Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: hversu mikið mundu þið halda

í Gullöldin fyrir 18 árum, 10 mánuðum
2300kr fyrir mig myndi ég segja, tónlistin er það eina sem skiptir máli, pakkninginn breytir engu máli.

Re: Plötur?

í Gullöldin fyrir 18 árum, 10 mánuðum
1401, af því eru svona 5 plötur:)

Re: Gilzeneggerr

í Tilveran fyrir 18 árum, 10 mánuðum
“ég þekkti þennan gaur þegar við vorum yngri” Gætir þú nokkuð sagt mér hvað hann er gamall?

Re: Skugginn kveður í bili....

í Tilveran fyrir 18 árum, 10 mánuðum
Jæja Skugginn farinn. Hann var svona einn af þeim notendum sem maður sló inn í ítarleg leit þegar maður hafði nákvæmlega ekkert að gera. Ekki vegna þess að hann hafi verið svo gáfaður eða heimskur heldur einfaldlega sérstakur. Skuggi85 var svolítill hræsnari í sér Nokkur dæmi 1. Hann sakaði nær alla í kringum sig um fordóma og þröngsýni en þóttist alltaf sjálfur líta á málin frá öllum hliðum.. en þrátt fyrir það virtist hann verja hverja einustu aðgerð Bandaríkjamanna og Ísraela. Hann átti...

Re: Ný tónlistarhugmynd

í Hugi fyrir 18 árum, 10 mánuðum
Nirvana indie?? Já árið 1989:)

Re: Fólk í vörn

í Metall fyrir 18 árum, 10 mánuðum
Þetta á held ég aðallega við um annaðhvort mjög unga hlustendur eða þá fólk með mjög takmarkaðan áhuga á tónlist, fólk sem hlustar kannski á 5 hljómsveitir sem það dýrkar og vill ekki vita af neinu öðru. Ég á mjög erfitt með að ímynda mér einstakling sem hlustar á 100+ hljómsveitir, bregðast ílla við lesi hann frá einhverjum að xxxxx sé ömurlegt drasl. Brjálaði aðdáandinn tekur slíku sem persónulegri móðgun en hinum er nokk sama, hann gæti byrjað að rökræða en færi aldrei út í persónulegt...

Re: Skalli

í Heilsa fyrir 18 árum, 10 mánuðum
Það eru því miður enginn almennileg ráð til gegn skalla. Skalli erfist frá móður svo það hefur ekkert að segja hvort faðir þinn sé nauðasköllóttur og þó að faðir móður þinnar sé með skalla þýðir það ekkert endilega að þetta erfðarefni sé í þér. Það er auðveld stærðfræði að ef skallaefðaefnið dæi aldrei og hefði alltaf yfirhöndina yfir hárerfðaefninu þá væri það líklega staðreynd í dag að allir karlmenn misstu hárið fyrir þrítugt. Hárið á langflestum byrjar að þynnast milli þrítugs og...

Re: Metallica

í Metall fyrir 18 árum, 11 mánuðum
Nei nei ekki BARA vegna heppni auðvitað. Það sorglega er að innan við 1% af öllum góðum hljómsveitum verða nokkurn tíman frægar.. svo maður hlýtur að spyrja sig af hverju góð hljómsveit eins og Metallica varð ofurfræg en önnur góð hljómsveit eins og td. Minutemen varð varla eitt né neitt. Kannski er það tímasetninginn? eða staðsetningin? eða bara réttu samböndin? Allaveganna er tónlist Metallica alls ekki útvarpsvænni en tónlist Minutemen. Æ þú veist..

Re: Metallica

í Metall fyrir 18 árum, 11 mánuðum
Mér finnst það nú ekkert svo vitlaust að segja að Metallica séu frægir vegna heppni… ef þú skilur hvað ég er að fara.

Re: Bandaríkjamenn og vinsældalistar þeirra

í Gullöldin fyrir 18 árum, 11 mánuðum
Bretar og Bandaríkjamenn eiga það sameiginlegt ásamt líklega flestum löndum að hampa helst sínum hljómsveitum. Í Bretlandi eru Queen næstum því jafn vinsælir og Bítlarnir, Stone roses og Smiths er hampað eins og þar fari einhverjar mikilvægustu og áhrifamestu hljómsveitir sögunnar. Ég veit ekki alveg hvernig þetta er í Bandaríkjunum en Queen eru ekki mikið í umræðunni og kæmust varla inn á topp100 í vinsældarkönnunum þar, Stone roses er óþekkt enn ég veit ekki stöðuna með Smiths. Samt eru...

Re: Iggy Pop og The Stooges

í Gullöldin fyrir 18 árum, 11 mánuðum
Stooges er auðvitað frábær hljómsveit, fyrsta platan þeirra markar tímamótin þegar garage-rokk (Sonics, Kinks, Monks, Them) breyttist í pönk rokk. Stooges hafa af mínu mati verið miklu áhrifameiri á pönkið en til dæmis New Yord dolls eða Dictators. Get samt ekki verið sammála með Ramones, Stooges voru mun meira sjokkerandi og höfðu mun meira “evil” attitute en Ramones nokkurntíman. Ramones höfðu nær ekkert pönk-attutude, þeir vildu bara gera rokk skemmtilegt aftur, enginn ofsi í Ramones,...

Re: Ný tónlistarhugmynd

í Hugi fyrir 18 árum, 11 mánuðum
“mér finnst persónulega að allt indie viðbjóðslegt og ein viðbjóðslegasta tónlistarstefna sem að hefur nokkurntíman litið dagsins ljós og ég vona að allir þeir sem að framkvæma þessi óhljóð deyji úr heilaæxli innan 2 ára” Þannig að þér finnst 99,9% af allri tónlist viðbjóðleg????? Veistu hvað indie er? Tæknilega er indie (independent) bara andstæðan við pop (popular). Indie er ekki tónlistarstefna, heldur getur það átt við allar tónlistarstefnur frá grind-core til ambients. Fugazi er indie,...

Re: Nýji búningur Súpermanns

í Myndasögur fyrir 18 árum, 12 mánuðum
Það er satt, þetta hlýtur að vera photoshoppað, það eru fullt af myndum af netinu þar sem óánægðir Superman-aðdáendur hafa breytt nýja búningnum í gamla búninginn hans Reeve. Mér finnst þessi margfallt flottari en sá nýji, ég skil ekki hvað Singer var að spá þarna. Vandamálið við Superman búninginn er að hann er bæði klassískur OG úreltur. Superman verður að vera í búningnum, hann er jafn mikill hluti af Superman og kraftarnir hans en það er ekki hægt að breyta honum neitt mikið án þess að...

Re: Hvað er popp tónlist?

í Popptónlist fyrir 19 árum
Ef við leyfum okkur að segja að t.d cradle of filth sé blackmetal, eða amk. í ætt við blackmetal, held ég að það sé hægt að kalla það blackmetal pop. :P Gæti verið, held að ég hafi aldrei heyrt í Cradle of filth…

Re: Hvað er popp tónlist?

í Popptónlist fyrir 19 árum
Allar þessar skilgreiningar wikipedia eru réttar, popp er ekki bundið við eina tónlistarstefnu heldur tilheyrir það öllum stefnum (þó ég hafi aldrei heyrt black/death-metal sem gæti flokkast undir popp en það hlýtur að vera hægt að gera svoleiðis plötu). Popptónlist er “auðveld” tónlist, hún krefst sjaldnast margra hlustunar og hún rennur ljúflega í gegn. Melódían er aðalatriðið í poppi en hún hefur ekki breyst neitt átakanlega mikið í gegnum áratugina, það eina sem hefur raunverulega breyst...

Re: Queen & bítlanir

í Gullöldin fyrir 19 árum
Það er fínt að þér finnist Revolver verst (eða næstverst), það er að minnsta kosti gild ástæða til að mæla ekki með henni annað en að tala um hversu súr hún er.. það er steypa. Ég er ekki sammála þér með Peppers, hún var önnur platan með þeim sem ég eignaðist og ég þurfti ekkert að venjast einu né neinu. Enda mjög létt plata, ein af fáum plötum síns tíma sem littlir krakkar gátu hlustað á. Mamma eignaðist Peppers árið 1967, 10 ára gömul og fannst hún frábær:)

Re: Queen & bítlanir

í Gullöldin fyrir 19 árum
Á Revolver eru það bara She said she said, Tomorrow never knows og Love you to sem geta kallast súr, fyrir utan þau höfum við 11 melódísk popplög . Á Peppers eru það eiginlega bara Being for the benefit of Mr. Kite og Within you without you, allir hafa heyrt Lucy in the sky svo hann ætti að vera vanur því. Jafnvel þó korkahöfundur hefði verið alin upp á boy-böndum og Mtv þá ættu Revolver og Peppers ekki að reynast of krefjandi hlustun. Ég held þvert á móti að Please please me gæti verið...

Re: Queen & bítlanir

í Gullöldin fyrir 19 árum
ef hann kaupir s´æer revolver og sgt peppers þá á það eftir að hrekja hann í burtu alltaf best að byrja á a hard days night og please please me eða the white album Af hverju í ósköpunum ættu Revolver eða Sgt.Peppers að hrekja nokkurn í burtu? Ég mæli með Revolver eða Peppers fyrir Bítlanna og Night at the Opera fyrir Queen

Re: Gaman að þessu

í Gullöldin fyrir 19 árum
Hljómsveit B myndi ég halda því þá myndu Peter Townshend og Keith Richard semja lögin. Samt væri mjög gaman að heyra Moon og Hendrix saman.. Annars veit maður aldrei, þetta yrðu kannski allt ömurlegar hljómsveitir, vel spilandi en hundlélegar.

Re: George Harrison eða Keith Richards?

í Gullöldin fyrir 19 árum
Richard var nokkuð einstakur (ég myndi sennilega hafa hann á mínum topp30 lista) en Harrison? Einn af fáum (frægu) gítarleikurum sjöunda áratugarins sem hafði enginn áhrif á framtíðina. (ss. pönk, new-wave, progg, skynvillu osfr). Reyndar er hann fullkominn fulltrúi Bítlanna að þessu leiti því í þeirra tónlist var nær enginn tilvísun í það sem koma skyldi (Tomorrow never knows er undantekning). Ótrúlegt að þeir séu almennt álitnir áhrifamesta hljómsveit allra tíma þegar þeir áttu ekkert með...

Re: Rolling Stones

í Gullöldin fyrir 19 árum
Líklega Exile on main street (1972) Samt mjög erfitt að segja því þróun platna Rolling stones var svolítið sérstök. Fyrstu plöturnar voru fullar af ungæðislegri orku en takmörkuðum lagasmíðum en með hverri plötu bötnuðu lagasmíðarnar en krafturinn hjaðnaði, svo að plöturnar urðu ekkert betri, hlutfallið milli þessa tveggja þátta snérist bara við. Allar plötur Stones frá 64-72 eru þess virði að kaupa fyrir utan kannski 12x5 og December´s children…

Re: George Harrison eða Keith Richards?

í Gullöldin fyrir 19 árum
Persónulega finnst mér báðir þessi gítarleikarar ofmetnir. Keith Richard var frábær lærlingur Chuck Berry (reyndar pakkaði hann Berry saman) en þessi staða hans sem riff-master er að mínu mati alls ekki verðskulduð. Það var ágætis fjöldi gítarleikara á þessum tíma sem sömdu kröftugri og frumlegri gítarriff en Richard kallinn. Tala nú ekki um þá sem komu á eftir honum. Harrison var BARA ágætur, við erum að tala um mann sem gat varla leikið sólóa, ófær um að spinna á sviði og hefur kannski 5...

Re: Herman's Hermits

í Gullöldin fyrir 19 árum, 1 mánuði
Þú ert ennþá að tala um þinn eigin smekk. Allt er list á sinn eigin skrítna hátt, og það að einhver hefur áhuga á Herman's Hermit gerir hann ekki að fífli. Ég kallaði engann fífl.. ég tengi ekki saman vitsmuni og tónlistarsmekk. Ef það er hægt að tala um hversu vinsæl hún var þá hljóta allavega einhverjir að hafa áhuga? Ekki satt.. Jú. Þetta tengist engu af því sem ég var að tala um. Sagði ég einhverntíman að enginn hefði áhuga á Herman´s hermits? Afþví að þú hefur eitthvað persónulegt...

Re: Herman's Hermits

í Gullöldin fyrir 19 árum, 1 mánuði
Creedence tóku plenty-O Cover lög…. Segðu mér að þeir voru ófrumleg og léleg drulla Já sirka 1-2 á hverri plötu, í öfugu hlutfalli við Herman´s hermits sem sömdu sirka 1 á plötu. Annars voru Creedence með nokkuð frumlegan hljóm en þeir komu á sama tíma og Band, International Submarine Band og Seatrain og á svipuðum tíma skipti fjöldi hljómsveita (Bítlarnir, Byrds, Stones) út skynvillunni fyrir country rokk og roots rokk.. þannig að ég efa að nokkrum hafi alvarlega brugðið í brún þegar þeir...

Re: Herman's Hermits

í Gullöldin fyrir 19 árum, 1 mánuði
Sorry en ef Herman´s hermits er góð hljómsveit þá vill ég aldrei nokkurn tíman í vondri hljómsveit. Andsk.. þarna vantaði “HEYRA” Sorry en ef Herman´s hermits er góð hljómsveit þá vill ég aldrei nokkurn tíman í HEYRA vondri hljómsveit.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok