Gleymt lykilorð
Nýskráning
Sagnfræði

Sagnfræði

4.208 eru með Sagnfræði sem áhugamál
17.290 stig
708 greinar
845 þræðir
44 tilkynningar
3 pistlar
890 myndir
388 kannanir
27.169 álit
Meira

Ofurhugar

DutyCalls DutyCalls 1.156 stig
STAVKA STAVKA 1.090 stig
ritter ritter 576 stig
br75 br75 266 stig
Rembrandt Rembrandt 206 stig
ornbj ornbj 192 stig
MooMoo MooMoo 162 stig

Stjórnendur

Alexander The Great (12 álit)

Alexander The Great Já hérna er málverk af honum Alexander Mikla. Herkænska í gegnum tíðina væri bara ekki söm án hans.

Iwo Jima (9 álit)

Iwo Jima Rétt áður en skotárásin byrjaði.

TIME (9 álit)

TIME Hér er forsíða TIME 13. desember 1968. Arafat er hér í fyrsta sinn á forsíðu, en hann átti eftir að verða fastagestur næstu áratugina.

Ég valdi þessa mynd nú mestanpart af handahófi, en aðallega vildi ég benda mönnum á http://www.time.com/time/archive sem ég hef verið að skoða, og er að hugsa um að setja í linkana hér á síðunni.

Hér er ekki einungis hægt að skoða allar forsíður TIME frá upphafi, heldur líka lesa helstu greinar úr hverju blaði. Fyrir söguáhgumenn er það sjálfsögðu mjög sniðugt, gott ef ekki hreinlega öldungis stórsniðugt :)

Josemaría Escrivá (8 álit)

Josemaría Escrivá St.Josemaría Escrivá stofnandi Opus Dei.

Hér hvílir Benito Mussolini (7 álit)

Hér hvílir Benito Mussolini Látlaus kross við staðinn í ítalska bænum Mezzegra þar sem Mussolini var skotinn af kommúnískum skæruliðum er unnu með Bandamönnum þann 28. apríl 1945.

Ris og fall Mussolinis er bæði jafn merkilegt á sinn hátt, einn daginn var Mussolini með alræðisvald yfir ítölsku þjóðinni. Næsta dag urðu forsprakkar fasistaflokksins ekki sáttir við hversu illa honum gekk í stríðinu og fleira og greiddu þeir atkvæði(9 gegn 3 minnir mig)fyrir því að steypa honum af stóli og hann var færður út í járnum.

Eftir það átti Mussolini ekki sjö daganna sæla, áður leit bandamaður hans Adolf Hitler upp til hans, en nú var hann sem barn á brjósti hans, veikur, sköllóttur, bitur karl. Hitler gerði hann að leppi sínum og nokkru síðar var hann drepinn.

Og þessi kross er eina “ummerkið” um jarðvist þessa stórmennis sem var þó eitt stórt klúður frá upphafi til enda.

Thomas "Diamond" Pitt (5 álit)

Thomas "Diamond" Pitt Þetta er Thomas Pitt (5 Júlí 1653 - 28 Apríl 1726) Landstjóri í Madras á Indlandi og kaupmaður hjá Austur Indíafélaginu.
Pitt fékk gælunafnið diamond eða demantur þegar hann kom höndum sínum yfir stóran demant, 410 karöt, í desember 1701. Pitt keipti steininn af Indverja sem hét Jamchund sem hafði keipt hann af enskum sjómanni sem hafði stolið honum frá þræli sem hafði fundið steininn í Parteal námuni við ánna Kistna og laumað honum burtu með því að fela hann í stóru sári á fætinum á sér.

Pitt sendi steininn til Englands þar sem hann var slípaður niður í rúm 136 karöt og seldur Frönsku krúnuni 1717 fyrir 135.000 pund, sem var mjög mikið á sínum tíma. Demanturinn endaði svo á Frönsku kórónuni of trjónir enn.

Bismark (8 álit)

Bismark Hér má sjá ofur skipið Bismark sem menn eru ennþá ósammála um hvort Þjóðverjar eða Bandamenn hafi í raun sökkt.
Þess má einnig geta að þetta skip var fyrir utan Íslands strandir einhverntíman í seinni heimstyrjöldinni og tókst að granda bresku skipi um það bil degi eftir að það laggði úr höfn í Hvalfirði.

George Washington (8 álit)

George Washington Hann var hershöfðingi Bandaríkjanna í frelsisstríði þeirra gegn Bretum. Að lokum varð hann fyrsti forseti Bandaríkjanna.

Kennedy og McNamara (3 álit)

Kennedy og McNamara Hér sést John F. Kennedy með varnarmálaráðherra og einum helsta ráðgjafa sínum, Robert S. McNamara. Hann var einn af hinum “góðu og gáfuðu” (The Best and the Brightest), en svo var ráðgjafahópur Kennedys síðar nefndur í frægri bók blaðamannsins David Halberstam, og ekki laust við að nokkurar kaldhæðni gætti í titlinum.

Þegar Kennedy tók við embætti árið 1961, lagði hann sig fram um að fá sprenglærða sérfræðinga í helstu embætti frekar en flokksgæðinga. Með slíku einvalaliði skyldi nú aldeilis tekið til hendinni við stjórn Bandaríkjanna, eftir doða Eisenhower-tímans.

McNamara var að vissulega að mörgu leyti feykivel gefinn, og hafði gert mjög góða hluti við skipulagningu hernaðarframleiðslu í Seinni heimsstyrjöld, og síðan hjá Ford-bílarisanum. Tölur voru hans ær og kýr, og var hann oft nefndur “reikningshausinn” eða “tölvan”.

Eftir fráfall Kennedys hélt McNamara áfram störfum í Johnson-stjórninni, og kom því hitinn og þunginn af Víetnam-stríðinu mest í hans hlut. Við stríðsreksturinn reyndi hann að beita sömu aðferðum og áður við rekstur Ford verksmiðjanna: Tölur voru fyrir honum allt. Framleiðsla og tap á hergögnum, “bodycount” eigin manna og óvinanna o.s.frv. Þessi ofuráhersla hans á tölfræðina kom honum í koll, því hann tók alls ekkert tillit til annara þátta, eins og mórals hermannana, óánægju almennings í Víetnam o.fl. Einnig fóru að verða brögð að því að undirmenn hans “hagræddu” tölum til að þóknast honum, því hann þótti harður húsbóndi.

Að lokum þegar allt var komið í óefni, varð hann að sæta ábyrgð og segja af sér embætti. Gerðist hann forstjóri Alþjóðabankans. Mörgum þykir í dag ferill hans sem varnarmálaráðherra svipa til Donalds Rumsfeld, og vissulega eru nokkur líkindi til staðar.

http://en.wikipedia.org/wiki/Robert_McNamara

Hver er maðurinn? (40 álit)

Hver er maðurinn? Hver er maðurinn?
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok