Já ég skil hvað þú meinar…ég hef stundum sagt hluti sem voru tildæmis ekki meintir eins og þeir voru sagðir, eða þá að ég mismæli mig illilega. En ég er ekki þannig að ég segji hlutina viljandi . Hugsa stundum um það en hætti við því ég fatta hvaða áhrif þetta hefur. En það eru ekki allir sem eiga auðvelt með þetta. Ég myndi ekki láta þetta gleymast, ekki þykjast vera happy og láta eins og allt sé í góðu, heldur sýndu honum virkilega að þú sjáir eftir þessu, þó þú þurfir að leika pínulítið....