff. Það er algert smáatriði en getur skemmt mikið fyrir. CGI virkar tölvuleikjalegt. Engum hefur reyndar tekist að gera fólk rauverulegt með CGI, ekki...

Re: Hvaða mynd

í Kvikmyndir fyrir 18 árum, 8 mánuðum
Mitt klúður sorry:) Samt kúl mynd

Re: Strákar sem lemja kærustur sínar

í Tilveran fyrir 18 árum, 9 mánuðum
Bíddu barði þessi gaur kærustuna sína svo ílla að hún þurfti læknisaðstoð í miðju partíi fyrir framan alla??? Maður lemur ekki stelpur, það er svo einfallt. Að karlmaður berji kvenmann er ekki sambærilegt við að karlmaður berji annan karlmann að mínu mati. Að karlmaður berji konu er sambærilegt við að fullorðinn karlmaður berji 12-14 ára strákling. Og maður lemur ekki einhvern stubb úr 7-8 bekk alveg sama hvað hann er pirrandi.

Re: Eitt sem mér langar að deila með ykkur

í Gullöldin fyrir 18 árum, 9 mánuðum
Hljómar mjög heimskulega að mínu mati en þó ekki vitund heimskulegra en margur gullaldaráhugamaðurinn sem heldur því fram að nánast ekkert gott hafi komið út eftir 1980.

Re: Fyrri ár The Ramones

í Gullöldin fyrir 18 árum, 9 mánuðum
Góð grein. Það má alltaf rífast um hverjir voru fyrsta pönkbandið en að rífast um hverjir voru á undan Ramones eða Sex pistols er bara kjánalegt. Ramones voru á undan Pistols, ártölin tala sínu máli en Damned voru fyrsta breska pönksveitin til að gefa út smáskífu og breiðskífu. Fyrsta stóra Ramones platan, sem er að mínu mati ein besta plata allra tíma, kom út í may 1976 ekki 1975. Ég skil ekki hvað allir hafa á móti gítarstíl Johnny Ramone. Fyrir utan það að Johnny hafi fundið upp nýjan...

Re: Hvað disk?

í Gullöldin fyrir 18 árum, 9 mánuðum
Blues & ballads : Lonnie Johnson (1960) Joan Baez : Joan Baez (1960) East west : Paul Butterfield (1966) Red : King Crimson (1974) Another green world : Brian Eno (1975) Warren Zevon : Warren Zevon (1976) Annars er ég mest að pæla í nýrra efni þessa daganna.

Re: Uppáhalds Safnplata

í Gullöldin fyrir 18 árum, 9 mánuðum
Ég segi líka Greatest hits með Queen, það er eini safndiskurinn sem ég hef heyrt á ævinni sem fékk mig til að halda að hljómsveitin væri betri en hún raunverulega var. Safndiskar eru oft hættuleg kaup, ég get ekki ímyndað mér nokkurn hlusta á best-of diska með Who, Kinks, Dylan, Pink floyd eða jafnvel Rolling stones og verða spenntur fyrir að kaupa alvöru plöturnar þeirra.

Re: Hvaða tímabil er gullöldinn?

í Gullöldin fyrir 18 árum, 9 mánuðum
1954-1976? Hún byrjaði með vinsældarbylgju rokksins og lauk með mesta umbrotatíma rokksögunnar, tilkomu pönksins. Núna er Gullöldin 2 eða einfaldlega kafli 2. Bráðum hlýtur kafli 3 að fara að byrja:)

Re: Pönk

í Popptónlist fyrir 18 árum, 9 mánuðum
Ok þetta er mjög furðuleg grein, um hvaða síðu ertu eiginlega að tala þarna í upphafi? hvernig væri að birta listan og svo bara slóðina á bloggsíðuna þína. Svo vantar auðvitað nöfnin á plötunum, hvaða hljómsveit er þarna í 9 sæti td. eru það Dead kennedys eða X eða Vibrators?? Sömuleiðis 3 sætið. Er annars ekki sammála með Meat puppets, pönk-grúppurnar voru flestar komnar á kaf í tilraunamennsku 1978-1979.

Re: Varanleg áhrif - Kafli 1 - The Great Late 60's / Psychedelic Era / skrifað af Buddy Miles

í Rokk fyrir 18 árum, 9 mánuðum
Hver er aftur Buddy Miles? Vei ég á allar þessar plötur Love - Forever Changes 1967 Var gríðarlega vanmetin í gamla daga en er orðin frekar ofmetin í dag að mínu mati. Gagnrýndur keppast við að troða þessari plötu inn á top 10 listana sína. The Beatles - Revolver 1966 Tomorrow never knows segir einmitt allt um hve byltingarkennd þessi plata var einmitt vegna þess að það er eina raunverulega byltingarkennda lagið á allri plötunni. Samt frábær plata. The Kinks - The Village Green Preservation...

