Eitt týpískt dæmi væri til dæmis að athuga hvort kvíði og þunglyndi séu tengdar hugsmíðar með því að leggja fyrir bæði kvíðapróf og þunglyndispróf, fá svo marktæka fylgni þar á milli og telja sig hafa gert uppgötvun, þegar fylgnin felst í raun og veru fremur í því að spurt var um sömu atriði í báðum prófum að hluta til. Hvort það sé fylgni á milli prófanna er því ekki empirísk spurning, þ.e. ef prófin eru á annað borð áreiðanleg.