Smá Ísrael þema í gangi hjá mér núna ;)
Kort af Ísrael og hernumdu svæðunum, sem tekin voru í Sexdaga stríðinu árið 1967. Sínaí-skaga var skilað aftur til Egyptalands í kjölfar Camp David samkomulagsins árið 1979. Ekki er líklegt að Vesturbakkanum verði nokkurntíman skilað úr þessu.
Áhugavert er að skoða kortið með tilliti til skalans, maður gerir sér oft ekki almennilega grein fyrir því hversu landfræðilega umfangslítið þetta feykiöfluga ríki er. Saga er sögð af því að á sjöunda áratugnum hafi Moshe Dayan varnarmálaráðherra lent í þrætum við sovéskan sendifulltrúa, sem sakaði hann um að vera að safna liði við Gólanhæðir.
Dayan neitaði að vera að neinu slíku, en Rússinn gaf sig ekki. “Heyrðu, við skulum þá bara skreppa í bíltúr og athuga þetta” sagði Dayan þá – enda varla nema eins og rúmlega Þingvallatúr frá Tel Aviv upp að Gólanhæðum. Rússinn afþakkaði, enda vissi hann sem var, að allt var þarna með kyrrum kjörum. Aldrei þessu vant, mætti kannski segja!