Re: Geisladiskasafnið ykkar? (já, enn eitt skiptið)

í Metall fyrir 18 árum, 10 mánuðum
Hey cool ég hélt að ég væri eini gaurinn sem setti diskana sína í Excel-skjal. Samt ekki að skilja að þú setur nýjustu diskana efst og svo þá eldri neðar, byrjarðu þá neðst eða?? Ég skilgreini reyndar alltaf hljómsveitina sér og hef útgáfuárið á eftir plötuheitinu og svo einkunn plötunnar. sýnishorn úr skjalinu tvær fyrstu sveitirnar The 13th floor elevator The psychadelic sounds of.. 1966 7,5|10 The 5 Royales Dedicated to you 1957 7|10 Sing for you 1959 6,5|10 Ég er líka með lista í...

Re: Verstu ár rokksögunnar

í Gullöldin fyrir 18 árum, 10 mánuðum
1983-1985…gjörsamlega ekkert að gerast! nema kannski eitthvað journey hair metal ógeð Fullt að gerast eins og: Industrial tónlist Einsturzende neubauten Cocteau twins finna upp dream popp Nick Cave verður nýtt afbrigði af singer-songwriter R.E.M gefa út Murmur eina fyrstu college-pop plötuna Bad brains blanda saman reggie og hardcore Meat puppets blanda saman kántrí og hardcore Sonic youth og Swans gefa út sínar fyrstu plötur Metallica finnur upp speed metal og Slayer taka thrash tónlist...

Re: Verstu ár rokksögunnar

í Gullöldin fyrir 18 árum, 10 mánuðum
Ástæður mínar eða rök… eða eitthvað 1958-1964 Þetta tímabil er ekkert verra en þau á undan rokkbylgjunni 54-56 en þó býsna slök miðað við 1955-2005 staðalinn. Þetta er tímabil útbrunna rokkara, söngvasveita, surf-sveita, instrumental tónlistar, endurkomu þjóðlagatónlistar, novelty-laga, poppsöngvara, stelpnasveita Phil Spectors, merseybeats og r&b tökulaga. Þetta var tími smáatriðanna, það sem keyrði þróunina áfram voru stök lög og ýmis tæknileg atriði. Mjög fáir tónlistarmenn gátu staðið...

Re: Verstu ár rokksögunnar

í Gullöldin fyrir 18 árum, 10 mánuðum
Já já en ég er að spyrja ykkur:) Góða nótt

Re: Verstu ár rokksögunnar

í Gullöldin fyrir 18 árum, 10 mánuðum
Mitt álit auðvitað…

Re: Gullöldin , aldrei kemur þú aftur !

í Gullöldin fyrir 18 árum, 10 mánuðum
Sama sagan og oft áður og örugglega sama vandamálið, þú þekkir enga nútímatónlist nema þá sem þú heyrir í gegnum fjölmiðla. Gullöldin má eiga það að það sem naut vinsælda þá er talsvert betra en það sem nýtur vinsælda núna. Gleymdu því ekki að þegar þú hlustar á klassíkst rokk í útvarpi eru þeir að velja úr bestu lögin frá 20 ára tímabili, þegar þú hlustar á útvarpstöð sem spilar nýja tónlist ertu aðallega að heyra lög sem eru vinsæl einmitt núna. Frekar ósanngjarn samanburður, ef þú hefðir...

Re: Emerson, Lake and Palmer

í Gullöldin fyrir 18 árum, 10 mánuðum
ELP eru ágætir en alls ekkert sem þú getur dregið fram úr diskarekkanum og sagt við félaga þína: “Hvað þekkið þið ekki Emerson Lake & Palmer?” og svo heillað þá upp úr skónum með tóndæmum. Ekkert vera að kafa ofan í ELP, kynntu þér bara 1-3 helstu plöturnar þeirra og láttu svo gott heita. Reyndar eru ótrúlega margar hljómsveitir sem þú ættir að kynna þér áður en þú ferð að hlusta á ELP.

Re: Plötur?

í Gullöldin fyrir 18 árum, 10 mánuðum
annars, er þetta allt gullaldartónlist? Neinei, sem betur fer segi ég nú bara. Ég á nokkuð svipað magn af 60´s, 70´s, 80´s og 90´s tónlist, talsvert af 00´s og 50´s, svona ágætlega mikið af 40´s og 30´s og smá af 20´s.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok