Hér þyki ég nú eiginlega frekar gömul, hehe, eða allavega ekki ung. Er í námi í Bandaríkjunum og kerfið þar er svolítið öðruvísi, þannig að fólk fer í doktorsnám strax eftir BA eða BS í stað þess að taka master á undan, en námið tekur líka alveg fimm ár, jafnvel meira. Heima á Íslandi klárar fólk BA/BS um 23 ára aldurinn, en í Bandaríkjunum held ég að fólk klári oft um 22. Ég er ekki í læknisfræði, heldur er þetta meira þverfaglegt þannig að fólk kemur úr öllum áttum; líffræði, sálfræði,...