Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Calliope
Calliope Notandi frá fornöld 42 ára kvenmaður
602 stig

Re: Skera sig niður fyrir sumarið!

í Heilsa fyrir 18 árum, 6 mánuðum
OK, ég var reyndar að komast að því að megrunarlausi dagurinn er hreint ekki í dag, heldur 6. maí. En allavega, hún Sigrún Daníelsdóttir sem stendur fyrir megrunarlausa deginum hefur rannsakað megrun, offitu og annað slíkt. Á þessari síðu eru upplýsingar um hvernig ná megi í hana, ef einhver hefði nú áhuga: http://www.likamsvirding.is/

Re: Skera sig niður fyrir sumarið!

í Heilsa fyrir 18 árum, 6 mánuðum
Því miður er ég ekki með bókina mína úr lífeðlislegri sálfræði, minnir að ég hafi fyrst lesið þetta þar. Skal láta vita ef ég finn einhverjar greinar um þetta.

Re: Skera sig niður fyrir sumarið!

í Heilsa fyrir 18 árum, 6 mánuðum
OK, það sem ég kalla megrun er það að léttast. Nokkurn veginn alveg sama hvers vegna fólk léttist getur það brenglað brennslu líkamans.

Re: Skera sig niður fyrir sumarið!

í Heilsa fyrir 18 árum, 6 mánuðum
Þeir sem fara í megrun fokka upp í brennslunni hjá sér, og yfir 90% fólks fitnar aftur, og þá yfirleitt meira en áður.

Re: Skera sig niður fyrir sumarið!

í Heilsa fyrir 18 árum, 6 mánuðum
Svolítið kaldhæðnislegt að það er megrunarlausi dagurinn í dag… Ekki fara í megrun, folks, þið verðið bara feitari eftir á.

Re: Að læra stærðfræði - umræða

í Vísindi fyrir 18 árum, 6 mánuðum
Er orðin afskaplega ryðguð í útreikningum, en jú, ef þú nærð ekki núlli en kemst óendanlega nálægt því er núllið markgildið.

Re: Að læra stærðfræði - umræða

í Vísindi fyrir 18 árum, 6 mánuðum
Eru bara að meina hugtakið? Markgildi er bara það gildi sem fall stefnir á og nálgast alltaf meir og meir án þess að ná því alveg. Tökum dæmi. Segjum að ég sé fimleikakona og ætli að fara að æfa mig í að gera fullkomið heljarstökk. Fyrst er ég afar léleg en ég verð alltaf betri og betri. Ég kemst alltaf nær og nær fullkomnu stökki en næ auðvitað aldrei að gera gjörsamlega fullkomið stökk því fullkomnun er ómöguleg. Markgildið hér er því fullkomnun og ég stefni á það, kemst alltaf nær og nær...

Re: Pol Pott á wikipedia?

í Vísindi fyrir 18 árum, 6 mánuðum
Það er ekki til grein um Pol Pott, heldur náttúrulega Pol Pot :) Sjá hér: http://en.wikipedia.org/wiki/Pol_Pot

Re: Hvað er ég?

í Skóli fyrir 18 árum, 7 mánuðum
Nákvæmlega, þetta er mjög góð aðferð. Kannski ættirðu að fara að gera þetta reglulega. Svo er oft gott að fá e-n utanaðkomandi til að stjórna verðlaununum; þá getur maður síður svindlað ;)

Re: Hvað er ég?

í Skóli fyrir 18 árum, 7 mánuðum
Já, það er ættgengt að einhverju leyti. Sjá t.d. hér: http://www.visindavefur.is/svar.asp?id=1222

Re: Hvað er ég?

í Skóli fyrir 18 árum, 7 mánuðum
Mér finnst alveg eðlilegt að þú prófir að tala við klínískan sálfræðing. Kannski geturðu beðið einhvern sálfræðikennara í skólanum þínum um að benda þér á einhvern góðan. Það er ekkert víst að þú þurfir massameðferð en ég er viss um að góður sálfræðingur gæti leiðbeint þér með næstu skref. Helst dytti mér í hug að atferlismeðferð hentaði þér vel, en hún gengur út á að verðlauna fyrir rétta hegðun.

Re: Leitin að höfundum.

í Bækur fyrir 18 árum, 7 mánuðum
Eða Discworld er það e.t.v. skrifað.

Re: Leitin að höfundum.

í Bækur fyrir 18 árum, 7 mánuðum
Svo er það náttúrulega His Dark Materials, og Lord of the Rings. Og Diskworld. Þetta eru þær sem mér dettur í hug í fljótu bragði.

Re: 22 atriði sem geta leitt til dauða

í Heilsa fyrir 18 árum, 7 mánuðum
Mér finnst þetta nú dálítið fyndið :D

Re: besti heimspekingurinn

í Heimspeki fyrir 18 árum, 7 mánuðum
Hehe, jamm, var í perranum. Útskrifaðist síðasta sumar. Getur kíkt á okkur kjallararottur hér: http://kjallararottur.blogspot.com/

Re: besti heimspekingurinn

í Heimspeki fyrir 18 árum, 7 mánuðum
“Jarg - beygist eins og garg. Forðist jarg.”

Re: besti heimspekingurinn

í Heimspeki fyrir 18 árum, 7 mánuðum
Hehe, þú ert einn af þeim sem eru með lítinn Magnúskúlus í hausnum :D

Re: Hvaða bók?

í Bækur fyrir 18 árum, 7 mánuðum
Er að lesa The Amber Spyglass. Mjög margar áhugaverðar pælingar í þessum bókum. Ætla vonandi einhvern tíma að lesa Paradise Lost eftir Milton, því His Dark Materials ku byggja á henni. Svo eru skrilljón bækur sem ég er “að lesa” en klára aldrei, gríp bara í af og til. Meðal þeirra eru Lord of the Rings, About a Boy, The Red Tent, The Colour of Magic, já og svo má ekki gleyma hinni geysiskemmtilegu Sam's How to Teach Yourself Data Structures and Algorithms in 24 Hours :D

Re: eru vísindi bara fánýttur fróðleikur?

í Heimspeki fyrir 18 árum, 7 mánuðum
Ef vísindin væru ekki til væri ég ekki að skrifa þetta svar; ég hefði enga tölvu, og líklega ekki heldur kunnáttu til að skrifa á hana. Ég byggi ekki í húsinu mínu, hefði ekki rennandi vatn né rafmagn. Ef til vill væri ég alls ekki til þar sem ég eða einhver forfaðir minn hefði dáið í barnæsku sökum vankunnáttu, t.d. vegna óþrifnaðar, vannæringar eða sjúkdóma. Og ég væri most definately ekki að vinna á Vísindavefnum, né á leið í framhaldsnám :) Vísindin eru ekki fánýt, en spurning er hvort...

Re: Óbeinar reykingar eru hreint ekki skaðlausar!

í Tilveran fyrir 18 árum, 7 mánuðum
Það er ótrúlegt en sumt fólk virðist halda öðru fram. Eins og einhver sagði: Common sense is not so common.

Re: kvikskiptingur

í Harry Potter fyrir 18 árum, 7 mánuðum
Það væri örugglega hentugt að vera fluga, þær komast hvert sem er. En eflaust ekkert sérlega skemmtilegt, svo sem.

Re: Barnabækur

í Bækur fyrir 18 árum, 7 mánuðum
Góð spurning. Nei, í raun finnst mér það ekki, en það er bara oft talað um þær þannig.

Re: Barnabækur

í Bækur fyrir 18 árum, 7 mánuðum
Ég gjörsamlega gleypti í mig bækur þegar ég var yngri og las allt sem ég komst yfir. Var þó sérstaklega hrifin af múmínálfunum, Astrid Lindgren, ráðgátubókunum og Nancy-bókunum. Ég er enn að lesa barnabækur, jafnvel þótt ég sé orðin 23 ára :) Les t.d. Harry Potter og His Dark Materials. Er samt því miður óduglegri við það að lesa heldur en ég var hér áður fyrr.

Re: Strákar sem lemja kærustur sínar

í Tilveran fyrir 18 árum, 7 mánuðum
Ég myndi hvetja þessar stelpur til að tala við Stígamót; Stígamótakonur eru bundnar trúnaði og munu ekki segja eða gera neitt sem stelpurnar vilja ekki að verði gert. Það er erfitt að komast út úr ofbeldissambandi og það er ekki aumingjaskapur að kenna sjálfum sér um; þegar fólk er brotið niður andlega fer það að halda að það eigi ekkert betra skilið.

Re: Óbeinar reykingar auka líkurnar á sykursýki

í Tilveran fyrir 18 árum, 7 mánuðum
Nú þekki ég auðvitað ekki aðferðafræði þessarar rannsóknar til hlítar, en auðvitað eru það góð vísindaleg vinnubrögð að reyna að endurtaka rannsóknir og athuga hvort sömu niðurstöður fáist. En úrtakið í þessari var allavega mjög stórt og niðurstöðurnar frekar afgerandi, að því er mér sýndist.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok