Þetta er meira eins og að draga mjög hæpnar ályktanir af rannsóknarniðurstöðum annarra greina, og að halda einhverju fram án þess að hafa nokkurn tíma reynt að athuga hvort það sé satt, t.d. að líkamsstaða hafi eitthvað að segja um hvað maður sé að hugsa; þannig segja þeir að halli maður sér aftur, horfi upp og andi grunnt sé maður að ímynda sér eitthvað. En þeir hafa fátt til að styðja að almennt sé þetta svona, og gera enga tilraun til að leggja þetta undir dóm reynslunnar (að því er mér skilst).